Bókatíðindi - 01.12.1996, Blaðsíða 9
íslenskar barna- og unglingabœhur
l HLINi
: KÓNGSSON
^ oq fleiri (slensV ævintýri
Vaka-Helgafell
HLINI KÓNGSSON OG
FLEIRI ÍSLENSK ÆVIN-
TÝRI
Sverrir Jakobsson
valdi og bjó til
prentunar
Hlini kóngsson, Gilitrutt,
Búkolla og fleiri þekkt
íslensk ævintýri á einni
bók. Hér gefst börnum og
fullorðnum tækifæri til
að ferðast inn í hrífandi
heima íslenskra ævin-
týra þar sem allt getur
gerst.
80 blaðsíður.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-0361-7
Leiðb.verð: 695 kr.
HRAUNIÐ
Guðmundur P. Ólafsson
Hraunið er ævintýraleg
bók um myndun og mót-
un lands og landnám líf-
vera í hrauni. Hún hent-
ar jafnt á ferðalögum sem
heima við og í skóla og er
full af fróðleik fýrir unga
jafnt og aldna. Bókin er
einnig fáanleg á ensku,
Terry Gunnell þýddi.
64 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-0653-X
/-1351-1 (ensk útgáfa)
Leiðb.verð: 1.980 kr.
ÍSAFOLD FER í SÍLD
Gísli J. Ástþórsson
ísafold fer í síld á Sigló
ásamt Krumma og Ólafi
ketti og kynnist litríku
lífi. Hér er hin sígilda
fantasía með nýjum
myndum. Sprellfjörug
saga þar sem höfundur-
inn gerir góðlátlegt grín
að íslensku þjóðfélagi á
síldarárunum.
64 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1480-X
Leiðb.verð: 1.380 kr.
JOIIONS, KIOOV MUNDA OG
DULARFULLU
blandaðist séra Sturlaug-
ur í málið?
Ný bók eftir þennan
vinsæla barnabókahöf-
und með teikningum eft-
ir Bjarna Jónsson.
134 blaðsíður.
Skjaldborg ehf.
ISBN: 9979-57-294-9
Leiðb.verð: 1.480 kr.
JÓI JÓNS, KIDDY
MUNDA OG
DULARFULLU
SKUGGAVERURNAR
Kristján Jónsson
Hvert var leyndarmál
gömlu verksmiðjunnar?
Hver hótaði að sprengja
hana og börnin í loft
upp? Var það Runólfur,
vanþroska gemlingur að
áliti Tóta svarta og að-
stoðarmanns hans,
Gumma svakafega? Eða
voru það dularfullu
skuggaverurnar? Hvernig
KLAPPAÐU KÓNGULÓ
Anna K. Brynjúlfsdóttir
Kynnist Hrafni, Lenu og
hinni bráðskemmtilegu
Sölvínu frænku. Einnig
Krissa kringlukastara, afa
frá Hollývúd og hinum
ógeðslega sætu kóngu-
lóm í fjársjóðshellinum.
Þetta er sjöunda barna-
bók höfundar.
128 blaðsíður.
Hergill
ISBN 9979-60-248-1
Leiðb.verð: 1.830 kr.
LATIBÆR Á
ÓLYMPÍULEIKUM
Magnús Scheving
Latibær á Ólympíuleik-
um er bráðskemmtilegt
framhald hinnar vinsælu
metsölubókar frá í fyfra:
Áfram, Latibær! Krökk-
um í Latabæ, sem raunar
heitir Sólskinsbær, er
boðið að taka þátt í
Ólympíuleikum fyrir
ungt fólk. Undirbúningur
er hafinn en söguhetjun-
um reynist erfitt að ná
lágmörkum fyrir keppn-
ina. Þá birtist íþróttaálf-
urinn aftur til að leið-
beina þeim, galvaskur
sem fýrr. - Margar per-
sónur úr fýrri bókinni
koma hér aftur við sögu
og nýjar mæta til leiks,
ekki síður skondnar og
skemmtilegar.
Sagan er fýndin og fjör-
leg - og Magnús víkur
jafnframt að mörgu sem
vert er að leiða hugann
að. Smellnar myndir
Halldórs Baldurssonar
falla mjög vel að sögu-
þræðinum.
Latibær á Ólympíuleik-
um - bók sem bæði er
gott og gaman að eiga!
104 blaðsíður.
Bókaútgáfa Æskunnar.
ISBN 9979-808-26-8
Leiðb.verð: 1.780 kr.
LEIKUM LEIKRIT
Safn leikþátta eftir tólf
íslenska höfunda. Efnið
er fjölbreytt, þjóðlegt, nú-
tímalegt, ætlað til spuna,
hefðbundins flutnings og
nokkm til söngs. Leikrit-
in má setja upp heima
eða í skólanum, og í bók-
inni eru ýmsar hagnýtar
leiðbeiningar.
160 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-0909-1
Leiðb.verð: 1.780 kr.
LITLI GRÍSINN GÓÐI
Áshildur Haraldsdóttir
Áshildur er þjóðkunn
sem afburða tónlistarmað-
ur og hefur leikið einleik
á flautu með hljómsveit-
um víða um lönd, nú bú-
sett í París. En hún getur
ekki slitið sig frá ævintýr-
um og sagnafegurð. Því
samdi hún þessa barna-
9