Bókatíðindi - 01.12.1996, Blaðsíða 58

Bókatíðindi - 01.12.1996, Blaðsíða 58
Bœkur almenns efnis ÍSLAND FYRIR ALDAMÓT Frank Ponzi Þýöing: Hjörtur Pálsson Þetta safn ljósmynda sem lítt hafði verið vitað um í meira en öld en nýlega kom í leitirnar, bregður nýrri birtu á dimmt og dapurlegt skeið Islandssögunnar. Myndirnar eru meðal fyrstu ljósmynda sem teknar voru af Islandi og Islendingum og segja áhrifamikla sögu og sýna ljóslifandi tímabil þegar brugðið gat til beggja vona um lífið í landinu - tíma sem nú mega heita gleymdir. Með íslensk- um og enskum texta. 180 blaðsíður. Brennholt ISBN 9979-60-182-5 Leiðb.verð: 7.500 kr. ÍSLENSK BÓK- MENNTASAGA III Árni Ibsen, Gísli Sigurðsson, Matthías V. Sæmundsson, Páll Valsson, Silja Aöalsteinsdóttir og Viðar Hreinsson. Ritstjóri: Halldór Guðmundsson Stórvirki um íslenska bókmenntasögu, tímabil- ið 1750-1918. Hér er fjallað um upplýsinga- menn eins og Eggert Olafsson og Magnús Stephensen, um Fjölnis- menn og Verðandi, um sálmaskáldskap og leikrit- un, um upphafstíma ís- lensku skáldsögunnar og tíma þjóðsagnasöfnunar. En hér er líka sagt frá þeim sem stóðu utan við strauma tímans, þeim sem ekki er að finna í hefðbundnum bók- menntasögum og frá ís- lensku bókmenntalífi í Vesturheimi. Bókin er vegleg og prýdd fjölda mynda.Fjrrsta bindi Bók- menntasögunnar hlaut á sínum tíma íslensku bók- menntaverðlaunin. 1000 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-908-3 Leiðb.verð: 6.980 kr. ÍSLENSK LEIKLIST II Sveinn Einarsson Hér er framhald íslenskr- ar leiklistar I sem út kom hjá Menningarsjóði 1991. Rakin er framvindan til ársins 1920. Sagt frá frum- herjunum í íslenskri leik- list, hinum fyrstu lista- mönnum íslensks leik- sviðs og leikskáldunum sem gerðu garðinn frægan - líka erlendis. Um alda- mótin virðist leiklistinni hafa vaxið fiskur um hrygg og leikfélög spruttu upp um allt land í eins konar menningarlegri sprengingu. Bókin er kær- komin öllum sem láta sér annt um leiklist. 500 blaðsíður. Hið ísl. bókmenntafélag ISBN 9979-804-97-1 Leiðb.verð: 5.500 kr. ÍSLENSKT MÁL Gísli Jónsson Hinn landsþekkti ís- lenskumaður Gísli Jóns- son hefur valið úrval ís- lenskuþátta sinna úr Morgunblaðinu og koma þeir hér á prenti. Þetta er ómissandi rit öllum þeim er unna íslensku máli. ít- arlegar atriðaorða- og nafnaskrár eru í bókinni. Formála rita Haraldur Bessason, Matthías Jo- hannessen og Tryggvi Gíslason. 303 blaðsíður. Bókaútgáfan Hólar ISBN 9979-9078-4-3 Leiðb.verð: 3.990 kr. JÓLASÖNGVAR Ritstjóri: Gylfi Garöarsson 93 sígild jólalög og 118 textar við þau. Nótubók og vasabók með textum (880 kr.). 112 blaðsíður. NótuÚtgáfan ISBN 9979-9214-2-0 Leiðb.verð: 1.880 kr. KALDAL- ALDARMINNING Gullfalleg bók sem gefin er út í tilefni þess að öld er liðin frá fæðingu Jóns Kaldals ljósmyndara. Sagt hefúr verið að Kaldal hafi skapað sumum þekktustu listamönnum þjóðarinnar ímynd en meðai mynd- efna á löngum ferli hans voru t.d. Jóhannes Kjar- val, Steinn Steinarr, Ásta Sigurðardóttir og Thor Vilhjálmsson. I bókinni eru um 120 ljósmyndir, allar myndir metaðsóknarsýningarinn- ar Kaldal - Áldarminn- ing. Einnig ítarleg og skemmtileg ritgerð um ljósmyndarann eftir Einar Fal Ingólfsson, mynd- stjóra Morgunblaðsins. Ensk þýðing fylgir í sér- hefti. 112 blaðsíður. Jón Kaldal HI Dreifing Bjartur ISBN 9979-60-237-6 Leiðb.verð: 2.890 kr. KONA VERÐUR TIL Um skáldsögur Ragnheiðar Jónsdóttur fyrir fullorðna Dagný Kristjánsdóttir I bókinni er m.a. fjallað um Þórubækur Ragnheið- ar Jónsdóttm og dregnar inn í umræðuna kenning- ar um kynmenningu, sál- greiningu og sögu. Fjallað er um viðtökurnar við bókum Ragnheiðar og hina þversagnakenndu menningarumræðu eftir- stríðsáranna. Kona verður til er fyrsta doktorsrit- gerðin um íslenskar kvennabókmenntir. 451 blaðsíða. Bókmenntafræðistofnun HI og Háskólaútgáfan ISBN 9979-54-138-5 Leiðb.verð: 3.500 kr. Bók erbestvina 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.