Bókatíðindi - 01.12.2001, Blaðsíða 64
ráðherrans en hefur samt
afdrifaríkari afleiðingar
fyrir Peter. Sagan var
verðlaunuð með Gler-
lyklinum 1999 og valin
besta spennusaga Norð-
urlanda það ár. Höfundur
gæðir sögu sína alþjóð-
legu yfirbragði og skrifar
jafnframt af skilningi og
nærfærni hins mikla
mannþekkjara.
355 bls. kilja.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2148-2
Leiðb.verð: 1.599 kr.
nii'r ■stjiiniiiritrir
GEF MÉR
STJÖRNURNAR
Bodil Forsberg
Þýðing: Gissur Ó.
Erlingsson
Atján ára afmælisdagur-
inn rann upp. Lífið blasti
við Beate Heidemann.
Hún var fögur og eftirlæti
allra sem hana þekktu.
Gestimir í afmælisveisl-
unni lyftu glösum sínum
og sungu í kór:
„Hún lengi lifi, hún
lengi lifi! Húrra, húrra,
húrra!“
Einn maður stóð hljóð-
ur hjá. Það var faðir
hennar. Hann gat með
engu móti fengið sig til
að taka undir sönginn og
húrrahrópin. Hann einn
vissi úrskurð læknanna.
Dóttir hans var haldin
hættulegum sjúkdómi og
átti ekki langt líf fyrir
höndum. En enginn veit
sína ævina fyrr en öll er
og máttur ástarinnar er
mikill. Óvæntir atburðir
voru í vændum — heitar
ástríður og mikil örlög.
Spennandi og áhrifa-
mikil ástarsaga eftir hinn
sívinsæla höfund, Bodil
Forsberg.
192 bls.
Nýja Bókafélagið
ISBN 9979-764-12-0
Leiðb.verð: 2.980 kr.
GRÍPTU NÓTTINA
Dean Koontz
Þýðing: Gissur Ó.
Erlingsson
Vettvangur sögunnar er
geysimikil, niðurlögð
herstöð í Bandaríkjun-
um. Þar voru meðal ann-
ars gerðar tilraunir með
apa — að bæta í þá geni
eða erfðavísi sem bæði
gæfi þeim mannsvit og
gæddi þá árásargirni sem
nýta mætti í hernaði. Til-
raunin tókst alltof vel og
afleiðingarnar urðu
ískyggilegar.
Sagan er sjálfstætt
framhald af Óttist eigi
sem kom út á síðastliðnu
ári.
Óvenjuleg bók um
óvenjulegt efni - og
óvenjulega spennandi.
399 bls.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-503-4
Leiðb.verð: 3.480 kr.
CULLINASNI
-------- eða -----
MY.NDBREYTINGAR
LÚKÍUSAPÚL6IUS
GULLINASNI EÐA
MYNDHVERFING-
ARNAR
Lúkíus Apúleus
Þýðing: Erlingur E.
Halldórsson
Eitt af meistaraverkum
latneskra bókmennta,
skrifað á 2. öld e.Kr. Fjöl-
kunnug kona breytir
Lúkíusi hinum unga í
asna, en hann gengur
síðan kaupum og sölum
milli manna og verður
vitni að ýmsu misjöfnu í
samfélaginu. Hin óborg-
anlega saga asnans er
rakin og endirinn er
óvæntur og lærdómsrík-
ur. Gullinasni hefur
stundum verið kölluð
fyrsta þroskasaga heims-
bókmenntanna með því
að sál aðalpersónunnar
verður hólpin eftir að
hafa gengið í gegnum
þrengingar. Kristján
Arnason ritar formála að
verkinu. Erlingur er einn
okkar snjallasti þýðandi
og eftir hann liggja
nokkrar öndvegisþýðing-
ar heimsbókmenntanna
á verkum eins og Satýrí-
kon og Tídægru.
273 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2228-4
Leiðb.verð: 4.490 kr.
GULLSPANGA-
GLERAUGUN
Giorgio Bassani
Þýðing: Guðbergur
Bergsson
í smáborginni Ferrara á
Pósléttunni er eins og
annars staðar á Italíu
runnin upp ný öld. Fas-
isminn er tíska dagsins,
uppspretta bjartsýni og
mikilla vona. Bókin segir
frá fólki sem kemur úr
innsta hring góðborgar-
anna, gyðingafjölskyldu
og hinum dularfulla
Fadigati lækni, sem bæði
verða á sinn hátt fyrir
barðinu á bjartsýnis-
stefnunni. A einu sumri
gerbreytist staða þeirra
og þau neyðast til að
ganga til móts við harm-
ræn endalok sín: Gyð-
ingarnir vegna kynþáttar
síns en Fadigati vegna
kynhneigðar sinnar.
140 bls. kilja.
Forlagið
ISBN 9979-53-421-4
Leiðb.verð: 1.399 kr.
HINN TÝNDI
Hans-Ulrich Treichel
Þýðing: Árni Óskarsson
Ný skáldsaga sem vakið
hefur mikla hrifningu
víða um lönd. Sögumað-
ur er ungur drengur, son-
ur hjóna sem flúðu Aust-
ur-Þýskaland við lok síð-
ari heimsstyrjaldarinnar.
Þau hafa skapað sér nýj-
62