Bókatíðindi - 01.12.2001, Blaðsíða 74
AÐ SIGRA HEIMINN
OG FLEIRI KVÆÐI
Steinn Steinarr
Valgerður Benedikts-
dóttir valdi Ijóðín
Steinn Steinarr er í hópi
ástsælustu ljóðskálda
þjóðarinnar. I verkum
hans speglast kald-
hæðni, dulúð og efa-
hyggja, á þann hátt sem
Steini einum var lagið að
tjá. Hér er að finna mörg
bestu ljóða Steins, m.a.
Tímann og vatnið, einn
fegursta ljóðabálk 20.
aldar.
79 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1539-9
Leiðb.verð: 790 kr.
AUSTAN UM LAND
Sigurður Óskar Pálsson
Höfundur er vel þekktur
fyrir ritstörf og gaman-
ljóð hans og skemmtileg-
ar vísur hafa flogið víða.
Hann hefur farið frekar
dult með hin alvarlegri
ljóð sín sem hann færir
lesendum hér í sinni
fyrstu bók. Sigurður yrk-
Siguröur Óskar Pálsson
ir ljóð um ffið, um ástina
og aðra mannlega eigin-
leika á sinn lágværa og
persónulega hátt. En feg-
urst ómar lofgjörðin til
átthaganna og óspilltrar
náttúru landsins og tek-
ur oft á sig svipmót tærr-
ar ljóðrænu.
71 bls.
Félag ljóðaunnenda ó
Austurlandi
ISBN 9979-9440-1-3
Leiðb.verð: 2.350 kr.
Á ÖÐRU PLANI
Pálmi Örn
Guðmundsson
Á sínum tíma gaf
Pálmi Örn Guðmundsson
(1949-1992) út nokkrar
ljóðabækur sem flestar
eru fyrir löngu ófáanleg-
ar. Nú hefur bróðir hans,
Einar Már Guðmunds-
son, tekið saman ljóðaúr-
val úr bókum Pálma, og
ritar hann jafnframt for-
mála að bókinni. Auk
þess skrifa skáldin Sjón
og Jóhann Hjálmarsson
eftirmála um skáldskap
Pálma.
148 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2164-4
Leiðb.verð: 1.990 kr.
EFTIRKEIMUR
Steinþór Jóhannsson
Þetta er sjötta ljóðabók
Kópavogsskáldsins Stein-
þórs Jóhannssonar. Bókin
inniheldur hnyttin og
kjarnyrt ljóð. Yrkisefnið
sækir höfundur til lífs-
reynslu sinnar.
40 bls.
Pjaxi ehf.
ISBN 9979-9315-2-3
Leiðb.verð: 1.680 kr.
EGILSBÓK
Kveðskapur Egils
Jónassonar á Húsavík
Egill var á sinni tíð einn
dáðasti hagyrðingur
landsins. Vísur hans
urðu margar hverjar
landfleygar enda ein-
kennast þær af sérstök-
um léttleika og fyndni,
lipurð og orðheppni.
Afkomendur Egils og
vinur hans, Sigurjón
Jóhannesson fyrrum
skólastjóri, hafa safnað
saman broti af vísum
hans, bæði þeim sem
fleygar urðu og einnig
öðrum sem ortar voru á
kyrrlátari stundum. Þar
er byggt á úrvali sem
Egill gerði sjálfur
nokkrum árum áður en
hann lést og sendi fáein-
um vinum sínum. Sigur-
jón ritar inngangsorð um
Egil en skýringar með
vísunum eru ýmist ritað-
ar af Agli sjálfum eða
Sigurjóni.
180 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2238-1
Leiðb.verð: 3.990 lcr.
72