Bókatíðindi - 01.12.2001, Blaðsíða 72
I>ýdd skáldverk
TÚLKUR TREGANS
Jhumpa Lahiri
Þýðing: Rúnar Helgi
Vignisson
Hin indversk ættaða
Jhumpa Lahiri túlkar í
þessari bók trega þeirra
sem gista tvo heima. Bók-
in hlaut virtustu bók-
menntaverðlaun Banda-
ríkjanna, Pulitzerverð-
launin, árið 2000.
203 bls.
Bjartur
ISBN 9979-865-85-7
Leiðb.verð: 1.880 kr.
VEGFERÐ TIL VONAR
Danielle Steel
Þýðing: Snjólaug
Bragadóttir
Allir í Washington
þekkja Maddy og Jack
Hunter. Hún er dáð
fréttakona og hann er
stjórnandi sjónvarps-
stöðvar og ráðgjafi forset-
ans í fjölmiðlamálum.
Hjónaband þeirra virðist
til fyrirmyndar, en í raun
er Jack ráðríkur og sjúk-
lega afbrýðissamur og
kúgar konu sína. Maddy
lifir í einangrun og ótta,
sem hún felur fyrir öðr-
um. Augu hennar opnast
þegar forsetafrúin skipar
hana í nefnd um ofbeldi
gegn konum. Þar kynnist
hún Bill, virtum háskóla-
manni. Úr fortíð Maddy
birtist manneskja, sem á
eftir að gjörbreyta lífi
hennar.
Bækur Danielle Steel
njóta fádæma vinsælda -
þýddar á 30 tungumál og
hafa selst í yfir 400 millj-
ónum eintaka.
208 bls.
Setberg
ISBN 9979-52-265-8
Leiðb.verð: 3.420 kr.
VONARBARN
Marianne Fredriksson
Þýðing: Sigrún Á.
Eiríksdóttir
Nýjasta skáldsaga höf-
undar Önnu, Hönnu og
Jóhönnu. Hér segir af
móður, dóttur og barna-
barni. Yfir móðurinni
hvílir skuggi fortíðar og
dóttirin stendur frammi
fyrir mikilvægri ákvörð-
un sem á eftir að hafa
örlagaríkar afleiðingar,
jafnframt leiðir hún til
þess að dóttirin sér líf
sitt og móðurinnar í nýju
ljósi. Hrífandi fjöl-
skyldusaga.
267 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1594-1
Leiðb.verð: 4.280 kr.
ÆVINTÝRI GÓÐA
DÁTANS SVEJKS í
HEIMSSTYRJÖLDINNI
Jaroslav Hasek
Þýðing: Karl ísfeld
Fáar skáldsögur hafa
notið slíkra vinsælda og
saga hermannsins frá
Prag sem snýr svo ræki-
lega upp á herforingja og
styrjaldarbrölt þeirra
með glópaláni sínu og
kænsku að þeim liggur
við örvæntingu á víg-
völlunum. Sagan kom
fyrst út í íslenskri þýð-
ingu fyrir sextíu árum.
Hún er eitt frumlegasta
og fyndnasta verk heims-
bókmenntanna, leiftr-
andi ádeila á styrjaldir,
rangsleitni og blekkingu,
þar sem höfundur dregur
þjóðrembu og her-
mennskudýrð sundur og
saman í háði.
473 bls. kilja.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2211-X
Leiðb.verð: 1.799 kr.
GOKmS
Ævintýrið
ÆVINTÝRIÐ
Johann Wolfgang
Goethe
Þýðing: Kristján
Árnason og Þórarinn
Kristjánson
Ævintýrið varð til upp úr
umróti frönsku byltingar-
innar. Af bjargföstu inn-
sæi leiðir Goethe okkur
inn í skilning eigin sálar.
Manneskjan verður sjálf
að taka innri breytingum
í kjölfar ytri átaika, eigi
þau að leiða eitthvað var-
anlega gott af sér. Bók
fyrir alla listunnendur.
80 bls.
Skaftholt sjálfseignar-
stofnun
ISBN 9979-60-672-X
Leiðb.verð: 2.000 kr.
Bókabúð Lárusar Blöndal
Listhúsinu, Engjateigi 17-19 • 105 Reykjavík
S. 552 5540 • Fax 552 5560 • bokabud@simnet.is
70