Bókatíðindi - 01.12.2001, Blaðsíða 134
Ævisögur og endurminningar
Egyptalandi og síðan
Sýrlandi. I þessari fjör-
legu frásögn fylgjumst
við með torsóttu námi,
húsnæðisbasli og erfið-
leikum við að átta sig á
framandi aðstæðum. Við
kynnumst fólkinu í þess-
um fjarlæga heimshluta,
samfólagi þess og siðum.
Jóhanna bregður upp lif-
andi myndum af greið-
vikni og glaðværð, töfr-
um og merkum menn-
ingarminjum, en líka
misskilningi og menn-
ingarlegum árekstrum.
Þörf bók á tímum rang-
hugmynda um líf og
menningu múslima.
277 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2255-1
Leiðb.verð: 4.490 kr.
ÍSHERRANN
Jennifer Niven
Isherrann fjallar um Kar-
luk leiðangur Vilhjálms
Stefánssonar árið 1913. í
þessari bók er loksins
sögð hin átakanlega saga
leiðangursmanna og ekk-
ert dregið undan. Mynd-
skreytt.
448 bls.
PP Forlag
ISBN 9979-760-08-7
Leiðb.verð: 4.890 kr.
Pétur Pétursson
„kallari Orðsins"
hinar J. Gislason og hvimunnuvakningin á fslanái
KALLARI ORÐSINS
Einar J. Gíslason og
Hvítasunnuvakningin á
íslandi
Pétur Pétursson
Hvítasunnuhreyfingin á
Islandi á rætur sínar að
rekja til vakningar meðal
sjómanna og verka-
kvenna í Vestmannaeyj-
un sumarið 1921. Hún er
því 80 ára á þessu ári. í
bókinni er fjallað um
Einar J. Gíslason, óskor-
aðan leiðtoga hreyfing-
arinnar, sem var einn
sérstæðasti prédikari
landsins á tuttugustu
öld. Hann skrifaði ekki
prédikanir sínar, en tal-
aði eins og andinn blés
honum í brjóst hverju
sinni. I bókinni eru birt-
ar nokkrar af ræðum
hans. Saga Hvítasunnu-
hreyfingarinnar er rakin
og er hún nátengd per-
sónu Einars, lífi hans og
starfi.
150 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-468-6
/-469-4
Leiðb.verð: 3.900 kr.
3.200 kr. kilja.
KONAN í KÖFLÓTTA
STÓLNUM
Þórunn Stefánsdóttir
háði erfiða baráttu við
þunglyndi og hafði að
lokum sigur
Pórunn Stefánsdóttir
Konan íköflótta stólnum
er persónuleg reynslu-
saga um baráttu Þórunn-
ar Stefánsdóttur við
þunglyndi. Eftir tíu ára
glímu við sjúkdóm, sem
leiddi hana á barm
örvæntingar og sjálfs-
vígstilraunar, sjúkdóm,
sem hefur lengi verið
feimnismál, sjúkdóm
sem sækir heim fleiri en
okkur grunar, fann hún á
ný gleðina og tilganginn
í lífinu.
Þetta er óvenju mynd-
ræn og falleg frásögn af
hversdagslífi í svartholi
þunglyndis. Hispurslaus
og fágætlega einlæg og
hugrökk lýsing á ferða-
lagi frá djúpu myrkri til
bjartrar lífssýnar. Hún á
erindi til allra hvort sem
þeir hafa kynnst sjúk-
dómnum af eigin raun
eða ekki.
190 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-761-38-5
Leiðb.verð: 3.980 kr.
LEILA - BOSNÍSK
STÚLKA
Alexandra Cavelius
Þýðing: Ingunn
Ásdísardóttir
Þetta er sönn frásögn
konu sem lifði af tveggja
ára vist í nauðgunarbúð-
um á Balkanskaga. Sama
ár og Leila varð fimmtán
ára braust út borgara-
styrjöld í Bosníu. Fáein-
um vikum síðar var
henni varpað í fanga-
búðir þar sem hún leið
hungur og skort. En þær
voru aðeins forleikurinn
að öðru verra — nauðg-
unarbúðunum þar sem
æska hennar var lögð í
rúst. Lýsing á hryllileg-
um atburðum sem gerð-
ust í næsta nágrenni og
áhrifamikil frásögn af
lífsvilja sem fleytti
ungri stúlku yfir hörm-
ungar sem hún aldrei
fær bættar.
207 bls.
Forlagið
ISBN 9979-53-422-2
Leiðb.verð: 3.990 kr.
Eskja
Strandgötu ÓU • tskifirði • S. 476 1 J60
132