Bókatíðindi - 01.12.2001, Blaðsíða 124
Saga, ættfræði og héraðslýsingar
ÁSÝND EYJAFJARÐAR
Skógar að fornu
og nýju
Ritstj.: Bjarni
Guðleifsson
I bók þessari er greint frá
sögu skóga í Eyjafirði frá
landnámi og fram á
þennan dag, eyðingu
þeirra og endurreisn sem
enn á langt í land. Meg-
inefni bókarinnar segir í
máli og myndum sögu
Skógræktarfélags Eyfirð-
inga, sem með starfi sínu
hefur sett mark á ásýnd
Eyjafjarðar svo eftir er
tekið. Fjöldi fólks hefur
séð um að skrá þessa
sögu og lagt metnað sinn
í að gera bókina sem best
úr garði.
200 bls.
Skógræktarfélag
Eyfirðinga
ISBN 9979-60-621-5.
Leiðb.verð: 4.800 kr.
BYGGÐASAGA
SKAGAFJARÐAR II
Ritstj. og aðalhöf.:
Hjalti Pálsson frá Hofi
Annað bindi fjallar um
Staðarhrepp og Seylu-
hrepp sem saman telja
um 100 býli. Fjallað er
um hverja jörð í máli og
myndum þar sem m.a.
Hjíltl Píltson frí Hofl
eru landlýsingar, tafla
um fólkstal og áhöfn,
gerð grein fyrir húsa-
kosti, ræktun og eignar-
haldi og raktir þættir úr
sögu hverrar jarðar. Gerð
grein fyrir öllum forn-
býlum og seljum og þau
staðsett með GPS. Drjúg-
ur hluti bókar er áhuga-
vert ítarefni: þjóðsögur,
vísur eða frásagnir af
mönnum og atburðum.
Loks er ábúendatal frá
1781-2000. í stuttu máli
má tala um eins konar
æviskrá hverrar jarðar.
Nokkur umfjöllun er
einnig um sveitarfélögin.
Bókin er í stóru broti
með um 550 ljósmynd-
um, kortum og teikning-
um, að meiri hluta í lit-
um. Litmynd er af hverri
jörð eins og hún horfir
við í dag, núverandi ábú-
endum, auk fjölmargra
mynda, gamalla og
nýrra.
500 bls.
Sögufélag Skagfirðinga
ISBN 9979-861-10-X
Leiðb.verð: 13.900 kr.
ELDURÁ
MÖÐRUVÖLLUM
Saga Möðruvalla í
Hörgárdal frá önd-
verðu til okkar tíma
Torfi K. Stefánsson
Hjaltalín
Þetta tveggja binda verk
er saga höfuðbóls og
þeirra einstaklinga sem
þar hafa búið. Sagan er
fjölþætt, enda hefur stað-
urinn gegnt margvíslegu
hlutverki í aldanna rás.
Hér er hún dregin saman
á einn stað. Höfundur er
fyrrum sóknarprestur á
Möðruvöllum.
960 bls.
Flateyjarútgáfan
ISBN 9979-60-695-9
/-696-7
Leiðb.verð: 11.115 kr.
PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
Fóstbrœðralag
SAGA
KARLAKÓRSINS FÓSTBRÆÐRA
f NfUTÍU ÁR
FÓSTBRÆÐRALAG
Saga Karlakórsins
Fóstbræðra í níutíu ár
Páll Ásgeir Ásgeirsson
Fóstbræðralag er saga
Karlakórsins Fóstbræðra
frá 1911 til okkar daga.
Saga kórsins er samofin
íslenskri tónlistarsögu á
20. öld og menningar-
sögu þjóðar á leið til
nútímans. Frásögnin er
lipur og lifandi og tengir
sögu kórsins skemmti-
lega við hræringar og
breytingar í samfélaginu
á hverjum tíma. Hér segir
frá söngvum og sigrum,
utanförum og átökum
innan kórs og utan. Kór-
félagar halda saman bæði
í leik og starfi og þnrfa að
sigrast á mörgum hindr-
unum til að ná því marki
að verða metnaðarfyllsti
karlakór Islands og þótt
víðar væri leitað. Fjöl-
margar myndir prýða
bókina ásamt ítarlegu
félagatali frá upphafi.
336 bls.
Karlakórinn Fóstbræður
ISBN 9979-60-595-2
Leiðb.verð: 6.900 kr.
JÓELSÆTT 1-2
Guðrún Hafsteinsdóttir
Jóelsætt er rakin frá Jóel
Bergþórssyni, f. 1759 og
konu hans Sigríði Guð-
mundsdóttur, f. 1772.
Þau hjón voru bændur í
Efri-Lækjardal í Austur-
Húnavatnssýslu og eign-
uðust þrettán börn. Frá
þeim eru komnir hátt á
fimmta þúsund afkom-
enda. í bókinni eru um
tvö þúsund myndir af
niðjum auk fjölda gam-
alla bæja- og þjóðlífs-
mynda.
800 bls.
Mál og mynd
ISBN 9979-772-11-5
Leiðb.verð: 16.200 kr.
122