Bókatíðindi - 01.12.2001, Blaðsíða 75
Ljóð
ÉG ER ALKOHÓLISTI
Ragnar Ingi
Aðalsteinsson
Ljóðabók Ragnars Inga,
Ég er alkohólisti, kom út
árið 1981. Hún seldist
fljótlega upp og hefur
verið ófáanleg um margra
ára skeið. Ljóðin fjalla
um örvæntingu, leit og
afturbata alkohólistans,
ort undir ströngum hefð-
bundnum bragformum.
Bókin hlaut einróma lof
gagnrýnenda þegar hún
kom út. „Hún er fljótles-
in, en hver skynsamur
lesandi hygg ég að lesi
hana oftar en einu sinni,“
sagði Guðmundur G.
Hagalín í ritdómi í Morg-
unblaðinu. Höfundur rit-
ar eftirmála í bókina.
48 bls.
Muninn bókaútgáfa
ISBN 9979-869-62-3
Leiðb.verð: 1.680 kr.
FERÐALAG MEÐ ÞÉR
Valgerður
Benediktsdóttir
Ferðalag með þér er
fyrsta ljóðabók Valgerðar
Benediktsdóttur en áður
hafa birst eftir hana ljóð í
blöðum og safnritum. I
bókinni leikur höfundur
á hljóðlátan hátt með
samspil ljóss og skugga,
nálægðar og fjarlægðar, á
ferðalagi um tilveruna
þar sem hversdagsleg
fyrirbæri öðlast nýjar
víddir í huga lesandans.
56 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1587-9
Leiðb.verð: 1.980 kr.
FYRSTA AUGNAGOT
Eðvald Einar Stefánsson
Fyrsta ljóðabók höfund-
ar. Astþrungin ljóð hans
hafa víða vakið athygli
bæði hér heima og að
heiman.
40 bls.
Eðvald Einar
ISBN 9979-60-682-7
Leiðb.verð: 1.750 kr.
HÁVAMÁL
Hávamál eru eitt merk-
asta kvæði íslenskrar
tungu. Hér er kvæðið
prentað í heild sinni
með myndskreytingum
og skýringum.
80 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-0350-1
Leiðb.verð: 790 kr.
HÁVÆRASTA RÖDDIN
í HÖFÐI MÍNU
Margrét Lóa Jónsdóttir
Þessi nýja ljóðabók Mar-
grétar Lóu, sú sjöunda
sem hún sendir frá sér,
geymir fjóra kafla: Há-
værasta röddin í höfði
mínu, Góðir dagar,
Stundum þykja mér öll
ljóð vera góð og Vind-
hviða. Ástin er áberandi
yrkisefni Margrétar Lóu
sem vakti snemma at-
hygli fyrir ljóðagerð sína.
Ljóð hennar hafa tæran
tón og hún yrkir um efni
sem koma lesandanum
við og snerta hann.
64 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2163-6
Leiðb.verð: 1.990 kr.
m
• JÓLASVEINARNIR ÞRETTÁN •
• DE TRETTEN JULESVENDE •
• THE THIRTEEN ICELANDIC CHRISTMAS LADS •
Vísur á íslensku, dönsku og ensku um íslensku jólasveinana, Grýlu,
Leppalúða og jólaköttinn, með útsaumuðum myndum eftir höfundinn.
* Tilvalin jólakveðja til ættingja og vina innanlands og utan. *
64 bls., stærð 10,5x10,5 cm.
Höfundurog útgefandi:
Elsa E. Guðjónsson, Vogatungu 47, 200 Kópavogi
73