Bókatíðindi - 01.12.2001, Blaðsíða 120
Fræði og bækur almcnns efnis
að tileinka sér skoðun
eða kenningu og gera
hana að sinni.
150 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-107-0
Leiðb.verð: 2.490 kr.
TVÍBURAR
ht Itmntt*. ttl Mtaiélntra
CaéfiMW Er^a'
TVÍBURAR
Frá fósturskeiði til
fullorðinsára
Guðfinna Eydal
Þetta er íyrsta frumsamda
bókin um tvíbura á
íslensku. Þetta er einstök
bók sem höfundur byggir
á eigin reynslu, viðtölum
við tvíbura og foreldra
ásamt viðtölum við sér-
fræðinga. Margt í bókinni
er einstakt og hefur aldrei
verið birt á prenti áður.
Tvíburar eru eitt af undr-
um veraldar, þeir hafa
verið notaðir í vísinda-
rannsóknir um áraraðir,
ekki síst til að varpa ljósi
á erfðir og umhverfi.
Ótalmargar spurningar
koma upp í tengslum við
að vera tví- eða þríburi,
ekki bara fyrir foreldrana
og fleirburana sjálfa held-
nr fyrir alla sem umgang-
ast þá, hvort sem er í leik-
skóla, skóla eða bara
almennt á lífsleiðinni.
204 bls.
Uppeldi ehf.
ISBN 9979-9463-3-4
Leiðb.verð: 3.980 kr.
UM LANDIÐ HÉR
Orð krossins við
aldahvörf
Sigurbjörn Einarsson,
biskup
Á hugnæman og per-
sónulegan hátt er hér
fjallað um kjarna krist-
innar trúar, skýrt og skor-
inort. Bókin geymir ræð-
ur, greinar og predikanir
þar sem fjallað er um efni
á borð við sköpunina,
upprisuna, þjáninguna,
siðaboðskap trúarinnar,
uppeldi, þanka á þúsald-
armorgni, kirkju og þjóð.
Ljós framsetning og fáguð
orðsnilld ljómar alls stað-
ar ásamt einlægri trú og
virðingu fyrir allri sköp-
uninni. Þessi bók er ein-
stök í sinni röð.
270 bls.
Skálholtsútgáfan
ISBN 9979-765-20-8
Leiðb.verð: 3.490 kr.
EGQERT ÞÓR BERNHAROSSON
Á
UNDIR
BÁRUJÁRNSBOGA
Braggalíf í Reykjavík
1940-1970
Eggert Þór
Bernharðsson
Þetta er fjórða prentun
þessarar metsölubókar
sem kom út fyrir síðustu
jól og seldist jafnóðum
upp og hefur verið með
öllu ófáanleg. Bókin var
tilnefnd til Islensku bók-
menntaverðlaunanna.
300 bls.
JPV ÚTGÁFA
ISBN 9979-761-30-X
Leiðb.verð: 4.980 kr.
UPPGJÖR VIÐ
UMHEIMINN
ísland, Bandaríkin og
NATO 1960-1974
Valur Ingimundarson
Valur Ingimundarson
sýndi með síðustu bók
sinni, / eldlínu kalda
stríðsins, að hann er
óvenju fundvís á skjöl og
heimildir sem fallin eru
til að varpa nýju ljósi á
liðna tíð. I Uppgjöri við
umheiminn bregst Val
heldur ekki bogalistin.
Hann hefur farið víða
um lönd í heimildaleit
sinni. Niðurstaðan er
einstaklega trúverðug
lýsing á einu mesta mót-
unarskeiði íslenska lýð-
veldisins sem sýnir sögu
íslands á árunum 1960-
1974 og samskiptin við
stórveldin í algerlega
nýju ljósi.
420 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1600-X
Leiðb.verð: 4.980 kr.
BókaJbóu) Ke/LunJau
Sólvallagötu 2 • 230 Keflavík • S. 421 -1 102 ■ Fax 421 -5080
ÚLFHAMS SAGA
Aðalheiður Guðmunds-
dóttir bjó textann til
prentunar og ritaði
inngang
Úlfhams saga segir
frá Hálfdani vargstakki
Gautakonungi og Úlf-
hami syni hans og átök-
um þeirra feðga við menn
og vættir. Sagan er varð-
veitt í gömlurn rímum,
118