Bókatíðindi - 01.12.2001, Blaðsíða 94
Fræði og bækur almcnns efnis
Hár hefur verið safnað
saman nokkrum af fræg-
ustu glæpamálum og ill-
virkjum Islandssögunnar
ásamt þáttum úr ís-
lenskri réttarsögu. Þá er
greint frá réttarþróun í
landinu, saga fangelsa
rakin í fáum dráttum og
sagt frá ýmsum áhrifarík-
um refsingum fyrri alda.
Efnið er fengið úr ís-
landssögu a-ö eftir Einar
Laxness.
80 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1537-2
Leiðb verð: 790 kr.
Háskólaútgáfan
ISBN 979-54-432-5
Leiðb.verð: 1.980 kr.
GRIPLA
XII
RF.VKJAVÍK
STOFNUN ARNA MAGNÚSSONAR
GRIPLA XII
Ritstj.: Guðrún Ása
Grímsdóttir, Guðvarður
Már Gunnlaugsson og
Sverrir Tómasson
Grípla tímarit Arnastofn-
unar kemur nú út í 12.
sinn. I ritinu fjallar Berg-
ljót S. Kristjánsdóttir um
Gísla sögu Súrssonar,
Sverrir Tómasson um
Vínland og ferðasögur
miðalda, Vésteinn Ola-
son um Snorra Eddu og
Ólafur Halldórsson um
gamla frásagnarlist, Aðal-
steinn Eyþórsson um
nafhfræði búpenings, en
Guðrún Asa Grímsdóttir
rekur samskipti Jóns
Ólafssonar úr Grunnavík
við landa sína og Guð-
varður Már Gunnlaugs-
son segir frá því hvernig
Árni Magnússon leið-
beindi skrifurum sínum.
Þá eru í ritinu andmæla-
ræður Bo Almqvists og
Sverris Tómassonar við
doktorsvörn Ólínu Þor-
varðardóttur.
202 bls.
Stofnun Árna
Magnússonar
Dreifing:
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-819-75-8
Leiðb.verð: 3.500 kr.
án vsk.
GLÆPURINN SEM
EKKI FANNST
Saga og þróun
íslenskra glæpasagna
Ung fræði 4.
Katrín Jakobsdóttir
Fyrsta fræðibókin um
sögu og þróun íslenskra
glæpasagna sem kemur
út hérlendis. Glæpasög-
ur eru bókmenntagrein í
örum vexti og hér er ljósi
varpað á marga skemmti-
lega þætti íslenskra
glæpasagna, til dæmis
banvænu rafmagnste-
könnuna í Rafmagns-
morðinu eftir Val Vestan!
Bókin er byggð á BA-rit-
gerð höfundar og kemur
út í ritröðinni Ung fræði.
200 bls. kilja.
GRETTIS SAGA
ÁSMUNDARSONAR
íslenzk fornrit VII
Bandamanna saga,
Odds þáttr Ófeigs-
sonar
Guðni Jónsson gaf út
með ítarlegum formála
og skýringum
I Grettis sögu er sagt frá
frægasta útlaga á Islandi
og ævi hans. I upphafi
segir af forfeðrum Grett-
is, sem námu land á
Ströndum, en sögunni
lýkur með frásögnum af
bróður Grettis, Þorsteini
drómundi, sem hefnir
hans suður f Miklagarði
(Konstantínópel). Sagan
gerist 900-1050.
Bandamanna saga er
saga Odds Ófeigssonar,
sem lagðist ungur í
kaupferðir og efnaðist
vel. Á Islandi lendir
hann í harðvítugum deil-
um við höfðingja, sem
hafa andúð á þessum
nýríka aðkomumanni, en
hann hefur að lokum
betur. Sagan gerist um
miðja 11. öld.
514 bls.
Dreifing:
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-893-07-9
Leiðb.verð: 3.648 kr.
Guð
á hvíta tjaláinu
Trúar- og bibliustef
i kvikmyndum
GUÐ Á HVÍTA
TJALDINU
Trúar- og biblíustef í
kvikmyndum
Ritstj.: Gunnlaugur A.
Jónsson, Bjarni
Randver Sigurvinsson
og Þorkell Agúst
Óttarsson
Rannsóknir á trúarstefj-
um í kvikmyndum hafa
færst í vöxt á undanförn-
um árum. Hér á landi
hefur Deus ex cinema
(www.dec.hi.is) verið í
fararbroddi á þessu sviði
og er ritið afrakstur af
vinnu þess undanfarið
ár. Um er að ræða 14
greinar eftir kvikmynda-
fræðinga og guðfræðinga
um trúar- og biblíustef í
kvikmyndum og ættu
þær að vera fengur fyrir
alla áhugamenn um
þessi fræði.
240 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-475-9
Leiðb.verð: 2.980 kr.
GULLKORNí
GREINUM LAXNESS
Halldór Laxness
Á langri ævi var Halldór
Laxness ekki aðeins
afkastamikið skáld, held-
ur einnig ötull og gagn-
rýninn skoðari samfé-
lagsins. Um athuganir
sínar og afstöðu til ólík-
ustu mála skrifaði hann
mikinn fjölda greina og
92