Bókatíðindi - 01.12.2001, Blaðsíða 127
Saga, ættfræði og héraðslýsingar
Stundir á Ströndum
(rfl Knlbrimvlk norður A Gcirhðlm
var í árbók Ferðafólags
2000 um Árneshrepp,
nyrsta hrepp Stranda-
sýslu, og nefndist þá
Lesið í landið. Höfund-
ur, Haukur Jóhannesson
jarðfræðingur, er manna
kunnugastur svæðinu og
sögu þess. Bókin geymir
sama texta, myndir og
uppdrætti sem voru í
árbókarþættinum, svo og
heimilda- og nafnaskrá.
88 hls.
Ferðafélag Islands
ISBN 9979-9499-1-0
Leiðb.verð: 1.800 kr.
STYRJALDARÁRiN Á
SUÐURLANDI
Guðmundur Kristinsson
Þetta er fyrsta bókin sem
rituð hefur verið um
hernaðarumsvifin á Suð-
urlandi á stríðsárunum.
Hún segir frá óttanum
við þýska innrás, loft-
árásinni á Selfoss, vörn-
um Suðurlands og hern-
aðarfluginu frá Kaldaðar-
nesi. Lýst er miskunnar-
lausri baráttu við kafbát-
Styrjaldarárin
á Suðurlandi
ana, hertöku U-570, sam-
búðinni við héraðsbúa,
skemmtunum og voveif-
legum atburðum, en
flugsveitin missti 24
flugvélar og 53 flugmenn
fórust.
Bókin kemur nú út í 2.
útgáfu, aukin og endur-
bætt, í náinni samvinnu
við fimm breska flug-
menn sem flugu Hudson
flugvélunum frá Kaldað-
arnesi og hafa aflað
fjölda gagna og ljós-
mynda um hernaðarflug-
ið og líf þeirra í Kaldað-
arnesi.
Fjallað er um einstakt
tímabil í sögu Suður-
lands og drjúgan þátt
herflugvallarins í Kald-
aðarnesi í orrustunni um
Atlantshaf. Þetta voru
heimssögulegir atburðir,
sem gerbreyttu Islands-
sögunni. I bókinni eru
267 ljósmyndir.
352 bls.
Árnesútgáfan
ISBN 9979-60-693-2
Leiðb.verð: 4.280 kr.
íslenska þjóðríkið
- uppruni og endimörk
Efni bókarinnar er afrakstur af viðamiklum
rannsóknum höfundar á íslenskri þjóðernisstefnu
og áhrifum hennar á nítjándu og tuttugustu öld.
Fjallað er um helstu forsendur sjálfstæðis-
baráttunnar, ólík sjónarmið sem tókust á við mótun
íslensks nútímaríkis og þær breytingar
sem orðið hafa á þjóðernisvitund íslendinga.
Höfundur er prófessor í sagnfræði við Háskóla
íslands og hefur gegnt lykilhlutverki í þeirri róttæku
endurskoðun sem nú fer fram á sögu
sjálfstæðisbaráttunnar og eðli íslensks þjóðernis.
Þetta er mikilvæg bók á tímum örra breytinga
í alþjóðastjórnmálum og vaxandi hnattvæðingar.
Hið íslenska bókmenntafélag
Síðumúla 21, 108 Reykjavík
Sími 588-9060, fax 588-9095, www.arctic.is/hib
125