Bókatíðindi - 01.12.2001, Blaðsíða 146
Handbækur
list sem fæst við að
hanna lífsrýmið og koma
á jafnvægi í umhverfi
mannsins. I þessari
gagnorðu og gullfallegu
bók er sýnt hvernig
skapa má virka og já-
kvæða orku í kringum
sig. Fallegar litmyndir og
lýsandi teikningar skýra
meginhugmyndir kenn-
inganna sem æ fleiri taka
í sína þjónustu til að efla
vellíðan og árangur í lífi
og starfi.
192 bls.
Salka
ISBN 9979-766-52-2
Leiðb.verð: 3.480 kr.
FERÐAKORTABÓK
Ferðakortabókin hefur að
geyma veglegt ferðakort í
mælikvarðanum 1:500
000 með nýjustu upplýs-
ingum urn vegakerfi
landsins, veganúmer,
auk mikilvægra upplýs-
inga um ferðaþjónustu,
svo sem bensínafgreiðsl-
ur, gististaði, sundlaugar,
söfn, golfvelli og fleira. I
Ferðakortabókinni er
einnig nafnaskrá, götu-
kort af Reykjavík og
Akureyri, þjóðminjakort,
kort yfir þjónustusvæði
GSM síma, tafla um
vegalengdir, upplýsingar
um þjónustu FIB, jarð-
fræði- og gróðurkort af
Islandi auk annarra mik-
ilvægra upplýsinga fyrir
ferðamenn.
Ferðakortabókin er
ómissandi ferðafélagi.
72 bls.
Landmælingar Islands
ISBN 9979-75-029-4
Leiðb.verð: 1.980 kr.
FLUGUVEIÐAR Á
ÍSLANDI
FLYFISHING IN
ICELAND
Loftur Atli Eiríksson,
Lárus Karl Ingason
Ensk þýðing: Michael
Jóhannes Kissane
Hér er kominn kjörgrip-
ur stangaveiðimannsins,
heillandi og falleg bók
sem fjallar um allar
helstu ár og vötn á
íslandi með fluguveiði
að leiðarljósi. Ahersla er
lögð á að lýsa veiðislóð
með glöggum hætti,
fjalla um helstu veiði-
staði, aðstæður og nálg-
un við hvert vatna-
svæði. Frásögnin er
krydduð sögulegum
fróðleik og brugðið er
birtu á náttúru og stað-
hætti. Auk þess að vera
hafsjór af hagnýtum
upplýsingum um flugu-
veiðar á Islandi, er bók-
in skreytt fjölda gullfal-
legra ljósmynda. Sér-
stakir kaflar eru um
laxaflugur og silungafl-
ugur. Bókinni fylgir
margmiðlunardiskur
sem er í senn einfaldur
og myndrænn leiðarvís-
ir um flest sem viðkem-
ur fluguveiðum á meira
en eitt hundrað vatna-
svæðum. Bókin kemur
út samtímis á íslensku
og ensku.
Texti er eftir Loft Atla
en myndir tók Lárus
Karl.
288 bls.
Muninn bókaútgáfa
ISBN 9979-869-70-4(ísl.)
/71-2(e.)
Tilboðsverð til áramóta:
9.990 kr.
FORLÖGIN í
KAFFIBOLLANUM
Sophie
Þýðing: Gissur Ó.
Erlingsson og Guðrún
Fríða Júlíusdóttir
Hvort sem þú hellir
gegnum poka, lætur
vatnið sjóða upp í gegn-
um kaffið eða á hvern
annan hátt sem þú lagar
það, þá hjálpar þessi bók
þér til að lesa úr táknun-
um og túlka myndirnar
sem eftir verða í bollan-
um. Tileinkaðu þér hina
einföldu aðferð bókar-
innar og beittu henni við
fjölskyldu þína og vini
og brátt muntu geta spáð
fyrir alókunnugu fólki á
tveim mínútum.
283 bls.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-513-1
Leiðb.verð: 1.980 kr.
GERALD G. JAMPOLSKY
FYRIRGEFNINGIN
- heimsins fremsti
heilari
Gerald Jampolsky
Lærðu að losa þig úr
viðjum fortíðar með því
að fyrirgefa sjálfum þér
og öðrum löngu liðin
atvik. Lærðu að fyrir-
gefningin er ferli sem er
stöðugt í gangi. Geð-
læknirinn Gerald Jam-
polsky heldur því fram
að fyrirgefningin losi um
streitu- og spennuvalda
sem oft leiða til sjúk-
dóma. Þess vegna er fyr-
irgefningin heimsins
fremsti heilari.
139 bls.
Leiðarljós ehf.
ISBN 9979-9437-4-2
Leiðb.verð: 1.990 kr.
144