Íslenska leiðin - 01.11.2003, Page 5

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Page 5
móðgun, ekki einungis við þá einstaklinga sem það upplifa heldur einnig við fjölskyldur þeirra og ástvini. Fyrir utan augljósan líffræðilegan mun á gerð kynjanna, er ekkert hægt að alhæfa um misjafnt eðli eða eiginleika. Við erum eins misjöfn og við erum mörg. Konur eru helmingur landsmanna og þrátt fyrir að vera meirihluti námsmanna í háskólum landsins endurspeglast hlutfall þeirra hvorki í stjórnmálaþátttöku né í öðrum valdastéttum. Eitt af stærri verkefnum samfélagsins er að leysa þennan vanda. Við reynum að varpa Ijósi á hann á þessum síðum. Af ofangreindu má sjá að stjórnmálafræðinni er ekkert óviðkomandi og ein besta afurð þeirrar fræðigreinar birtist í þeirri staðreynd hversu víða kraftar stjórnmálafræðinga nýtast, hvort sem er hjá hinu opinbera eða í einka- geiranum. Það krefst átaks til þess að fræðigreinin fái að vaxa og dafna. Við hvetjum alla stjórnmálafræðinga til þess að taka þátt í því verkefni. Útgáfa þessa rits er liður í því verkefni. Starfsemi félags stjórnmálafræðinema er einnig liður í því verkefni. Starfsemi Félag stjórnmálafræðinga er liður í því verkefni og stofnun Hollvinasamtaka stjórnmálafræðiskorar einnig. Mikill vöxtur hefur átt sér stað innan skorarinnar sjálfrar með tilkomu MPA námsins, stofnun Smáríkjasetursins og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. Aukinn ásókn í greinina ber þess einnig vitni. Þróunin hefur verið jákvæð. Látum til okkar taka og aukum vegsemd og virðingu fagsins, í þeirri von um að framlag greinarinnar haldi áfram að skipta máli í þjóðfélagsþróuninni. Frá formanni Politicu Frá því íslenska leiðin kom út fyrir ári síðan hefur margt gerst hjá Politicu félagi stjórnmála-fræðinema. Undirrituð var kjörinn formaður Politicu í vor 09 tók við öflugu félagi úr höndum síðustu stjórnar. Afram hefur verið haldið á þeirri braut og ég hef verið svo lánsöm að með mér hefur starfað frábært fólk sem leggur metnað sinn í að gera vel. Fyrir þetta starfsár var sett fram nýtt markmið með starfi félagsins, að kynna stjórnmálafræðinám og stjórnmálafræði fyrir sem allra flestum. Til þess að ná þessu markmiði hefur Politica haldið nokkra opna fundi og málþing um málefni líðandi stundar, meðal annars um eignarhald á fjölmiðlum og vændi. Við höfum boðið stjórnmálaleiðtogum að koma og ræða við stjórnmálafræðinema í návígi í fundaröð sem ber yfirskriftina Forum Politica - Vettvangur dagsins. Allir þessir fundir hafa tekist mjög vel. í upphafi starfsárs þessarar stjórnar voru stofnuð Hollvinasamtök stjórnmálfræðiskorar, sem hafa það að markmiði, eins og Politica að efla stjórnmálafræðiskor og stjórnmálafræði sem fræðigrein. Politica hefur gefið út kynningarbækling sem dreift hefur verið til fyrirtækja í því augnarmiði að þau sjái hversu fjölbreytt og góð menntun stjórnmálfræði er. Heimasíða félagsins (www.politica.hi.is) hefur verið efld með ýmsum hætti og þetta blað, íslenska leiðin ber líka frjórri hugsun stjórnmálafræðinema góðan vitnisburð. Það frumkvæmi sem býr meðal stjórnmálfræðinema hefur fundið sér fjölbreytta útrás, meðal annars í Hermilíkani af Sameinuðu Þjóðunum (ICEMUN) sem haldið var í Háskóla íslands í haust. Aldrei fyrr hefur Politica verið jafn áberandi í samfélaginu eins og nú. Þegar þetta er skrifað er að líða vika þar sem fjallað hefur verið um Politicu í öllum helstu fréttamiðlum landsins. Þetta er í samræmi við þá stefnu núverandi stjórnar að kynna félagið og námið fyrir almenningi. Lokatakmarkið er það, þegar stjórnmálafræðinám ber á góma, þurfi enginn að velkjast í vafa um hvað það er eða hvað stjórnmálafræðingar taka sér fyrir hendur að námi loknu. Það er mín trú að með þessu verði námið okkar dýrmætara og stjórnmálafræðingar eftirsóttari á vinnumarkaðnum. Erla Ósk Ásgeirsdóttir formaður Politicu 2003-04. Akraneskaupstaður bls.5

x

Íslenska leiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.