Íslenska leiðin - 01.11.2003, Page 6

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Page 6
Hagþróun á íslandi næstu árin tEdda Rós Karlsdóttir hagfræSingur cg forstöðumður hjá Landsbarika íslands Nú fer í hönd tími mikilla fjárfestinga á íslandi. Fyrir liggur að ameríski álrisinn Alcoa mun reisa 320 þúsund tonna álver við Reyðarfjörð (Fjarðaál) og hefur félagið gert samninga við Landsvirkjun um afhendingu á raforku frá og með vorinu 2007. Þá hafa eigendur Norðuráls mikinn áhuga á að stækka verksmiðju sína í Hvalfirði í tveimur áföngum, fyrst um 90 þúsund tonn og síðan um 60 þúsund tonn. Hafa Norðurál, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja undirritað viljayfirlýsingu um orkuöflun til fyrri hluta stækkunarinnar. Gert er ráð fyrir að stækkunin eigi sér stað vorið 2006. Þótt enn hafi ekki verið gengið frá samningum um stækkun Norðuráls, virðist nokkuð Ijóst að af stækkuninni verður. Verið þykir afar hagkvæmt á alþjóðlegan kvarða og aðstæður í Hvalfirði góðar. Því má reikna með að af stækkuninni verði, þótt óvissa ríki um tímasetningu stækkunarinnar. Stóriðjuframkvæmdirnar munu breyta mjög ásýnd íslensks efnahagslífs enda mun hlutur áls í útflutningsframleiðslu þjóðarinnar stóraukast. Þegar framleiðsla álversins í Reyðarfirði verður komin á fullt árið 2008 má reikna með að hlutur áls í vöruútflutningi verði kominn í rúm 40%. Hlutur sjávarútvegs mun að sama skapi lækka og verða mjög svipaður og hlutur áls. Með stækkun Norðuráls verður hlutfall áls í útflutningi þó nokkuð hærra en sjávarútvegs. Mikilvægt er þó að hafa í huga að mikið hráefni er flutt inn til landsins vegna álveranna. Nettó gjaldeyristekjur þjóðarinnar af útflutningi áls verða því töluvert minni en nettó gjaldeyristekjur af sjávarútvegi. Framkvæmdir við Kárahnjúkavikjun og byggingu Fjarðaáls eru áætlaðar að nema um 200 milljörðum króna, en framkvæmdir við fyrri hluta stækkunar Norðuráls ásamt orkuöfl tæplega 50 milljörðum króna. Samtals er því um að ræða 250 milljarða króna framkvæmdir á aðeins fjóru og hálfu ári, en til samanburðar má nefna að verg landsframleiðsla er áætluð 813 milljarðar í ár. Af þessu er Ijóst að um gríðarlega innspítingu er að ræða í okkar litla hagkerfi og í raun ekki skrítið þótt stjórnvöld þurfi að taka tillit til framkvæmdanna við hagstjórn næstu ára. Hagvaxtarskeið síðustu áratuga íslendingar hafa áður fengið mikla innspítingu í hagkerfið, t.d. í tengslum við útfærslu fiskveiðilögsögunnar og beislunar orku til stóriðjuframleiðslu. Stækkun álvers ísals og framkvæmdir við orkuöflun vegna stækkunarinnar áttu t.d. þátt í því að koma síðasta hagvaxtarskeiði af stað. Umfangsmiklar breytingar á mörgum grunnþáttum hagkerfisins voru sömuleiðis mikilvægar. Ný vinnubrögð aðila vinnumarkaðarins, vaxtafrelsi, EES samningurinn og opnun fjármagnsmarkaða eru meðal helstu breytinga, en með þeim sköpuðust hagræðingar- og vaxtarmöguleikar sem enn eru ekki fullnýttir. Hægt er að tala um þrjú hagvaxtarskeið frá því árið 1970, en í meðfylgjandi töflu má sjá samantekt á þróun helstu hagstærða yfir uppsveifluna og á aðstæðum við upphaf þeirra. Einnig fylgir með spá Greiningardeildar Landsbankans um þá uppsveiflu sem framundan er. Um er að ræða misjafnlega löng tímabil, en hagvöxtur var að meðaltali mjög mikill og kaupmáttaraukning sömuleiðis. Verðbólga var mjög mikil á fyrstu tveimur hagvaxtarskeiðunum, eða 43,6% að meðaltali á tímabilinu 1976-1981 og 25,4% að meðaltali á tímabilinu 1984-1987. Þessum tímabilum fylgdu djúpar efnahagslægðir og hagvöxtur næstu tveggja ára á eftir var enginn. Kaupmáttarþróun var vægast sagt hræðileg, en kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann féll um 13% á árunum 1981-1984 og um 17% á árunum 1987- 1990. Seinni lægðin stóð töluvert lengur en sú fyrri, enda lækkaði kaupmáttur ráðstöfunartekna nær samfellt allt til ársins 1995 og var þá 24% lægri en hann hafði verið árið 1987. Ljóst er að hagur almennings af svo miklum efnahagssveiflum er afar takmarkaður. Þriðja hagvaxtarskeiðið sem hér er til skoðunar, árin 1996-2000, var að mörgu leyti ólíkt þeim fyrri. Um er að ræða fyrstu uppsveifluna eftir að stöðugleiki náðist í þjóðarbúskapnum upp úr 1990. Verðbólga var minni yfir tímabilið og kaupmáttarauki sömuleiðis. Viðskiptahalli var hins vegar mun meiri, enda frelsi í viðskiptum nýorðið meira og aðgangur einkageirans að erlendu lánsfé betri en áður hafði þekkst. Hagvöxtur tveggja áranna eftir uppgangsárin var lítill, eins og eftir fyrri hagvaxtarskeið, en í þetta sinn drógst kaupmáttur ráðstöfunartekna ekki saman. Lending efnahagslífsins var því mun mýkri en áður. Engu að síður var það svo að hinn mikli viðskiptahalli setti svo mikinn þrýsting á gengi krónunnar að það gaf bls.6

x

Íslenska leiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.