Íslenska leiðin - 01.11.2003, Side 7
eftir með miklum iátum vorið 2001 og olli miklu
verðbólguskoti. Snöggur viðsnúningur á
viðskiptum við útlönd og viðsnúningur í
gengisþróun krónunnar í lok árs 2001 ollu því að
aðlögun efnahagslífsins varð hraðari en áður hefur
þekkst. Breytt stjórn peningamála þar sem krónan
var sett á flot olli því að nafngengi krónunnar
hækkaði í fyrsta sinn á því tímabili sem hér er til
skoðunar. Þótt talað sé um "mjúka lendingu" er
vert að hafa í huga að þessar miklu gengissveiflur
og verðbólguskot ollu búsifjum í mörgum
atvinnugreinum og hjá einstaklingum og
fjölskyldum. Verðbólga fór hæst í 9,4% árið 2001,
en til samanburðar hljóðuðu almennar
launahækkanir samkvæmt kjarasamningum á
almennum vinnumarkaði upp á tæplega 13% fyrir
allt samningstímabilið 2000-2003. Engu að síður
er óhætt að segja að aðlögunin var góð í Ijósi
þeirra aðstæðna sem komnar voru upp.
Hagvaxtarskeiðið framundan
í dag er hagkerfið í nokkuð góðu jafnvægi, bæði
hvað varðar innri og ytri þætti. Verðbólga er lág,
raungengi krónunnar nálægt meðaltali síðustu 13
ára og viðskiptahalli hóflegur. Aðstæðurvið upphaf
komandi hagvaxtarskeiðs eru að mörgu leyti ólíkar
því sem verið hefur í fyrri uppsveiflum.
Kaupmáttur er t.d. í sögulegu hámarki, hvort sem
litið er á tímakaup eða ráðstöfunartekjur. Þá er
hlutfall launa af þáttatekjum einnig í sögulegu
hámarki, sem bendir til þess að svigrúm
atvinnulífsins til launahækkana sé minna en í fyrri
uppsveiflum.
Hóflegar launahækkanir ásamt mikilli
skuldsetningu heimilanna eru meðal þeirra þátta
sem geta að óbreyttu dregið úr þensluhættu í
uppsveiflunni framundan. Ástæðan er fyrst og
fremst sú að þessir þættir draga úr líkunum á því
að einkaneysla aukist jafn mikið og í síðustu
uppsveiflum. Aukning innlendrar eftirspurnar ætti
því ekki að verða eins mikil. Á síðasta
hagvaxtarskeiði var það einmitt einkaneyslan sem
stóð að baki hagvexti í lokinn og átti stóran þátt í
að viðskiptahallinn fór úr böndunum.
Þær hagspár sem birtar hafa verið um þróunina
framundan gera allar ráð fyrir töluverðum
hagvexti, en spámenn eru einnig á þeirri skoðun
að í kjölfar uppsveiflunnar verði neikvæður
hagvöxtur í tvö ár. Gert er ráð fyrir að verðbólga
haldist nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabanka
íslands og að stöðugleika verði ekki ógnað á
tímabilinu. Að baki þessum spám liggur m.a. sú
forsenda að hagstjórn verði aðhaldssöm á
tímabilinu.
Hlutverk hagstjórnar
Hlutverk hagstjórnar á næstu árum er fyrst og
fremst að sjá til þess að stöðugleikinn verði
varðveittur. Eins og áður hefur verið bent á er
hagur almennings af hagvexti afar takmarkaður og
jafnvel enginn, ef honum fylgir langvarandi tímabil
samdráttar og kaupmáttarskerðingar. Því þarf
markmiðið að koma í veg fyrir sveiflur eins og við
höfum áður upplifað.
Eins og kunnugt er, er hagstjórnin í höndum
tveggja aðila; stjórn peningamála er í höndum
Seðlabankans og stjórn ríkisfjármála í höndum
ríkisstjórnar. Eftir því sem fleiri og
kostnaðarsamari verkefni hafa flust til
sveitarfélaga má þó segja að þau séu þriðji aðilinn
í hagstjórnardæminu. Ábyrgð þeirra er því einnig
mikil.
Hlutverk Seðlabankans er að halda verðbólgu í
skefjum. Þetta hlutverk er lögboðið og bankanum
ber ekki að líta til annarra verkefna nema þá að
verðbólgumarkmiðið sé í höfn. Það er því
ríkisvaldsins að líta til annarra verkefna. Þrátt fyrir
að báðir aðilar séu óháðir er samræming
hagstjórnar óhemju mikilvægt. Ef annar aðilinn
reynir að draga úr vexti innlendrar eftirspurnar á
meðan aðgerðir hins virka eftirspurnarhvetjandi
geta afleiðingarnar orðið afar slæmar. Því minna
sem aðhald ríkissjóðs er því meira hvílir á
Seðlabankanum. Ef aðhaldshlutverkið lendir fyrst
og fremst á Seðla-bankanum er t.d. fyrirséð að
vextir verða hærri en ella og gengi krónunnar þar
með einnig hærra. Þetta veldur því að
ruðningsáhrif verða meiri en efni stóðu til og sú
Aðstæður í uppsveiflum 1970 til 2006
Meðalhagvöxtur í uppsveifiu
Heildaraukning kaupmáttar ráðst.tek.
Viðskiptahalli að meðaltali
Launahlutfall í upphafi
Raungengi í upphafi (1980=100)
Staða ríkisfjármála að meðaltali
Verðbólga að meðaltali í uppsveiflu
1976-81 1984-87 1996-2000 2003-06
5,9% 5,6% 5,0% 5,3%
34,9% 43,5% 19,8% 14,6%
-1,5% -2,9% -4,8% -6,0%
62,0% 58,1% 63,3% 69,9%
101,1 94,6 89,5 94,0%
2,3% -0,3% 0,7% 0,0%
43,6% 25,4% 2,8% 2,6%
bls.7