Íslenska leiðin - 01.11.2003, Qupperneq 13

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Qupperneq 13
gengið hélst uppi. Tengdar þessu voru áhyggjur af því að lækkun viðskiptahalla niður á sjálfbært stig gæti haft það í för með sér að hagvöxtur yrði lítill yfir nokkurt árabil. Afleiðingin af öllu þessu yrði verðbólga, samdráttur og verulega aukið atvinnuleysi. Hvers vegna fór betur en á horfðist? Nú þremur árum síðar er Ijóst að mun betur fór en þeir sem borgað er fyrir að hafa áhyggjur af hættum í þróun efnahagsmála töldu að gæti orðið. Að vísu varð þróunin að sumu leyti í samræmi við ofangreinda lýsingu. Gengið féll um heil 30% frá hápunkti sínum snemma árs 2000 til lágpunkts í nóvember 2001, sbr. línurit. Verðbólga rauk upp og varð 91/2% í upphafi árs 2002. Landsframleiðsla dróst saman á síðasta ári og samfara varð atvinnuleysi nokkuð umfram það sem talið er að samrýmist jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Mörg fyrirtæki lentu í erfiðleikum og sum urðu gjaldþrota. En samdrátturinn varð fremur mildur miðað við tilefni þar sem landsframleiðsla dróst saman um aðeins rúmt 1/2% og efnahagsbati hófst þegar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Gengið sneri hratt til baka og var snemma vors 2002 komið á mjög ásættanlegt stig. Það tókst að hemja verðbólguna. Engar mikilvægar fjármálastofnanir lentu í erfiðleikum. Útlánaþenslan hjaðnaði hratt og tveimur árum eftir að viðskiptahallinn varð 10% Gengi krónu 2000-2003 var hann horfinn. Sjálfsagt á eftir að skrifa nokkrar ritgerðir um það hvers vegna fór mun betur en á horfðist. Það bíður hins vegar betri tíma að setja fram heildstæða greiningu á því og ekki rúm til þess hér. Að mínu mati skipta eftirfarandi atriði miklu í því sambandi: 1. Peningastefnunni var sett verðbólgumarkmið í stað gengismarkmiðs undir lok mars 2001 og Seðlabankinn fékk fullt sjálfstæði til að beita stjórntækjum sínum, fyrst með yfirlýsingu og síðar með lögum. Þetta kom í veg fyrir að markaðir hrektu gengið út fyrir vikmörk með tilheyrandi trúverðugleikabresti og undirskoti gengisins. Jafnframt frelsaði þetta gengið til að stuðla að betra jafnvægi í hagkerfinu en varanlegri áhrifum á verðbólgu var haldið í skefjum með háum vöxtum.5 2. Undirskot gengisins var mjög skammvinnt vegna aðhaldssamrar peningastefnu og frumkvæðis aðila vinnumarkaðar um að draga úr óvissu varðandi víxlverkun launa og verðlags. Því varð höggið á afkomu fyrirtækja sem skulduðu í erlendri mynt en höfðu tekjur í íslenskum krónum minna en ella. Afleiðingarnar fyrir fjármálastofnanir sem höfðu lánað þessum fyrirtækjum urðu einnig að sama skapi minni. 3. Seðlabankinn hafði snemma í útlánaþenslunni varað við hugsanlegum neikvæðum afleiðingum hennar og lagt að bönkunum að fara varlega. Jafnframt setti Seðlabankinn lausafjárkvöð á bankana snemma árs 1999 við lítinn fögnuð þeirra en hún hélt eitthvað aftur af þeim. 4. Fjármálastofnanir hafa sýnt getu og sveigjanleika til að takast á við mörg þau vandamál sem upp hafa komið. 5. Hagkerfið var sveigjanlegra og betur undir það búið að takast á við sveifluna en áður. Umgjörð atvinnulífs og rekstur fyrirtækja hafði batnað. Hér koma til margvíslegar skipulagsbreytingar á hagkerfinu, m.a. í tengslum við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. 6. Heppni skipti einnig nokkru máli í þessu sambandi. Sem betur fer voru ytri skilyrði þjóðarbúsins góð og útflutningstekjur jukust allan tímann, en samdráttur þeirra er algengasta orsök niðursveiflu í efnahagsmálum hér á landi. Það hefði getað farið mun verr ef hefðbundið ytra áfall hefði átt sér stað í miðri aðlöguninni. Hvað er framundan? Að sumu leyti er auðveldara að spá í hvað gerist í efnahagsmálum hér á landi á allra næstu árum en oft áður þar sem stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi liggja fyrir. Þar með vitum við að hagvöxtur verður líklega nokkuð umfram vöxt framleiðslugetu á árunum 2005 og 2006 og hætt er við að spenna og verðbólguþrýstingur geti myndast af þeim sökum. Við vitum því einnig að hagstjórn verður aðhaldssamari en ella. Boðuð hefur verið áætlun um mótvægisaðgerðir í ríkisfjármálum sem kynnt verður við framlagningu fjárlagafrumvarps nú í október. Seðlabankinn hefur sagt að líklegast sé að vextir hans verði óbreyttir um einhverja hríð en fari síðan hækkandi þegar nær dregur hátoppi þessara framkvæmda. Mikilvægt er að undirstrika að þetta er óvenjulegt þegar litið er á löndin í kringum okkur og reyndar einnig á hagsögu okkar. Yfirleitt vita þeir sem halda um hagstjórnartaumana ekki hverjir eru stærstu áhrifaþættir breytinga í eftirspurn eða framboði eftir eitt ár og myndin á líðandi stund er heldur ekki alltaf skýr, hvað þá eftir 2-3 ár. Hnykkirnir eru yfirleitt ófyrirséðir og gerir það vanda hagstjórnar meiri en ella. Hér er hins vegar um að ræða fyrirséðan stóran jákvæðan eftirspurnarhnykk, eins og það heitir á máli hagfræðinnar. En það eru ekki bara þeir sem halda um hagstjórnartaumana sem vita af þessu og undirbúa sig. Það á einnig við um alla aðra aðila í hagkerfinu. Það hefur þær afleiðingar að núverandi bls.13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Íslenska leiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.