Íslenska leiðin - 01.11.2003, Qupperneq 23

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Qupperneq 23
/ Varnir Islands Ógnir við lýðræðisríkin September 2003 Björn Bjarnason dáns- og kirkjurrélaráðherra Ritstjórar þessa ágæta rits lögðu fyrir mig þessar spurningar: 1. Hvaða leiðir eru færar tii þess að tryggja varnir íslands til frambúðar, miðað við nýlega þróun hvað varnarsamninginn við BNA varðar? 2. Hver á framtíðarstefna íslands að vera í varnarmálum? 3. Hverjar eru hætturnar sem steðja að lýðræðisríkjum í byrjun 21. aldar? I. Spurningarnar fékk ég snemma í ágúst síðastliðinn og ber hin fyrsta þeirra merki um þá óvissu, sem þá var í varnarsamstarfi íslands og Bandaríkjanna. Hún minnkaði og málið tók nýja stefnu hinn 13. ágúst 2003 í símtali þeirra Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og dr. Condoleezzu Rice, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta. Skýrði dr. Rice þá frá því, að Bandaríkjaforseti hefði að sinni afturkallað öll fyrirmæli um brottflutning F-15 þotna frá íslandi. Lýsti Davíð yfir ánægju með þá niðurstöðu og síðar þennan sama dag tilkynnti Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra ákvörðun forsetans á formlegan hátt. Varnarviðræðunum lauk ekki með þessum símtölum en umgjörð þeirra gjörbreyttist frá því sem var 2. maí sl. þegar ákvörðun um einhliða brottflutning þotnanna mánuði síðar var tilkynnt íslenskum stjórnvöldum. Nú er ekki lengur rætt um málið milli ríkisstjórnanna með dagsetningar yfir höfði sér og faliist hefur verið á það meginsjónarmið Davíðs, að Bandaríkjastjórn geri ekkert einhliða, þvert á móti verði málin rædd frá öllum hliðum á gagnkvæmum forsendum. Einörð andstaða Davíðs Oddssonar gegn tæknilegum hugmyndum varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna dugði til að leggja grunn að nýjum áfanga í varnarsamskiptum íslands og Bandaríkjanna. Eftir að bréf höfðu gengið á milli hans og George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og embættismenn komið saman til viðræðna á grundvelli þeirra, neitaði Davíð jafn fast og áður að málið yrði rætt áfram nema merki sæjust um ný viðhorf Bandaríkjamanna. Á meðan viðræðurnar voru á þessu stigi, lýsti ég þeirri skoðun, að með öllu væri óviðunandi fyrir okkur íslendinga að búa við samstarf við Bandaríkjastjórn, sem byggðist á þvf, að við þyrftum að sætta okkur við einhliða tæknilegar ákvarðanir innan bandaríska stjórnkerfisins. Varnarsamningurinn við Bandaríkin gerði ráð fyrir samráði og viðræðum milli stjórnvalda ríkjanna um framkvæmd hans. Af inntaki þess, hvernig staðið væri að framkvæmd samningsins mætu íslendingar þörfina fyrir hann. Davíð Oddssyni tókst að koma málinu úr hinu tæknilega fari og gera það að pólitísku viðfangsefni í samskiptum ríkjanna. Ég lýsti gildi þessara afskipta Davíðs á þennan hátt í Morgunblaðsgrein 16. ágúst síðastliðinn: „Þeir, sem hafa sýslað lengi við varnarsamstarf íslands og Bandaríkjanna, vita að meginmáli skiptir á hvaða stigi innan bandaríska stjórnkerfisins er rætt um álitamál. í raun er það aðeins innan þjóðaröryggisráðsins og undir handarjaðri Bandaríkjaforseta, þarsem allir þræðir tengjast og litið er á mál úr þeirri hæð, að sést yfir það allt. í Ijósi þessa var það hárrétt ákvörðun hjá Davíð Oddssyni að taka málið í eigin hendur og óska á móti eftir því að fá bein tengsl við Bandaríkjaforseta. í Jdví fólst hvorki vantraust á utanríkisráðuneyti Islands né Bandaríkjanna heldur var byggt á sögulegri reynslu. Davíð náði að skapa þráð inn í Hvíta húsið meðal annars með aðstoð Robertsons lávarðar, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO). Robertson varð fyrstur til þess að vekja máls á því við Bandaríkjaforseta í vikunni fyrir þingkosningarnar 10. maí að ríkisstjórn íslands væri misboðið vegna framgöngu bandarískra stjórnvalda í málinu. Varð forsetinn undrandi og hafði á orði að hann þekkti Davíð Oddsson og vildi ekki að neitt yrði gert á hans hlut. Eftir þessa yfirlýsingu forsetans fóru hjólin að snúast á annan hátt. " Ég skrifaði þessa grein í Morgunblaðið, eftir að ég heyrði í yfirliti frétta hljóðvarps ríkisins haft eftir Svani Kristjánssyni prófessor, að þróun varnarviðræðnanna við Bandaríkjamenn sýndi, að íslensku utanríkisþjónustunni hefði tekist að beygja hina bandarísku. Ég veit ekki á hverju prófessorinn byggði þessa fullyrðingu sína. Hitt er víst, að hvað sem líður ágæti íslensku bls.23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Íslenska leiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.