Íslenska leiðin - 01.11.2003, Qupperneq 27

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Qupperneq 27
útgjöldin til hermála um 11,4 milljörðum íslenskra króna á hverju ári. Þess má geta að heildarútgjöld íslenska ríkisins árið 1998 voru rúmlega 231 milljarður króna. Áætluð útgjöld til hermála næmu því um 5% af heildarútgjöldum fslenska ríkisins árið 1998. Ef við berum að lokum ísland saman við ríki sem eru svipuð að stærð, það er annars vegar álíka fjölmennt ríki, Lúxemborg, og hins vegar ríki með álíka stóran efnahag, Eistland, þá koma eftirfarandi tölur (frá árinu 1997) í Ijós: Lúxemborg heldur úti eitt þúsund manna her og leggur 0,8% af vergri landsframleiðslu til hermála en árið 1997 var verg landsframleiðsla Lúxemborgar 16,6 milljarðar dollara. Því námu útgjöld Lúxemborgar til hermála árið 1997 134 milljónum dollara eða 10,5 milljörðum króna. Á það ber þó að líta að verg landsframleiðsla í Lúxemborg var meira en tvöfalt meiri en á íslandi, 16,6 milljarðar dollara á móti 7,4 milljörðum dollara. Eistland er fjölmennara ríki en ísland, þar búa 1,4 milljónir manna. Árið 1997 hélt Eistland úti 7 þúsund manna her og lagði 1,5% af vergri þjóðarframleiðslu sinni til hermála. Verg þjóðarframleiðsla í Eistlandi var svipuð og á íslandi árið 1997 eða 7,4 milljarðar dollara. Útgjöld Eista til hermála árið 1997 voru því 111 milljón dollarar eða 8,7 milljarðar króna samkvæmt gengi dagsins í dag6. Það skal undirstrikað að útgjöld til hermála inniheldur laun og árlegt viðhald á tækjakosti auk afskrifta og endurnýjunar á eldri tækjum. Stofnkostnaður hers getur verið mun hærri sérstakle^a þar sem ekki eru framleidd hergögn á íslandi. Arin 1995-1997 keyptu Finnar hergögn erlendis frá að verðmæti 1,64 milljarða dollara, Danir fyrir 535 milljónir dollara, Norðmenn fyrir 750 milljónir dollara og Svíar fyrir 930 milljónir dollara7. Samkvæmt gengi dagsins í dag ($ = 78,4 ISK) fengu Finnar því hergögn að verðmæti 128,5 milljarða íslenskra króna, Danir fyrir 42 milljarða króna, Norðmenn fyrir tæpa 59 milljarða króna og Svíar fyrir 73 milljarða króna8. Árin 1995-1997 fengu hermálayfirvöld í Lúxemborg afhent vopn erlendis frá að verðmæti 290 milljónir dollara eða 22,7 milljarða króna og á sama tíma fengu Eistar vopn að verðmæti 55 milljónir dollara eða 4,3 milljarðar króna9. Af öllum þessum tölum má sjá að kostnaður við að halda her er mikill. Margar breytur hafa áhrif á það hve mikið ríki leggja til hermála, mannfjöldi, stærð efnahags, nauðsyn varna og verð svo eitthvað sé nefnt. Ef við göngum út frá því að álíka miklu yrði varið í íslenskan her og í þeim löndum sem hafa verið borin saman við ísland hér að framan kemur í Ijós að árlegur kostnaður af slíkum her yrði á bilinu 8,7 til 11,4 milljarðar króna. Uppbygging hers á íslandi virðist ansi stór biti en hér verður ekki metið hvort slík fjárfesting sé æskileg eða réttlætanleg heldur aðeins bent á að þessar upphæðir nema álíka miklu og liðurinn ,,Opinber stjórnsýsla" fékk í útgjaldaliðum íslenska ríkisins árið 199810. Mannfjöldi hefur einnig áhrif á styrk ríkja og varnir, að mati Handels, vegna þess að því fjölmennari sem ríki eru þeim mun stærri her geta þau mannað. Veik og fámenn ríki geta augljóslega ekki mannað jafn stóran her og risaveldin sem eru töluvert fjölmennari. Veiku ríkin geta mætt þessu vandamáli með því að halda úti hlutfallslega stærri her en önnur ríki, það er að segja að kalla hærra hlutfall þjóðarinnar til herþjónustu en önnur ríki. Það fylgir þó að ef hærra hlutfall þjóðarinnar er kallað í herinn þá verður afar erfitt að stækka hann enn frekar ef nauðsyn krefur11. Þann 31. desember árið 2002 voru íslendingar 288.471 talsins12. Hér verður ekki tekið tillit til þess hvort íslendingar haldi her eða ekki heldur aðeins hvort sá mannauður sem við búum yfir dugi okkur til að efla styrk okkar í alþjóðakerfinu á þann hátt sem Handel telur að það gerist. Ef við byrjum á að skoða stærð herja þeirra ríkja sem eru álíka fjölmenn og ísland sjáum við að herir þeirra eru yfirleitt ekki stórir. Miðbaugs-Guinea, Lúxemborg og Grænhöfðaeyjar eru með eittþúsund manna heri, Malta og Suriname halda úti tvöþúsund manna herjum, Brunei fimmþúsund og Djibouti áttaþúsund manna herjum13. Til samanburðar má geta þess að mikill mannfjöldi er augljós styrkur stórveldanna ef þau lenda í stríði þar sem þau þurfa að treysta á fjölda hermanna. Kínverski herinn var 2,6 milljón menn, sá bandaríski var 1,5 milljón menn og sá rússneski var 1,3 milljón menn14. Djibouti, Brunei, Suriname, Grænhöfðaeyjar og Miðbaugs-Guinea eru ekki ríki sem við erum vön að bera okkur saman við og þar að auki eru aðstæður töluvert frábrugðnar, sérstaklega þegar kemur að efnahag landanna. Verg landsframleiðsla Djibouti sem hélt úti stærsta hernum var 497 milljón dollarar árið 1997 eða 1140 dollarar á mann. Á sama tíma var verg landsframleiðsla íslands 7400 milljón dollarar eða 27.400 dollarar á mann15. Við skulum því líta á þau ríki sem við berum okkur hvað oftast saman við, Norðurlöndin. Norðurlöndin eru öll mun fjölmennari en ísland og því er best að skoða fjölda hermanna á hverja 1000 íbúa. Norðmenn eru með flesta hermenn á hverja 1000 íbúa eða 7,5, Finnland og Svíþjóð koma þar á eftir með 6,8 hermenn hvort á hverja 1000 íbúa en í Danmörku eru 5,5 hermenn á hverja 1000 íbúa. Ef við yfirfærum þessar tölur á Island kemur í Ijós að íslenskur her gæti verið frá 1587 til 2164 menn sé notað hæsta og lægsta hlutfall hinna Norðurlandanna. Meðaltal þeirra gefur okkur 6,65 hermenn á hverja þúsund íbúa eða 1918 menn. 2000 manna her er álíka stór og herir Möltu, Trinidad & Tobago, Suriname, Lesotho og Guyana og myndi lenda í 152. til 157. sæti (af 167) á lista bandaríska utanríkisráðuneytisins yfir fjölmennustu heri heims16. Ljóst er að styrkur íslands er mjög takmarkaður af fámenni ef litið er til kenningar Handels. 2000 manna her gæti auðvitað gert töluvert gagn við varnir landsins en ætti að öllum líkindum við ofurefli að etja ef til átaka kæmi. bls.27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Íslenska leiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.