Íslenska leiðin - 01.11.2003, Page 28

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Page 28
Eins og fram kom í upphafi þá reyna veik ríki að bæta sér skort á innri styrk með því að efla ytri styrk sinn. Meðal þess sem þau reyna er að fá sterk ríki til að ábyrgjast varnir veiku landanna eða setja upp herstöðvar á þeirra landi. Samband íslands og Bandaríkjanna má skoða með þessum hætti. ísland og Bandaríkin gerðu með sér varnarsamning árið 1951 og í honum felst að ísland lætur Bandaríkjunum í té aðstöðu hér á landi. Keflavíkurstöðin er hluti af Bandaríkjaher og er undir bandarískri herstjórn. Eftir að um það yrði tekin sérstök ákvörðun hjá Atlantshafsbandalaginu á alvarlegum hættutíma eða f ófriði, færi hluti herstyrks stöðvarinnar undir herstjórn NATO en aðrir hlutar og stöðin sjálf yrðu áfram undir bandarískri stjórn. Þangað til eru allar ákvarðanir, er varða starfsemi herstöðvarinnar, teknar af bandarískum stjórnvöldum og hernaðaryfirvöldum og á grundvelli tvíhliða samráðs við íslendinga sem byggist á varnarsamningi ríkjanna17. Varnarstöðin á Miðnesheiði telur nú um 1900 hermenn og um 2000 fjölskyldumeðlimi. Á ófriðar- og hættutímum mun varnarviðbúnaður hins vegar verða aukinn í samræmi við hættumat íslenskra og bandarískra stjórnvalda. Verulegar breytingar hafa orðið á varnarviðbúnaði landsins í samræmi við þær róttæku breytingar sem átt hafa sér stað í alþjóðamálum. Engar breytingar eru hins vegar gerðar á varnarviðbúnaði án samráðs við íslensk stjórnvöld. Á síðasta áratug var hermönnum fækkað um rúmlega þriðjung, kafbátaleitarvélum úr tólf f fimm, orrustuvélum úr átján í fjórar og allar ratsjárvélar hafa horfið á braut18. Auk þessa er ein eldsneytisvél eftir á Keflavíkurstöðinni, fjórar brynvarðar björgunarþyrlur og ein fjarskipta- og eldsneytisvél sem eru flugflotanum til aðstoðar vegna leitar og björgunar19. Starfsemi Bandaríkjahers snérist á friðartímum að langmestu leyti um eftirlit með ferðum sovéskra flugvéla, skipa og kafbáta. Hernaðarumsvif sovéska flotans á Norður-Atlantshafi náðu hámarki um miðjan níunda áratuginn. Eftir 1985 fór að draga úr hernaðarumsvifum þeirra á Atlantshafi og árin 1988-1989 varð ör samdráttur. Nú er Keflavíkurstöðin mikilvæg til að tryggja öryggi liðs- og birgðaflutninga yfir hafið, það er fyrir millilendingar vegna loftflutninga frá Norður- Ameríku til átakastaða í og utan Evrópu20. Það sem Bandaríkin fengu við það að ganga í bandalag með íslendingum var herstöð sem hefur nýst þeim afar vel en á móti fengu íslendingar hervernd sem ein og sér hefur verið ómetanleg en við hana hafa bæst tekjur vegna umsvifa Bandaríkjahers í Keflavík. Hervernd Bandaríkjanna á íslandi var vafalítið grfðarlegur styrkur á tímum kalda stríðsins þegar hin skilgreinda ógn kom frá Sovétríkjunum en í dag lýtur varnarsamningurinn að vörnum íslands gegn óskilgreindri ógnun og varnarviðbúnaðurinn verður því að vera trúverðugur, hvort tveggja hvað varðar fælingarmátt og varnarmátt21. Mikilvaegi þess að hafa hervernd Bandaríkjanna á íslandi og styrkurinn sem hlýst af þvf er afar mikill þegar haft er í huga að ógnunin er óskilgreind og að öryggishagsmunir snúast í meira mæli en áður að því að berjast gegn hryðjuverkum. Á hinn bóginn hefur staða íslands til að taka algerlega sjálfstæðar ákvarðanir í alþjóðamálum þrengst þar sem það getur verið óheppilegt að styggja Bandaríkjamenn með því að taka ákvarðanir sem þeim eru ekki þóknanlegar. íslendingar hafa því bæði fengið Bandaríkin til að ábyrgjast varnir landsins og til að setja upp herstöð á íslensku landsvæði. Smáríki á borð við ísland geta einnig reynt að tryggja stöðu sína í alþjóðakerfinu með því að taka þátt í bandalögum milli stórvelda og veikra ríkja eins og NATO er dæmi um. Atlantshafsbandalagið er eipa fjölþjóða hernaðar- eða varnarbandalagið sem ísland er aðili að ef frá er skilið Vestur-Evrópusambandið sem ísland er aukaaðili að. íslendingar hafa verið í Atlantshafsbandalaginu frá stofnun þess árið 1949 og í krafti aðildarinnar hefur íslendingum tekist að varðveita sjálfstæði landsins og fullveldi22. Varnir íslands hafa verið tryggðar um rúmlega fimm áratuga skeið með aðild að Atlantshafsbandalaginu og tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin. Þessir hornsteinar varnarstefnu íslands eru óaðskiljanlegir. ísland lætur bandalaginu og Bandaríkjunum í té aðstöðu hér á landi og eru varnarstöðin á Miðnesheiði og ratsjárstöðvarnar órjúfanlegur hluti af samræmdu varnarkerfi Atlantshafsbandalagsins23. Kjarna varnarsamvinnu Atlantshafsbanda- lagsins er að finna í 5. grein Atlantshafs- sáttmálans, þar sem fram kemur að aðildarríkin heita því að líta á árás á eitt þeirra sem árás á þau öll og þau skuldbinda sig til að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að koma hvert öðru til hjálpar, ef til árásar kemur. í þessum tilgangi og til að telja hverjum þeim hughvarf, sem hafa kynni í hyggju að ráðast á aðildarríki í Atlantshafsbandalaginu, hafa ríki þess haft nána samvinnu um varnir og starfrækt sameiginlega herstjórn24. Aðild íslendinga að Atlantshafsbandalaginu er auðvitað með þeim sérstaka hætti að íslendingar hafa ekki her og hafa þar af leiðandi ekki samið um að láta bandalaginu í té herstyrk á hættutíma eða í ófriði. Bandaríkin hafa hins vegar samið við bandalagið um að bandaríski herstyrkurinn í Keflavík fari að mestu leyti undir stjórn Atlantshafsbandalagsins á ófriðartímum25. Af þessu öllu má glöggt sjá að íslendingar hafa styrkt stöðu sína verulega með aðild að Atlantshafsbandalaginu. Þau 19 ríki sem nú eru aðilar að bandalaginu hafa ábyrgst að tryggja varnir hvers annars og koma til hjálpar sé ráðist á eitthvert eitt ríki, samkvæmt 5. grein Atlantshafssamningsins. í þessum hópi eru Bandaríkin, Bretland, Þýskaland og Noregur, þau ríki sem liggja næst Islandi og nokkur helstu herveldi heims. Aðildin að Atlantshafsbandalaginu hefur reynst íslendingum mikill styrkur, jafnvel gegn öðrum aðilum að bandalaginu. Árin 1975-1976 beitti stórveldi í Atlanshafsbandalaginu, Bretland, bls.28

x

Íslenska leiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.