Íslenska leiðin - 01.11.2003, Qupperneq 32

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Qupperneq 32
verið gert um miðjan ágúst. Kannski björguðu þeir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Davíð Oddsson forsætisráðherra því sem bjargað varð, ef svo má að orði komast, er þeir skráðu ísland á listann yfir "bandalag hinna viljugu" í aðdraganda stríðsins í írak. Með þeirri ákvörðun stóðust þeir Bush-hollustuprófið og Bush gerði sér Ijóst, þegar hann fór aftur yfir málin með ráðgjöfum sínum, að hann gat ekki með góðu móti launað smáþjóðinni greiðann með því að löðrunga hana svo í bak og fyrir þegar kom að varnarsamstarfinu. Hitt er annað mál að vel er hugsanlegt að þoturnar fari frá íslandi engu að síður - og það fyrr en síðar. Ákvörðunin um að koma til móts við óskir íslendinga var sjálfsagt ekki tekin, af því að ráðamenn í Washington hefðu raunverulega skipt um skoðun hvað það varðar að ástæða sé til að hafa þoturnar á íslandi. Líklegra er að sjónarmið þeirra í Washington sem telja ekki hægt að horfa á alla hluti út frá tæknilegum, hernaðarlegum sjónarmiðum (eins og haukarnir gera gjarnan) hafi orðið ofan á (a.m.k. tímabundið); taka þurfi mið af pólitískum þáttum einnig. Sömuleiðis er eðlilegt að menn efist um það að Bush hafi snúið sér til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna aðstæðna í írak í september 2003 vegna þess að hann hafi skyndilega gert sér Ijóst að því fari fjarri að samtökin séu ónýt í alla staði - eins og ýmsir ráðgjafar Bush hafa fært rök fyrir. Miklu heldur að Bush hafi leitað á náðir Sameinuðu þjóðanna á þessum tímapunkti af því að atburðir sumarsins bentu til að verkefnið í írak væri Bandaríkjunum einum og sér ofviða, bæði efnahagslega og í hernaðarlegum skilningi. En jafnvel þó að maður álykti að sinnaskipti í þessum málum, sem hér hafa verið nefnd, séu ekki endilega tilkomin af góðu benda þau til þess að ef til vill hafi fregnir um andlát multilateralismans í Washington verið að einhverju leyti ýktar. Þó að Bush hneigist jafnan sjálfur að unilateralisma er nefnilega Ijóst að Colin Powell utanríkisráðherra og öðrum, sem sagðir eru talsmenn multilateralismans, tekst endrum og eins að tala hann á sitt band. Þetta vekur vonir um að e.t.v. fari varnarmál íslendinga ekki á versta veg eða uppbyggingarstarfið í írak, svo dæmi séu tekin. Að menn hafi nú lært að jafnvel fyrir öflugt stórveldi eins og Bandaríkin sé útilokað að gera hlutina algerlega upp á eigin spýtur (unilaterally); þó að skjótur sigur hafi unnist í hinu eiginlega stríði í írak þurfi aðstoð annarra þjóða, jafnvel alþjóðastofnana, að koma til þegar menn reyna að tryggja pólitískan stöðugleika í landinu og reisa efnahag íraks úr rústum. Hitt er annað mál að ímynd Bandaríkjanna er nú (því miður) orðin slík á erlendum vettvangi að ýmsir trúa aðeins því versta upp á þá menn sem þar ráða ríkjum. Að hið bandaríska heimsveldi sé dæmt til að sýna þann hroka og gerræðislega yfirgang sem heimsveldi fyrri tíma oft sýndu. Kannski er þessi ímynd, sem núverandi ráðamenn í Washington hafa áunnið sér, þeirra versti óvinur í þeirri baráttu sem þeir hafa tekist á hendur í nafni friðar og frjálslyndis. ' Það er ákveðnum vandkvæðum bundið að snara enska orðinu empire yfir á íslensku. Orðið heimsveldi er býsna almennt og blæbrigðalaust, nær ekki fyllilega til þess imperíalisma sem nú er rætt um. Orðið keisaradæmi lýsir að mörgu leyti betur til hvers er verið að vísa, en gagnast þó illa af augljósum ástæðum. '' "America and Empire", The Economist, bls. 18-20. ''' "Fækkað í herliði Bandaríkjanna í Þýskalandi", Morgunblaðið 17. júní 2003. 'v Edward Rhodes, "The Imperial Logic of Bush 's Liberal Agenda", Survival, vol. 45, no. 1, bls. 143. v Setningin hljóðar svona á frummálinu: "The achievement of a peaceful, liberal world order requires not simply American power, and not simply American military power, but a global American military hegemony." Rhodes, bls. 133-134. vi Varnarmálasérfræðingurinn Lawrence J. Korb rakti í athyglisverðu samtali við Morgunblaðið sögu togstreitunnar milli unilateralisma og multilateralisma innan repúblikanaflokksins bandaríska. "Bush er enn að þroskast og læra", Morgunblaðið, 13. nóvember 2002, bls. 31. vii Ivo H. Daalder, "The End of Atlanticism", Survival, vol. 45, no. 2, sumar 2003, bls. 155. viii "Greiðslur vegna hernaðaraðstoðar frystar", Morgunblaðið 2. júlí 2003. ix Ivo H. Daalder, "The End of Atlanticism", bls. 152. x Michael T. Corgan, "Bandaríkjamenn og varnarsamningurinn", Morgunblaðið, 14. júní 2003, miðopna. xi Ivo H. Daalder, "The End of Atlanticism", bls. 159. UlJ FRAMSÓKNARFLOKKURINN bls.32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Íslenska leiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.