Íslenska leiðin - 01.11.2003, Qupperneq 33
Mörkin milli hugsjóna og hagsmuna
Viðtal við Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, 5. sept.
Nú var töluverð andstaða meðal almennings
(þ.m.t. innan Framsóknarflokksins) gegn
aðgerðum bandamanna í írak. Þegar
ákvörðunin var tekin um að ísland tæki þátt í
bandalagi hinna viljugu þjóða, hvaða þættir
lágu að baki þeirri ákvörðun og hversu þungt
vó almenningsálitið í því ferli?
Utanríkisráðherra, og ráðherrar á hverjum tíma,
bera þá ábyrgð að taka ákvarðanir sem að séu í
samræmi við langtímastefnumótun í
utanríkismálum og hagsmuni íslands til lengri tíma
litið. Það sem vó þyngst var sú staðreynd að
alþjóðasamfélagið hafði samþykkt það margoft að
afvopna Saddam Hussein. Það var Ijóst að hann
hafði yfir gjöreyðingarvopnum að ráða, þó að þau
hafi ekki fundist. Við vorum þeirrar skoðunar að
það væri fullreynt að ná samstöðu innan
Öryggisráðsins um aðgerðir. Þess vegna væri það
rétt af Bretum og Bandaríkjamönnum að grípa
þarna inn í. Ástandið í írak var skelfilegt, þar voru
lýðréttindi fótum troðin, fólk tekið af lífi á hverjum
einasta degi og sá harðstjóri sem þar réði ríkjum
var að okkar mati hættulegur öryggi heimsins. Við
höfum þar fyrir utan ávallt átt mjög náið samstarf
við Breta og Bandaríkjamenn í öryggis- og
varnarmálum. Þeir hafa reynst okkur mjög vel í
gegnum tíðina og við höfum átt mikla samstöðu
með þeim. Það er alveg Ijóst að menn taka tillit til
slíkra hluta í samskiptum þjóða. Þetta var þess
ráðandi að við tókum þessa afstöðu. Hún var hins
vegar mjög erfið, ekki síst vegna mikillar andstöðu
hér innanlands. Þá ekki síst vegna þess að þetta
gerðist í aðdragandi kosninga. Við vorum í
svipaðri aðstöðu í kosningunum þar á undan þegar
að ákveðið var að ráðast á fyrrum Júgóslavíu
vegna pyntinga þeirra og morða í Kósóvó. Það var
mikil andstaða við þá ákvörðun hér heima á
íslandi. Ég varð þess var að það skaðaði mig
verulega í þeirri kosningabaráttu, þ.e. árið 1999.
Þetta mál skaðaði mig einnig í síðustu
kosningabaráttu. Ég er hér vegna þess að mér er
treyst fyrir því að taka afstöðu á grundvelli þess
sem ég tel vera rétt, en ekki á grundvelli
skoðanakannana.
Nú er oft talað um að alþjóðastjórnmál gangi
út á hagsmuni en ekki hugsjónir. Telur þú að
ísland hafi þurft að fórna hugsjónum til að
tryggja utanríkispólitíska hagsmuni sína?
Það er alltaf spurningin hvar mörkin séu á milli
hugsjóna og hagsmuna. Hugsjónir eru
mikilvægasta grundvallaratriðið í stjórnmálum. Til
þess að ná hugsjónum þarf, þá þurfa menn
stuðning. Menn þurfa bandamenn og það þurfum
við alltaf að hafa í huga. Við gerum lítið einir, við
íslendingar. Þegar við höfum verið að berjast fyrir
okkar mikilvægustu hagsmunum, okkar landhelgi
og okkar sjálfstæði, áhrifum okkar á
alþjóðavettvangi, þá höfum við náð því fram í
samvinnu við aðra. Þegar við vorum að berjast
fyrir sérstöðu okkar á grundvelli Kyoto-
samningsins, þá þurftum við samstöðu við aðra.
Þess vegna blandast þetta ávallt saman. Þú kemur
engum af þínum hugsjónum fram, ef þú hefur
engan skilning á hugsjónum annara. Ég er þeirrar
skoðunar að við höfum engu fórnað af okkar
hugsjónum. Með því að sýna vilja og hugsjónum
annara einhvern skilning, þá erum við betur í slag
búin til þess að koma okkar eigin hugsjónum fram.
Til að tryggja áframhaldandi varnarsamstarf
við Bandaríkin, þ.e.a.s. viðveru
flugsveitarinnar í Keflavík, myndir þú skrifa
undir samning við Bandaríkjamenn um
undanþágu bandarískra þegna frá lögsögu
alþjóðastríðsglæpadómstólsins?
Ég vil ekki blanda þessum málum saman. Þeim
hefur ekki verið blandað saman. Ég hef skilning á
áhyggjum Bandaríkjamanna út af þessu máli. Það
er okkur, sem höfum unnið að framgangi
alþjóðastríðsglæpadómstólsins, mikilvægt að
Bandaríkin verði með. Það er aðalatriðið. Ég
vænti þess að það náist samkomulag um þetta
mál. Bandaríkjamenn hafa farið þess á leit við
okkur að við gerum við þá tvíhliða samning. Við
höfum hafnað því. Því hefur á engan hátt verið
blandað saman við varnarmálin og ekki nefnt af
þeirra hálfu í því samhengi.
Hefur utanríkisráðuneytið látið meta
mögulegar hættur sem steðja að íslenska
ríkinu? Ef svo er, veitir varnarsamningurinn
nægilegt öryggi gagnvart þeim, þ.m.t. ef
flugsveitin í Keflavík hyrfi á brott?
Að okkar mati eru loftvarnir nauðsynlegar íslensku
öryggi og öryggi á Norður-Atlantshafi. Um það er
ekki ágreiningur við Bandaríkin. Þeir eru þeirrar
skoðunar að loftvarnir séu nauðsynlegar á þessu
svæði. Norðmenn eru með flugvélar, Bretar og
Danir einnig. Ágreiningurinn snýst um
skoðanamun á því máli að hver miklu leyti er
nauðsynlegt að staðsetja slíkan varnarbúnað á
íslandi, hvort að það sé nægilegt að hann sé
staðsettur í mikilli fjarlægð, t.d. ef hann væri í
Bandaríkjunum sjálfum eða Bretlandi og hægt
væri að kalla þann varnarviðbúnað fram, ef á þyrfti
að halda. Það er Ijóst í okkar huga að hætturnar
hafa gjörbreyst, en það sem er þar efst á blaði er
hið óvænta. Þú verður að vera viðbúinn hinu
óvænta. Stærstu hætturnar felast í hryðjuverkum,
bls.33