Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 36

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 36
Lýðgæsla og ný varnaráætlun I t September 2003 Einar Karl Haraldsson ráfigjafí. Umræður um varnar- og öryggismál á íslandi hafa lengi verið hálfgerð feimnismál. í þeim skiptast á langar þagnir og einstaka rokur þar sem atburðir i alþjóðamálum eða yfirvofandi ákvarðanir Bandaríkjastjórnar vegna herstöðvarinnar í Keflavík koma við kvikuna. Umræðan er því aðallega viðbrögð við utanaðkomandi áhrifum fremur en sjálfstæð viðleitni til stefnumótunar. Það er lofsvert framtak hjá stjórnmálafræðinemum að helga rit sitt umræðu um öryggis- og varnarmál og vonandi teikn um að uppvaxandi kynslóð muni ryðja nýjum viðhorfum braut. Hér á eftir verður gerð tilraun til þess að reifa öryggismál út frá íslensku sjónarhorni en að mestu sleppt víðara sjónsviði heimskringlunnar. Meginstoðir utanríkisstefnu íslands eru norræn samvinna, náin Evrópusamvinna, þátttaka í Atlantshafsbandalaginu, varnarsamningurinn við Bandaríkin og öflugt samstarf á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Af þessum stoðum stendur varnarsamningurinn veikast um þessar mundir og því eðlilegt að öryggis- og varnarmál séu á dagskrá. I stað þess að leggjast í sögulega upprifjun og í gamlar skotgrafir verður þess freistað að orða kjarna máls, sem gæti verið sameiginlegur útgangspunktur í umræðu sem skilaði samsýn og samstöðu hjá smáþjóð sem þarf á öllu sínu að halda í umróti alþjóðastjórnmála. Reyna má að orða níu grundvallarsetningar sem gætu verið leiðarsteinar okkar í umræðunni: 1) Við eigum að líta á gæslu öryggishagsmuna þjóðarinnar sem varanlegt viðfangsefni. 2) Við ættum að forðast það að blanda saman í umræðum um öryggi og varnir íslands tímabundnu mati á einstökum atburðum á alþjóðavettvangi annars vegar o g grundvallarviðhorfum um varanlega öryggishagsmuni lands og þjóðar hins vegar. 3) íslendingum ber sem sjálfstæðri þjóð skylda til að sýna og axla ábyrgð í varnar- og öryggismálum, annars erum við ekki fullgildir þáttakendur í samfélagi þjóðanna. 4 ) Það er frumskylda sérhverrar ríkisstjórnar að sýna fram á, að hún hafi gert áætlanir til að verja borgara sína og land. Til frambúðar er ekki unnt að setja allt s i t t traust í því efni á Bandaríkjamenn. 5) Að því leyti sem hervarnir eru taldar nauðsynlegar til þess að tryggja öryggi lands og þjóðar og koma í veg fyrir að hernaðarlegt tómarúm myndist við ísland byggjast samningar um öryggistryggingar við önnur ríki eða samtök á sameiginlegu mati á öryggishagsmunum og gagnkvæmum varnarhagsmunum en ekki á greiðslum fyrir málalið eða pólitískri þjónkun á alþjóðavettvangi. 6) Sérstaklega verður nú sem fyrr mikilvægt að tryggja óslitna öryggis-, eftirlits-, björgunar og varnarkeðju yfir Atlantshafið frá Norður-Ameríku til Noregs. 7) Ef íslendingar þurfa að axla fjárhagslegar byrðar vegna eigin varna og öryggis, eigum við að gera það með því að taka sjálfir að okkur skilgreinda þætti á þessum sviðum. 8) Gæslu öryggishagsmuna þjóðarinnar verður ekki sinnt nema hugað sé að því að þ j á I f a íslendinga til friðargæslu, björgunar- og öryggisstarfa. 9) Stefna ber að því að koma á fót námsbraut í öryggis-, friðar- og björgunarmálum á framhaldsskólastigi og kennslu og rannsóknum á þessum sviðum á háskólastigi. Að axla stærra hlutverk Ekki er blöðum um það að fletta að við höfum vanrækt að ræða í þaula grundvallarviðhorf um varanlega öryggishagsmuni lands og þjóðar. Hins vegar voru gerðar tillögur í greinargerð starfshóps innan untanríkisþjónustunnar árið 1999 - Öryggis og varnarmál við aldamót - þar sem tilhlaup er gert í þessa veru. Þar eru settar fram tillögur sem snúast á mæltu máli um að við eigum með margvíslegum hætti að undirbúa okkur undir það að axla stærra hlutverk, einir eða í samstarfi við aðrar þjóðir, í vörnum landsins. Og þá er fyrst og fremst verið að tala um þætti í öryggismálum sem sjálfstæð þjóð getur ekki með nokkurri sanngirni ætlast til að aðrar þjóðir sinni. Hér er verið t.d. að tala um löggæslu og eftirlit á flugvöllum og í höfnum, varnir gegn hryðjuverkum, þróun almannavarna, björgunarstörf, æfingar sem snerta varnaráætlun landsins og eftirlit á hafinu kringum landið. Lýst er eftir mati á þeim raunverulegu hættum sem stjórnkerfi og mannvirkjum kunni að stafa af hermdar- og hryðjuverkastarfsemi, skipulagðri alþjóðlegri glæpastarfsemi og útbreiðslu gereyðingarvopna. Það er talað um að stjórnvöld þurfi að hafa sem mesta burði til þess að fylgjast með og bregðast við starfsemi öfgahópa og halda þurfi áfram uppbyggingu sérsveitar lögreglunnar. bls.36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.