Íslenska leiðin - 01.11.2003, Blaðsíða 43
Breytt heimsmynd Bush
tEiríkur Bergmann Einarsson,
stjármalafr^ingur við H.í.
Samskipti Bandaríkjanna og Evrópuríkja í
utanríkismálum hafa kólnað að undanförnu og á
tímabili nálgast frostmark. Bandaríkin hafa í
síauknu mæli farið fram með einhliða aðgerðum á
alþjóðavettvangi og lítið lagt upp úr því að hafa
alþjóðasamfélagið með í ráðum, - nema þá aðeins
þegar það hentar sérstaklega. Og þá virðist
handfylli bandalagsþjóða oft duga til að réttlæta
aðgerðir. Jacques Chirac Frakklandsforseti hefur til
að mynda látið hafa eftir sér að innrás
Bandaríkjanna og bandalagsþjóða þeirra í írak, án
samþykkis Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, hafi
leitt til mestu kreppu sem alþjóðasamfélagið hefur
staðið frammi fyrir á þeim vettvangi.
Vaxandi gjá
Gjáin milli Evrópu og Bandaríkjanna verður sífellt
augljósari á alþjóðavettvangi. Það ruglar þó
myndina að Evrópuríkin voru klofin í afstöðu sinni
til innrásarinnar f írak. Til að mynda stóð Bretland
þétt við hlið Bandaríkjanna meðan Frakkland og
Þýskaland lýstu ítrekað andstöðu við stríðið. En
almennt má segja að einhyggjustefna
Ameríkuveldisins hafi leitt til þess að þeir eru að
einangrast frá fyrrum bandamönnum í Evrópu.
Heimsmyndin er að breytast.
Leiða má líkum að því að einhyggjustefna
Bandaríkjanna verði til að flýta fyrir framþróun
hinnar sameiginlegu utanríkisstefnu
Evrópusambandsins. Þessi þróun skiptir miklu fyrir
okkur íslendinga en utanríkistefna Islands hefur í
raun hingað til falist í því að spila til skiptis á
Bandaríkin og Evrópu, allt eftir því hvað hentar
best hverju sinni, leitast er við að öðlast hámarks
ávinning fyrir lágmarks framlag. Skoðum fyrst þær
breytingar sem orðið hafa á utanríkisstefnu
Bandaríkjanna sem rekja má til valdatöku George
W. Bush
Realistinn Bush
Sú þróun sem átt hefur sér stað á utanríkisstefnu
Bandaríkjanna í átt til einhliða aðgerða þarf ekki
að koma svo ýkja mikið á óvart. Þegar Bush komst
til valda markaðist val hans á ráðherrum einkum af
því að hann hafi viljað með skipan þeirra vinna upp
eigið reynsluleysi sem var altalað á þeim tíma. Þeir
sem fjallað hafa um stjórnunarstíl Bush hafa enn
fremur sagt að hann treysti meira á ráðgjafa en
aðrir leiðtogar. í greiningu sem vikuritið Economist
birti skömmu eftir valdatöku hans var stjórn Bush
skipt uppí þrjú lög. í innsta kjarna eru þungavigtar
íhaldsmenn af gamla skólanum, sem áttu að móta
helstu efnahags- og utanríkisstefnu Bandaríkjanna
næstu fjögur árin. Þetta eru náungar sem þjónuðu
í ríkisstjórn Bush eldri og sumir þjónuðu jafnvel
Ford gamla fyrir aldarfjórðungi. Næsta lag skipa
svo góðir og gegnir kristilegir hægri-íhaldsmenn
sem eiga að vinna að helstu innanríkismálum. Ysta
lagið er svo skipað losaralegri hópi sem hefur
minni áhrif, en þar kennir ýmissa grasa.
Þegar ríkisstjórnin er skoðuð í þessu Ijósi
heldur Economist því fram að hér sé á ferðinni
mun íhaldssamari stjórn en ætla mætti við fyrstu
sýn. Við rýni í utanríkisstefnu Bush er samkvæmt
þessu mest um vert að skoða kappana sem skipa
innsta hringinn. Til helstu utanríkisráðgjafa Bush
teljast nokkrar helstu stórkanónur kalda stríðsins.
Menn á borð við Donald Rumsfeld
varnarmálaráðherra, Paul Wolfowitz
aðstoðarvarnamálaráðherra, Dick Cheney
varaforseta og Colin Powell utanríkisráðherra.
Nálgun þeirra til utanríkismála hefur í
alþjóðastjórnmálafræðum verið flokkuð undir hatt
realismans.
"Realism vs. Liberal internationalism"
Með nokkurri einföldun má skipa kenningum um
alþjóðapólitík upp í tvær gagnstæðar nálganir:
Annars vegar eru það realistar sem telja að
skýringa á breytingum í alþjóðakerfinu sé fyrst og
síðast að finna í samskiptum ríkjanna sjálfra. Hins
vegar höfum við svokallaða liberal
internationalista, eða frálslynda alþjóðasinna, —
en nálgun ríkisstjórnar Bill Clinton í alþjóðamálum
hefur frekar verið á þeim nótum. Frjálslyndir
alþjóðasinnar halda því fram að alþjóðakerfið sé
ekki aðeins samtala ríkjanna sem það mynda,
heldur búi alþjóðakerfið í sjálfu sér yfir
einhverskonar viðhorfum og gildum sem hafa áhrif
þvert yfir landamæri fullvalda ríkja. Samkvæmt
kenningunni eru sumsé fleiri gerendur í kerfinu en
bara ríki sem hafa áhrif á þróun alþjóðakerfisins.
Kenningin heldur því fram að til séu einhver
sameiginleg alþjóðleg gildi sem nú á tímum byggja
á hugmyndum um frelsi, lýðræði og mannréttindi.
Samkvæmt þessu eiga fullvalda ríki nú fyrir
margra hluta sakir sífellt erfiðara með að standa
gegn alþjóðlegum straumum og stefnum. Því er
það ekki eingöngu valdaþarátta ríkjanna í
alþjóðakerfinu sem skýrir alþjóðlega þróun. Til að
ná árangri í alþjóðakerfinu þurfa ríkin að leggja
áherslu á alþjóðasamvinnu sem byggir á
málamiðlunum en ekki eingöngu á krafta- og
valdapólitík
Ef marka má hegðun
utanríkismálagengisins sem Bush styðst við, þá
virðist Bush-stjórnin frekar vera höll undir nálgun
realista, en það er í raun sú stefna sem hefur verið
bls.43