Íslenska leiðin - 01.11.2003, Síða 45

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Síða 45
Utanríkisstefna ESB Sá tími kann að koma að við íslendingar viljum frekar halla höfði okkar að Evrópu þegar kemur að varnar og utanríkismálum og því er vert að fara nokkrum orðum um utanríkisstefnu Evrópusambandsins. Stefnan, sem enn er í mótun og í raun á frumstigi, skiptist annars vegar í viðskiptastefnu gagnvart þriðju ríkjum og hins vegar í sameiginlega utanríkis- og varnarstefnu og þróunaraðstoð. Utanríkismál eru að mestu á forræði aðildaríkjanna sjálfra og þau tala ekki einni röddu í utanríkismálum eins og svo bersýnilega kom í Ijós í íraksdeilunni þegar til að mynda Bretar og Frakkar voru á öndverðum meiði. Fræg eru ummæli Henrys Kissinger fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem spurði í hvern forseti Bandaríkjanna ætti að hringja ef hann vildi tala við Evrópu. Við þeirri spurningu hefur ekki enn fengist svar sem samkvæmt nýjum stjórnarskrárdrögum sem nú liggja fyrir ríkjaráðstefnu ESB er gert ráð fyrir að komið verði á embætti forseta Ráðherraráðs ESB og sérstökum utanríkisráðherra. Að undanförnu hefur samstarf Evrópusambandsins á sviði utanríkismála verið að aukast til muna og í Maastricht sáttmálanum frá 1992 er fyrst kveðið á um stefnuna. Sameiginleg utanríkis- og varnarstefna Evrópusambandsins fellur undir aðra stoð ESB sem starfar á milliríkjagrunni. Það merkir að Evrópudómstóllinn nær til að mynda ekki yfir ágreiningsefni sem falla undir utanríkisstefnuna. Ákvarðanir í Ráðherraráði ESB sem lúta að hermálum eru teknar samhljóða en aukinn meirihluti er látin duga í minniháttar málum. Markmið stefnunnar er að tryggja öryggi ESB; vernda sameiginleg gildi, grundvallarhagsmuni, sjálfstæði og trúverðugleika ESB. Auk þess er stefnunni ætlað að stuðla að friði í Evrópu og heiminum öllum. Til að ná þessum markmiðum hefur til að mynda verið komið á fót háttsettum fulltrúa í utanríkismálum sem hefur það hlutverk að samræma stefnumál ESB og aðildarríkjanna. í utanríkisstefnu Evrópusambandsins er beitt samræmdum aðgerðum til að fylgjast með alþjóðlegum deilumálum og reynt að greina samevrópska hagsmuni í alþjóðlegum úrlausnarefnum. Ætlast er til að Evrópusambandsríkin reyni að móta sameiginlega afstöðu til alþjóðlegra deilumála og beiti sameiginlegum aðgerðum. Sendinefndum ESB og aðildarríkjanna í heiminum er gert að vinna saman í auknu mæli í þessum tilgangi og ráðgert er að koma á varnarmálastefnu í einhverri mynd. í helstu átakamálum sem komið hafa upp í álfunni á síðastliðnum árum, til að mynda gagnvart aðgerðum í Bosníu, Kósovó og írak hefur þetta ekki tekist og sameiginlega utanríkisstefnan reynst gagnslítil. Á leiðtogafundi í Helsinki árið 1999 var samþykkt að koma á sameiginlegri vopnaðri evrópskri viðbragðssveit, eða hraðliði, sem skipað verði um sextíu þúsund hermönnum. Ekki verður um nýja hersveit að ræða heldur verður hún samansett af hermönnum úr herjum aðildarríkjanna og er þeim helst ætlað að sinna friðargæsluverkefnum á þeim svæðum sem samkomulag næst um það innan Ráðherraráðsins. Pú ert kominn á slóðina - eftirleikurínn verður auðveldur bók/ai&. /túdervtfc. bls.45

x

Íslenska leiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.