Íslenska leiðin - 01.11.2003, Qupperneq 46

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Qupperneq 46
Framtíðarstefna íslands í varnarmálum Steingrímur J. Sigfússon fanraður Vinstrihreyfingaídrinar - Grsais frarboðs cg fulltrúi í utcrcríkisrálanefnd Til að svara spurningunni um það hver eigi að vera framtíðarstefna íslands í öryggismálum verður að setja hlutina f stærra samhengi. Svarið hlýtur að taka mið af legu landsins og svæðisbundnum aðstæðum í okkar heimshluta bæði landfræðilegum og pólitískum en einnig af aðstæðum og þróun mála í heiminum öllum. Ekki síst hlýtur hver og einn að svara spurningunni út frá grundvallarviðhorfum sínum til þess hvernig æskilegt sé að framtíð öryggismála í heiminum þróist og með hvaða aðferðum friður, stöðugleiki og almennt öryggi jarðarbúa verði best tryggt. Hér á eftir verður leitast við að fara í gegnum hlutina í þessari röð og tengja lykilspurninguna um framtíðarstefnu og stöðu íslands inn í stærra samhengi alþjóðamála með sérstöku tilliti til öryggismála, ekki síst átakanna sem jafnan standa milli vígbúnaðar og hernaðarhyggju annars vegar og viðleitni til afvopnunar og friðargæslu á öðrum grundvelli hins vegar. Staða íslands. Gegnum aldirnar hefur landfræðileg lega íslands og sú staðreynd að landið er eyja úti f miðju norðanverðu Atlantshafi verið okkur náttúruleg vörn fyrir þeim hörmungum ófriðar og styrjalda sem ýmsar landluktar þjóðir í Evrópu og fleiri heimsálfum hafa mátt þola. Þetta ásamt fámenni þjóðarinnar og vopnleysi gerði það að verkum að við ógnuðum engum og það hefur lengstum verið okkar besta vörn. Þessi staða breyttist ekki að ráði fyrr en siglingaleiðin yfir Norður-Atlantshaf öðlaðist stóraukið hernaðarlegt gildi í síðari heimsstyrjöldinni og lofthernaður kom til sögunnar fyrir alvöru. Langdrægni flugvéla var takmörkuð lengi framan af og millilending því nauðsynleg til eldsneytistöku þannig að komast mætti t.d. á milli meginlands Evrópu og Norður- Ameríku. Þetta gerði það að verkum að tekið var að líkja íslandi við risastórt fljótandi flugmóðurskip f miðju norðanverðu Atlantshafi. Enginn deilir um að lega íslands skóp landinu hernaðarlegt mikilvægi frá tímum seinni heimsstyrjaldar eins og áður sagði og einnig meðan kalda stríðið rann sitt skeið. Áhrifasvæði stórveldanna, Bandaríkjanna og NATO-ríkjanna annars vegar og Sovétríkjanna og Varsjárbandalagsins hins vegar, mættust á nálægum norðurslóðum. Staða íslands er að þessu leyti gjörbreytt á nýjan leik. Kalda stríðið er liðið undir iok. Varsjárbandalagið er horfið af sjónarsviðinu og fyrrum aðildarríki þess sum þegar gengin í NATO, önnur á leiðinni þangað inn og/eða í Evrópusambandið. Önnur lönd, sem áður tilheyrðu áhrifasvæði Sovétríkjanna og þ.á.m. Rússaland sjálft, eru í ýmiss konar samstarfi við Vesturlönd á sviði öryggismála. Tæknilega hefur þróunin einnig verið ör. Langdrægi flugvéla gerir það að verkum að millilendingarstaður til eldsneytistöku í miðju Atlantshafinu er nú óþarfur og tilkoma gervihnatta og nýrra möguleika f fjarskiptum og við öflun upplýsinga gerir aðstöðu á jörðu niðri miklu sfður nauðsynlega en áður var. Það sem mestu máli skiptir er þó einfaldlega stjórnmálaþróunin eins og hún hefur orðið í okkar heimshluta og sumpart í heiminum öllum sl. 12-15 ár. Norðursvæðin og þ.m.t. öll lönd í mörg þús. km. radíus út frá íslandi eru ekki lengur sá vettvangur spennu og mögulegra átaka milli ríkja sem þau voru eða litu út fyrir vera á tímum kalda stríðsins. Mönnum gengur enda ákaflega illa að benda á það frá hverju eða hverjum íslandi stafi ógn. í því sambandi er helst talað um hryðjuverk. Það er á hinn bóginn heldur léleg röksemdafærsla fyrir nauðsyn vígbúnaðar í hefðbundnum skilningi því Ijóst er að menn verjast ekki hryðjuverkaógn með gamaldags vígtólum á jörðu niðri né með herstöðvum. Þar þurfa aðrir hlutir að koma til. Fyrst og fremst verður að beina sjónum að rótum vandans og reyna að uppræta andrúmsloft eða jarðveg haturs og ofstækis sem myndar gróðrarstfu fyrir hryðjuverk, en að því verður nánar vikið síðar. Loks er rétt að nefna til sögunnar þróun í vígbúnaði og vopnatækni sem gerir allar hugmyndir um að smáríki hafi bolmagn til að byggja upp hernaðarmátt sem einhverju máli skipti ennþá fjarlægari en áður. Eins og við jarðarbúar þekkjum því miður allt of vel frá nýjustu stríðum háðum í beinni útsendingu eru nútímastrfð að miklu leyti háð með hátæknivopnum úr mikilli fjarlægð. Loftárásir eru gerðar úr mikilli hæð með háþróuðum sprengjum eða stýriflaugum er skotið frá herskipum úr mörg hundruð km. eða jafnvel þús. km. fjarlægð. Þá stoðar lítt fátæklegur, hefðbundinn eða gamaldags viðbúnaður á jörðu niðri. Sífellt eru til umræðu enn tæknilegri vopn, jafnvel ný kynslóð ofurvopna og í Bandaríkjunum eru haukarnir enn þá við sama heygarðshornið með hugmyndir um stjörnustríð. Við þessar aðstæður finnst undirrituðum augljósara en nokkru sinni fyrr að ísland eigi að skipa sér á bekk með þeim þjóðum sem berjast fyrir breyttum áherslum og uppbyggingu nýs alþjóðlegs og lýðræðislegs öryggisgæslukerfis í bls.46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Íslenska leiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.