Íslenska leiðin - 01.11.2003, Side 51
vert að nefna kenningar Anne Phillips sem hefur
fjallað ítarlega um mikilvægi þátttöku kvenna á
opinberum vettvangi. Hún færir fjögur meginrök fyrir
þýðingu aukinnar þátttöku þeirra:
Fyrst nefnir hún mikilvægi fyrirmyndarinnar. Til að
konur geti talið sig eiga jafnt erindi og karlar inn á
alþjóðavettvang og í umræður um stríð, frið og
öryggi og sæki þangað í auknum mæli skiptir miklu
máli að þar séu konur fyrir. í öðru lagi nefnir Phillips
óréttlætið sem fylgir því að aðeins helmingur
mannkyns taki jafnan þátt í ákvörðunum sem varða
allt samfélagið. í þriðja lagi skiptir þátttaka kvenna
máli vegna þess að án hennar hljóta sérstakir
hagsmunir kvenna ekki áheyrn. í fjórða stað þá hafa
konur og karlar ólíka sýn á stjórnmál og aukin
þátttaka kvenna mun því auka gæði
stjórnmálaumræðu.
Loks má nefna tilmæli öryggisráðsins til
framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um að
uppfylla fyrirheit sín um aukna þátttöku kvenna í
ákvarðanatöku við friðarumleitanir og friðarferli og
tilnefna jafnframt fleiri konur í stjórnunarstöður innan
Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. sem yfirmenn
friðargæsluverkefna. Framkvæmdastjóri er
ennfremur krafinn þess að auka hlut og framlag
kvenna í vettvangsverkefnum Sameinuðu þjóðanna
(field operations), sérstaklega í röðum
hernaðareftirlitsmanna, borgaralegrar lögreglu,
mannréttinda- og mannúðarstarfsfólks.
Eftirfylgni og staðan í dag
Ályktun 1325 er ekki tæmandi. Ákvæði vantar um
skilvirkari framkvæmd og skýrari ábyrgð. Ályktunin
kveður á um eftirfylgni öryggisráðsins en forsenda
þess er streymi upplýsinga frá framkvæmdastjóra til
ráðsins. Fram til þessa hefur framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna ekki uppfyllt upplýsingaskyldur
sínar til öryggisráðsins, þ.e. fjallað um samþættingu
jafnréttissjónarmiða í almennum skýrslum sínum til
ráðsins, og komist upp með það þar sem eftirfylgni af
hálfu ráðsins er ekki fyrir hendi. í ályktunina skortir
tilfinnanlega ákvæði um heildstætt eftirlit auk þess
sem sérstakir eftirlitsaðilar með framkvæmd ákvæða
hennar eru hvergi tilgreindir.
Öryggisráðið hefur sjálft sýnt tregðu við málið sem
skín meðal annars úr orðalagi ályktunarinnar sjálfrar.
Einnig hefur þessarar tregðu gætt við eftirfylgni
ráðsins við ályktunina. Af tæplega 200 ályktunum
öryggisráðsins sem samþykktar hafa verið frá
októberlokum 2000 hafa einungis 11 ályktanir vísað
með einum eða öðrum hætti til ályktunar 1325 um
konur, frið og öryggi. Framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna hefur ekki verið krafinn upplýsinga um
framkvæmd samþættingar jafnréttissjónarmiða í
friðargæsluverkefnum ráðsins. Loks má einnig nefna
að enn komast konur á dagskrá öryggisráðsins
einungis einu sinni á ári. Það er í „afmælisumræðum",
þ.e. umræðum í lok október hvers árs til að minnast
tímamótanna, þeim árafjölda sem liðinn er frá því
ályktunin var samþykkt í lok október 2000. Að þessu
sögðu, og þrátt fyrir að ályktanir öryggisráðsins hafi
alþjóðlegt lagagildi, er gildi ályktunar 1325
takmarkað. Það skiptir því miklu máli að innan
ráðsins séu þjóðir sem haldi ályktuninni og efni
hennar á lofti.
Jafnréttismál innan Sameinuðu þjóðanna sjálfra eru
einnig verð nánari athugunar. Á undanförnum árum
hefur mikið verið rætt um jafnan hlut karla og kvenna
í æðstu áhrifastöðum innan Sameinuðu þjóðanna. í
ársbyrjun 1998 voru konur aðeins 37% starfsfólks
samtakanna. í stöðum aðstoðar-framkvæmdastjóra
eða á æðra stigi á sama tíma voru konur 13%. Á
æðstu stöðum er jafnri stöðu kynjanna verulega
ábótavant. Eftirfarandi er greining á stöðu mála í
september 2003 sem skoða má sem vísbendingum
ástandið innan Sameinuðu þjóðanna allra:
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skipar
sjálfur í stöður sérlegra sendifulltrúa (special
representatives), sendimanna (personal
represetatives), og sendiherra með envoystigi
(envoys). í dag eru þetta samtals 68 stöður.
Stöðurnar skipa átta konur en sextíu karlar. Nánari
greining leiðir í Ijós að einungis þrjár kvennanna eru
sérlegir sendifulltrúar, ein fyrir Georgíu sem er talið
Kynjaskipting sendinefnda í öryggisráðinu árið 2003
Riki Starfsmenn KK KVK
Angóla 9 7 2
Bandaríkin 26 20 6
Bretland 19 13 6
Búlgaría 11 8 3
Chíle 15 12 3
Frakkland 4 3 1
Gínea 7 7 0
Kamerún 17 13 4
Kína 13 11 2
Mexíkó 14 9 5
Pakistan 11 11 0
Rússland 19 19 0
Spánn 12 9 3
Sýrland 7 7 0
Þýskaland 19 15 4
Samtals 203 164 39
Tafla 2
* Hér eru einungis taldir þeir starfsmenn sem aðildarríki öryggisráðsins hafa
sérstaklega gefið upp að starfi gagnvart öryggisráðinu. Byggir á ýmsum
gögnum frá Sameinuðu þjóðunum, ágúst 2003.
Kynjaskipting sendinefnda smárikja í öryggisráðinu
Ríki Starfsmenn* KK KVK Tímabil
Grænhöfðaeyjar 4 4 0 1992-1993
Costa Rika 6 4 2 1997-1998
Danmörk 6 6 0 1985-1986
Finland 6 3 3 1989-1990
irland 14 10 4 2001-2002
Jamaica 7 3 4 2000-2001
Máritíus 10 7 3 2001-2002
Noregur 14 12 2 2001-2002
Singapore 12 7 5 2001-2002
Slóvenía 7 4 3 1998-1999
Svíþjóð 11 9 2 1997-1998
Samtals 97 69 28
Tafla 3
* Á síðara ári viðkomandi timabila. Byggir á fjölmörgum gögnum frá
Sameinuðu þjóðunum.
eitt af veigaminnstu embættunum, og hinar tvær eru
fulltrúar mannréttindamála (Human Rights
Defenders) og Skóla Sameinuðu þjóðanna (United
Nations International School). Hinar fimm eru í
eftirfarandi stöðum: tvær eru aðstoðar sendifulltrúar
gagnvart Eþíópíu/Eritreu og Lýðveldinu Kongó, ein er
sérlegur aðstoðarmaður vegna alnæmi/eyðni í Asíu,
ein er aðstoðarkona sendinefndar í Gvatemala og sú
bls.51