Íslenska leiðin - 01.11.2003, Síða 59

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Síða 59
sannanir. Telurðu að þetta hafi áhrif á það samband sem myndaðist á milli stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar í kjölfar þjóðasáttinnar, þ.e. að jafnvægi þríhyrnings vinnumarkaðarins hafi verið raskað? Nei, ég hef enga trú á því. Þarna er um þetta verkefni að ræða. Við erum allir bræður í þeirri baráttu að sjá til þess að íslensk lög og samningar séu uppfyllt. Manna fyrstur yrði ég til að grípa þarna inn í ef ég væri sannfærður um að þar væru framin brot. Við eigum ágætis samstarf við verkalýðshreyfinguna sem betur fer, enda hefur okkar vinnumarkaður byggt á því að það hefur verið gagnkvæmur skilningur á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins, þó svo að menn takist á, þess á milli. Það er nú eðlilegt samband. Þessir stöðugleikasamningar sem eiga uppruna sinn í þjóðarsáttinni, telurðu að þeir geti haldið hvað varðar þær vinnugreinar sem um ræðir á Kárahnjúkum, þ.e. iðnaðarmenn o.fl.? Já, ég sé enga ástæðu til annars. Ennfremur hafa hagfræðingar bent á að vegna þess gruns sem leikur á því að þeir erlendu starfsmenn sem starfa á vegum Impreglio á Kárahnjúkum séu að fá lægri laun en íslenskir verkamenn fá samkvæmt kjarasamningum, að þetta gæti skapað mikinn ójöfnuð á markaði og stuðlað að lækkun launa á markaðinum hérlendis vegna samkeppninnar við þá starfsmenn sem semja um laun sín í gegnum erlendar starfsleigur. Telurðu að þetta sé áhrifaþáttur sem passa þurfi sérstaklega upp á? Ég get ekki sjálfur metið það. Það sem skiptir mestu máli er að það eru kjarasamningar í gildi og í þeim er kveðið á um ákveðin lágmarkslaun. Fyrirtæki, hvort sem það er Impreglio eða önnur, gera sínar áætlanir á grundvelli þeirra kjara sem í gildi eru. Nú ætla ég ekki að segja fyrir um það út frá hvaða forsendum þessi tilboð eru reiknuð. Við verðum hins vegar að virða það að það eru lágmarkslaun í gildi og við getum ekki krafist þess af nokkru fyrirtæki að það greiði hærri laun. Það er samningsatriði milli fyrirtækisins og þeirra starfsmanna sem hjá því starfa. Þannig ég tel, svo lengi sem við trúum því og séum viss um það að þarna séu greidd lágmarkslaun, að það geti haft bein áhrif í þessa veru. Það hefur verið gagnrýnt að ríkið vinni ekki nægilega að atvinnusköpun fyrir konur - sérstaklega með tilliti til aukinnar menntunar kvenna. Hvert telurðu hlutverk ríkisins vera í þessu samhengi? Ég tel að heilbrigðasta þróunin varðandi atvinnuþátttöku kvenna vera, þá bæði hversu mikið konur eru á vinnumarkaði og hvaða störfum þær sinna, að skapa konum umhverfi sem sé fýsilegur kostur fyrir þær. Ég tel t.d. að lögin um fæðingar- og foreldraorlof séu mjög stórt skref í þá átt. Auðvitað eiga sértækar aðgerðir stundum rétt á sér. Við höfum t.d. verið að styrkja hér, í gegnum þetta ráðuneyti, sérstök verkefni varðandi fyrirtæki kvenna. Ég held að það eigi rétt á sér, í þessum mæli og nú er gert, sem er nú ekki í miklum mæli. Fyrirtæki sem konur setja af stað eru oft ólík karlafyrirtækum. Þetta eru oft fyrirtæki sem eru minni í sniðum, fara hægar eða rólegar af stað og veita jafnvel einni eða tveimur konum vinnu. Það hefur stundum sýnt sig að konur eru varkárari í því að setja allt sitt að veði. Þærvilja hafa fastara land undirfótum. Ég held að þar geti stjórnvöld gert gagn, að mæta ólíkum þörfum karla og kvenna. Fyrst og fremst eigum við að gera það sem við getum til þess að konur standi jafnfætis körlum í atvinnuþátttöku, hvort sem er sem launþegar eða atvinnurekendur. í samþykkt íslands að stefnumótun í samþættingu kynjasjónarmiða bæði við Sameinuðu þjóðirnar og Evrópuráðið kemur fram að til þess að ná fram jafnrétti kynjanna þurfi sterkan pólitískan vilja en einnig þurfi að fylgja að nægilegt fjármagn fylgi málaflokknum til þess að raunverulegur náist. Hefur verið kannað hversu mikið fjármagn íslenska ríkið ver í þennan málaflokk í samanburði við önnur ríki sem standa að sömu samþykktum? Mér er ekki kunnugt um að það hafi verið kannað sérstaklega. Það sem við erum að gera núna varðandi jafnréttismálin er sérstaklega tvennt. í fyrsta lagi erum við að leggja mat á framkvæmdaráætlun jafnréttismála, sem hefur verið í gildi. í öðru lagi erum við að undirbúa framlagningu nýrrar þingsályktunartillögu sem á að leggja fyrir þingið nú í vetur. Þar ætti að koma fram, sérstaklega við matið á framkvæmdaráætluninni, hvernig til hafi tekist með þau markmið sem sett voru fram í áætluninni á sínum tíma. Ég held það að flestu leyti stöndum við vel í samanburði við aðrar þjóðir í jafnréttismálum. Ég tel t.d. að þessi mikla atvinnuþátttaka kvenna á íslandi sýni það. Svo ég vitni nú aftur í fæðingar- og foreldraorlofslögin, þá tel ég einnig lögin séu að ná markmiði sínu með því að gera konur, innan gæsalappa, „jafngildar" körlum á vinnumarkaði. Með þessum lögum hefur það enga þýðingu lengur fyrir vinnuveitanda að spyrja konu hvort að hún ætli sér að eignast börn á næstunni, eða horfa til aldurs hennar og velta fyrir sér hvort hún standi í barneignum. Nú getur þú lent sem atvinnurekandi í nákvæmlega sömu stöðu með karl eins og konu. Það er hið eitt af hinu verulega jákvæða við aukið fjárstreymi úr fæðingarorlofssjóði, að það kemur til vegna þess að karlar eru að taka sitt orlof í miklu meiri mæli en menn gerðu ráð fyrir. bls.59

x

Íslenska leiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.