Íslenska leiðin - 01.11.2003, Page 61

Íslenska leiðin - 01.11.2003, Page 61
þessar nefndir, ráð og stjórnir skipast vegna þess í mjög mörgum tilfellum er um tilnefningar annarra aðila að ræða; þó svo þetta sé á ábyrgð ráðuneytanna. Eg held að flestir hafi þann háttinn á því þegar óskað er eftir tilnefningum þá er minnt á þetta ákvæði. Það er minnt á að okkur beri að stuðla að sem jöfnustum hlut kynja í stjórnum, nefndum og ráðum. Ég held að í einhverjum tilvikum eigi það við rök að styðjast að það sé erfiðara að fá konur til starfa. Engu að síður held ég að þetta sé blanda af ansi mörgum skýringum. Ég held að það starf sem hefur verið unnið á vegum Rannsóknarstofu í Kynjafræðum varðandi vefinn kvennaslodir.is geti komið stjórnsýslunni að miklu gagni. Oft er þetta þannig að menn eru að leita að fulltrúum í nefndir og hugurinn takmarkast af því fólki sem þú ert í einhverju sambandi við, hvað varðar tilnefningar ráðuneytanna sjálfra. Bara það að geta sótt í svona grunn eins og Kvennaslóðir held ég að geti haft mikil áhrif. Konur í stjórnunastöðu fyrirtækja á íslandi eru mjög fátíðar - Margreta Winberg fv. varaforsætisráðherra Svíþjóðar hótaði að setja fyrirtæki á opnum markaði kynjakvóta yrði staða kynjanna ekki jöfnuð. Kæmi það til greina að setja kynjakvóta á fyrirtæki á Islandi? Nei, ég sé það ekki fyrir mér. Ég held við verðum að reyna að vinna að þessu með öðrum hætti og enn og aftur vitna ég í lögin um fæðingar- og foreldraorlof. Ég held að þau geti haft mikil áhrif á þetta vegna þess, svo ég minnist á það aftur, að nú skiptir ekki lengur máli hvort það sé karl eða kona sem þú ræður eða rekur, ef þú ert að ráða fólk á barnseignaraldri. Að vísu getum við karlarnir verið lengur á þeim aldri en konurnar. Ég sé ekki kynjakvóta fyrir mér. Þar konur sem ég þekki og umgengst mest, ég held að þær myndu ekki kæra sig um slíkan kvóta. Mér finnst að fólk á mínum aldri og yngra sé ekki ginnkeypt fyrir slíkum boðum og bönnum, en það eru kannski bara fordómar í mér. Mér finnst að fólk vilji frekar fá tækifæri til þess að ná þessum árangri sjálft. Hins vegar þarftu að vera vakandi yfir því hvort við stefnum fram á við eða til baka. Jafnréttisumræðan er miklu lengra á veg kominn hér en víða annars staðar. Einungis það eru liðin 28 ár síðan að íslenskar konur lögðu niður störf og hittust á Lækjartorgi og mikil þróun hefur átt sér stað síðan. Mér finnst að við séum þar stödd í þróuninni að við þurfum að setja sérstök lög um það að það þurfi að vera ákveðið hlutfall karla og ákveðið hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum. Enda veit ég ekki hvernig við ættum að fara að því að framkvæma þau lög og ég held að lög sem ekki er hægt að framkvæma séu ólög. Ertu sáttur við nafngiftina jafnréttisráðherra? Já, já. Hliðarspurning að lokum: Sid Vicious eða Johnny Rotten? (Hlátur)...Sid Vicious. Samfylkingin bls.61

x

Íslenska leiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.