Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 41
32 Orð og tunga
g. „[Helvítis
ef
, djöfulsins
ef
, andskotans
ef
, FJANDANS
ef
DJÖF ULS INS
ef
DJÖFULL no-nf
]!“ Í bræði sinni rekur Sæli
skrúf járnið eins og hníf ofan í lokið á kassanum.
h. [Andskotans
ef
helvítins
ef? djöfulsins
ef
fokk no-nf
].
Þarna er sama blótsyrðið endurtekið allt að þrisvar sinnum, í sumum
tilvikum bæði sem ákvæðisorð og höfuðorð í blótsyrðalið, sbr. (18a, b,
d og f). Það eru reyndar einungis algengustu blótsyrðin í gögnunum,
djöfull og helvíti, sem gegna þannig tvenns konar hlutverki í nafnliðum
og það fyrrnefnda kemur líka fyrir í samsettu höfuðorði í (18c),
strætódjöfull. Auk þeirra kemur einungis fokk fyrir sem höfuðorð í
gögnunum en ekki önnur tiltölulega algeng blótsyrði eins og andskoti,
fjandi og fjári þótt það þýði ekki að þau geti ekki verið í þessari stöðu.
Myndin helvítins í (18h) er áhugaverð. Þótt það sé ekki ómögulegt
að hún sé misritun fyrir helvítis gæti þarna verið um að ræða áhrif
frá djöfulsins og jafnvel veikbeygðum blótsyrðum sem enda á ans í
sambærilegum myndum. Þau eru enn skýrari í myndinni helvítans
sem líka má finna dæmi um. Guðmundur Finnbogason (1927:53)
nefnir reyndar helvítinn meðal blótsyrða án frekari umfjöllunar.
Hefðbundin íslensk blótsyrði eru ýmist notuð með eða án ákveðins
greinis eins og sjá má í dæmunum hér á undan en á heildina litið eru
óákveðnar myndir nokkru algengari en ákveðnar í MÍM. Þegar betur
er að gáð kemur hins vegar í ljós að það fer bæði eftir því hvert orðið
er og eftir stöðu þess og hlutverki í setningum hvort það er fremur
notað með eða án greinis. Halldór Halldórsson (1987 (4)) benti á að
þegar veikbeygð blótsyrði stæðu sem ákvæðisorð í eignarfalli væru
þau alltaf með greini (t.d. andskotans) og dæmin úr MÍM staðfesta það
– það eru alls 275 slík dæmi um veikbeygð blótsyrði í gögnunum, öll
með greini. Eignarfallsmyndir af sterkbeygðum blótsyrðum eru aftur
á móti ýmist með eða án greinis en orðin eru innbyrðis ólík. Óákveðna
myndin helvítis er allsráðandi en djöfuls og djöfulsins eru báðar notaðar
þótt sú síðarnefnda sé mun algengari (um 72% dæma um eignarfall).
Blótsyrðið þremill kemur bara einu sinni fyrir í eignarfalli og þá með
greini (þremilsins holhljóð).
4.3.2 Ákvæðisorð með lýsingarorðum og atviksorðum
Algengt er að blótsyrði séu ákvæðisorð með lýsingarorðum eða
atviks orðum eins og sýnt er í (19) og (20). Þarna hafa þau því stöðu
atviksorðs.
tunga25.indb 32 08.06.2023 15:47:15