Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 128
Ágústa Þorbergsdóttir og Guðrún Kvaran: Mannanafnaskrá 119
tæmandi enda er gert ráð fyrir því í lögunum að hún verði
endurskoðuð eftir þörfum og gefin út á ný eigi sjaldnar en á
þriggja ára fresti. Vissulega koma fleiri nöfn til álita en þau
sem hér eru skráð en minnt skal á að forsjármönnum barna,
prestum og forstöðumönnum skráðra trúfélaga ber samkvæmt
lögunum að snúa sér til nefndarinnar ef fyrirhugað nafn er
ekki á skrá (Mannanafnanefnd 1991a:3).
Lögin frá 1991 höfðu eining að geyma nýmæli um skipun mannanafna
nefndar og þau sem skipuð voru í fyrstu nefndina, Guðrún Kvaran,
sérfræðingur á Orðabók Háskólans, Björn Þ. Guðmundsson, prófessor
í lögum, og Svavar Sigmundsson forstöðumaður Örnefnastofnunar,
fengu það verkefni að taka saman mannanafnaskrána (Svavar Sig
mundsson 1995:101).
Vert er að benda á að til voru ýmsar nafnaskrár, svo sem skrár eftir
manntölum, íbúaskrár Þjóðskrár, bók prófessors Ólafs Lárussonar
Nöfn Íslendinga árið 1703 sem kom út 1960, rit Hermanns Pálssonar,
prófessors við Edinborgarháskóla Íslenzk mannanöfn frá 1960, er
geym ir rækilega skrá um íslensk mannanöfn, og skrá dr. Þorsteins
Þor steins sonar um skírnarnöfn á Íslandi á tímabilinu 1921–1950 sem
kom út 1961. Þá kom út bók Karls Sigurbjörnssonar Hvað á barnið
að heita? árið 1984 og hefur að geyma 1500 stúlkna og drengjanöfn.
Bók Guðrúnar Kvaran og Sigurðar Jónssonar frá Arnarvatni Nöfn
Íslendinga kom út 1991 og ný útgáfa þess verks eftir Guðrúnu Kvaran
kom út 2011. Loks má nefna bók eftir E.H. Lind: Norskisländska
dopnamn og fingerade namn från medeltiden, sem kom út í Uppsölum
1905 ásamt viðauka, Supplementband, sem kom út í Ósló 1931. Auk
þess hafa verið skrifaðar ýmsar ritgerðir um afmörkuð efni. Í þessum
ritum er mikill fróðleikur um mannanöfn sem hafa verið notuð á
Íslandi en með mannanafnalögunum og mannanafnaskránni lá fyrir
löggjafanum að standa vörð um íslenskar nafngiftir. Það kemur m.a.
fram í bæklingnum Meginreglur um mannanöfn, sem var gefinn út sem
fylgirit með mannanafnaskránni 1991, en þar er m.a. greint frá kröfum
um heimil nöfn samkvæmt lögunum frá 1991 (sjá Mannanafnanefnd
1991b):
Nafn á að vera íslenskt eða hafa unnið sér nokkra hefð í ís
lensku máli.
Það má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi.
tunga25.indb 119 08.06.2023 15:47:17