Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 181
172 Orð og tunga
og þá hefur ekki verið langt að sækja það.“ Sjá einnig ummæli á bls.
85 og 89.
Þótt Jónas sé þekktur fyrir nýyrði sín var hann ekki frumkvöðull á
þessu sviði. Íslensk hreintungustefna á að minnsta kosti rætur að rekja
til loka 16. aldar (Ari Páll Kristinsson 2017:138). Nútímanýyrðastefna
var svo mörkuð í stofnskrá Lærdómslistafélagsins (Ens Islandska
LærdoomsLista Felags Skrꜳ, sem kom út 1780. Þar segir m.a. í 6. grein
(hjá Kjartani G. Ottóssyni 1990:42):
Þvi m og i Stad slikra utlendra Orda smiida ny Ord, saman
sett af audrum norrænum, er vel utskiri Ntturu Lutar þess,
er þau þyda eigu; Skulu þarvid vel athugaz Reglur þær, er
Tungu þessi fylgia, og brukadar eru i Smiþe goodra gamallra
Orda; Skal og gefaz lios Utskiiring oc Þyding slikra Orda, sva
at þau verdi Almenningi audskilinn.
Halldór Halldórsson (1971:224) segir um það hvernig þessu var fylgt
eftir: „Og félagið lét ekki sitja við orðin tóm. Í Ritum Þess íslenzka
lærdómslistafélags, sem út komu í Kaupmannahöfn á árunum 1781–
1798, úir og grúir af nýyrðum.“ Það var því þegar á tíma Jónasar
komin hefð fyrir nýyrðasmíð og stefnu í þessum málum og mörg orð
sem bættust við orðaforða tungumálsins frá 17. öld og fram á þá 19.
3 Orðaforðinn
Orðaforðinn sem er til umfjöllunar í Á sporbaug er af ýmsum meiði.
Flest orðin eru það sem nú kallast íðorð eða sérfræðiorð í stjörnu
fræði, náttúrufræði, jarðfræði og sundkennslu og eru fengin úr þýð
ing um Jónasar, til að mynda á Stjörnufræði Ursins. Þau eru því í
flest um tilfellum afrakstur þýðingarvinnu af ýmsu tagi, einkum á
sviði náttúruvísinda. Við þennan grunn hefur verið bætt við ýmsum
orðum úr kvæðum Jónasar en þau eru þó í minnihluta þeirra orða
sem fjallað er um í bókinni. Að lokum eru allmörg almenn orð, sum
augnablikssamsetningar, sem samkvæmt bókinni eru talin vera smíð
uð af Jónasi og er meginhluti orðanna í orðalistanum aftast í bókinni
af því tagi.
Í upphafi kafla sem nefnist Ástkæra ylhýra málið á ljóðum Jónasar
(bls. 28–61) stendur á bls. 27: „Í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar úir
og grúir af orðum sem ekki höfðu áður sést á prenti. Þar eru fjölmörg
áhugaverð orð sem hafa orðið misjafnlega langlíf eins og gengur.
tunga25.indb 172 08.06.2023 15:47:18