Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 137

Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 137
128 Orð og tunga vekur hve algengt er að eiginnafni af erlendum uppruna hafi verið hafnað vegna ritháttar. Sem dæmi um það var eiginnöfnunum Twist, Ezra og Cara hafnað á þeim forsendum að stafirnir c, z og w væru ekki í íslenska stafrófinu en eiginnöfn með þeim stöfum voru ekki leyfð nema í nöfnum sem hefð hafði myndast um. Einnig eru ýmis dæmi um að erlendum eiginnöfnum hafi verið hafnað þar sem einhljóðið i er ekki ritað á undan a í íslenskri stafsetningu og nöfnin ekki unnið sér hefð. Dæmi um slíkt eru erlendu eiginnöfnin Adrian, Thalia og Pia. Vinnulagsreglur voru rýmkaðar verulega 1. júlí 2021 hvað varðar ritun erlendra nafna og var þá samþykkt að ritun tökunafns með þeim hætti sem gjaldgengur væri í veitimálinu (þ.e. því tungumáli sem nafnið kemur úr) teldist hefðbundinn.5 Frávik eru heimil ef um er að ræða aðlögun að almennum íslenskum ritreglum. Þó er áskilið að nöfn skulu rituð með bókstöfum íslenska nútímastafrófsins eða bók stöfunum c, q, w og z. Eftir þessa rýmkun vinnulagsreglnanna hefur verið sótt aftur um ýmis erlend eiginnöfn sem áður var hafnað og hafa t.d. Baltazar, Cleopatra, Zion nú bæst við á mannanafnaskrá. 3.2 Gælunöfn Með gælunafni er átt við nafn sem er stytt eða gert þjálla í framburði, t.d. Siggi af Sigurður og Tóta af Þórunn, og nöfn sem eru leidd af öðrum stofnum en eiginnöfnum, t.d. Stella, Drauma. Ólíkt uppnefnum eru gælunöfn talin hafa almenna tilvísun og jákvætt eða hlutlaust til­ finningagildi og eru þau oftast notuð innan fjölskyldunnar eða ættar­ innar (sbr. Kendra Willson 2019). Gælunöfn voru ekki tæk sem eiginnöfn samkvæmt manna nafna­ lögunum 1991 og var svokallað amaákvæði, sem átti að koma í veg fyrir óæskilegar nafngjafir og hindra að eiginnafn gæti orðið nafnbera til ama, einnig látið ná yfir þau. Í greinargerð með frumvarpinu segir um umrædda lagagrein (1. mgr. 2. gr.): Tekið skal fram að með óæskilegum nöfnum er m.a. átt við klaufaleg nöfn sem auðvelt er að afbaka og snúa út úr og ýmis heiti sem kunna að hafa verið notuð sem nöfn áður fyrr en hafa öðlast nýja og neikvæða merkingu í nútímamáli. Þá er enn fremur átt við gælunöfn en nokkuð hefur borið á að 5 Hinn 22. mars 2022 var sú breyting gerð á þessari grein vinnulagsreglnanna að ekki má breyta ritháttarafbrigði rótgróins nafns. Á þeim forsendum var eiginnafninu Ísjak hafnað í júní 2022. tunga25.indb 128 08.06.2023 15:47:17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.