Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 99
90 Orð og tunga
eins og X þinn. En stundum er vísað til annars en fólks. Um það mátti
sjá dæmi hér að framan, í (14a) og (15) var vísað til hunda sem líklegir
voru til að bíta og í (14g) var vísað til skúffu. Hér má sjá nokkur
slík dæmi til viðbótar en þarna er vísað til hátíðisdags, rigningar og
stýrisstangar í bíl.
(16) a. Valentínusardagurinn passar álíka vel í íslenska menn
ingu og jólahald í japanska. Ennfremur er beinið á
honum alls óþarft því að einhverju grundvallaratriðum
er konudagurinn ígildi valentínusardagsins. (Blogg
2001)
b. Furðulegt regn hér á Íslandi. Leitast við að hitta
ákkúrat inn í eyrun, augun... beinir stórum dropunum
beint ofan á hvirfilinn. Ófétið á henni. (Blogg 2010)
c. þegar í ljós kom að stýrisstöngin, skömmin á henni,
var fjórðungi úr tommu lengri en gert hafði verið ráð
fyrir. (Malín Brand 2021)
Í sumum dæmunum þar sem vísað er til annars en fólks er umrætt
fyrirbæri greinilega persónugert, skúffan í (14g) barðist hetjulega,
regn ið/rigningin í (16b) leitast við að angra þann sem talar og í
umræðu um messudag dýrlings í (16a) er dýrlingurinn sjálfur eðlilega
nálægur. Það þarf heldur ekki að koma á óvart að sjá hér hluta bíls,
(16c). Bílar og önnur slík tæki eru þarfir þjónar og dæmi eru um að
orðasambönd sem alla jafna eru notuð um fólk séu notuð um tæki (sjá
Katrínu Axelsdóttur 2019:316–317).
7 Niðurlag
Hér hefur verið fjallað um tvö eignarmynstur í íslensku, X þinn (s.s.
helvítið þitt, skömmin þín) og X á honum/henni (s.s. helvítið á honum,
skömmin á henni) og þau borin saman eftir föngum. Þau eiga það
sameiginlegt að eigandinn í segðinni samsvarar eigninni, ólíkt öðrum
segðum með eignartáknun. Þótt líkindi séu með þessum mynstrum
kom við samanburð í ljós að margt er ólíkt með þeim.
Í 2. kafla var litið á nútímamál, samhengið sem X þinn er notað í
þar og einnig var litið til skyldmála. Í nútímanum er X þinn geysilega
virkt mynstur og inn í það virðist mega setja nánast hvaða hnjóðsyrði
sem er. Í lýsingum á notkun X þinn er aðeins talað um skammir eða
aðfinnslur og mynstrið er vafalaust langalgengast í slíku samhengi,
með skammaryrðum. En í nútímamáli má finna fjölmörg dæmi um
tunga25.indb 90 08.06.2023 15:47:16