Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 158
Orð og tunga 25 (2023), 149–156, https://doi.org/10.33112/ordogtunga.25.10
© höfundar cc by-nc-sa 4.0.
smágreinar
Ágústa Þorbergsdóttir og Guðrún Kvaran
Kveikjan að nýjum nöfnum
1 Inngangur
Fjölmörg nöfn hafa bæst við mannanafnaskrá frá fyrstu útgáfu hennar
árið 1991. Í þessari grein er reynt að kanna hver er kveikjan að nýjum
nöfnum þessa þrjá síðustu áratugi.
Ný nöfn eru valin á ýmsan hátt. Sumir leita leiða til að sýna fjöl
skyldutengsl með því að hafa samræmi í nafnavali innan fjöl skyld
unnar og velja t.d. nöfn á börn sem byrja öll á sama bókstaf, hafa
sama atkvæðafjölda og beygingu eða sama viðlið (t.d. dís, ey, rós,
brá). Þá má nefna merkingartengsl, s.s. að öll nöfn barna séu heiti
blóma, trjáa eða eðalsteina. Af þessum ástæðum hafa ýmis ný nöfn
bæst við á mannanafnaskrá á liðnum árum, s.s. Sæbrá (hliðstætt við
Snæbrá), Snekkja (hliðstætt við Knörr), Emerald (hliðstætt við Safír), Eros
(hliðstætt við Ares), Súlamít (hliðstætt við Gídeon), Eldmar (hliðstætt
við Eldey).
Enn aðrir velja nöfn sem tengjast náttúrunni á einhvern hátt, t.d.
dýrum, birtu, dimmu, veðri eða hafi. Sumir leita í Biblíuna eða í
goðafræði, norræna, gríska eða rómverska.
Bókmenntir, bæði innlendar og þýddar, hafa lengi verið vinsælar
til leitar að nöfnum og eru enn og áhrif kvikmynda, einkum barna
tunga25.indb 149 08.06.2023 15:47:17