Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 52
Orð og tunga 25 (2023), 43–67, https://doi.org/10.33112/ordogtunga.25.4
© höfundar cc by-nc-sa 4.0.
Veturliði Óskarsson
Orð koma í orða stað
Um sagnorðið fokka og nafnorðið fokk
1 Inngangur
Sagnorðið fokka, annars vegar í merkingunni ‘gaufa, dunda’, hins
vegar í merkingunni ‘sleppa eu, láta fara’ (Íslensk orðabók 2002), er
talsvert gamalt í íslensku en elstu þekkt dæmi um það eru frá 17.
öld.1 Af því var síðar dregið nafnorðið fokk ‘gauf, dund’. Næg dæmi
eru um þessi orð í blöðum og tímaritum frá 20. öld, einkum á fyrri
hluta aldarinnar. Nú um stundir munu þó flestir helst tengja þessar
orðmyndir, fokka og fokk, við nýrra orð ættað úr ensku og með heldur
grófari merkingu, þ.e. enska orðið fuck sem tók að berast inn í málið á
síðustu áratugum 20. aldar og hefur öðlast sess sem tökuorð í íslensku.
Í ensku er fuck bæði notað sem sagnorð og nafnorð í eiginlegri
lexíkalskri merkingu (sjá Oxford English Dictionary) og sem áhersluorð
(upphrópun, blótsyrði) sem tjáir reiði, gremju, örvæntingu, pirring,
fyrirlitningu, óþolinmæði, undrun o.s.frv. eða er einungis haft til
1 Ég þakka ritrýnum og ritstjórum Orðs og tungu fyrir einkar góðar ábendingar og
athugasemdir við eldri gerð þessarar greinar. Efnið hefur verið kynnt í fyrirlestrum
í Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi. Grein ætluð erlendum lesendum birtist í
tímaritinu Rask árið 2017 og liggur sama dæmasafn að baki báðum greinum. Árið
2019 var ég meðhöfundur að yfirlitsgrein um notkun orðsins fuck í ýmsum tungu
málum (Vatvedt Fjeld o.fl. 2019). Í nýlegri BAritgerð (Einar Lövdahl Gunn laugs
son 2016) er fjallað um margt af því sem rætt er í þessari grein og má gjarnan
benda á hana sem viðbótarlestur fyrir þá sem vilja vita meir, ekki síst um yngri
orðin.
tunga25.indb 43 08.06.2023 15:47:15