Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 30

Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 30
Ásta Svavarsdóttir: Að blóta á íslensku 21 að þau hafa merkingarlegan vinstri haus (sjá t.d. Guðrúnu Kvaran 2005:149) öfugt við þorra samsettra orða í íslensku sem hafa hægri haus, bæði merkingarlega og formlega. Þessi orð eru sjálf notuð sem blótsyrði og svara oftast til blótsyrðasambanda eins og fjandans maðurinn eða andskotans drengurinn. Blæbrigðin hér skapast af form­ legum einkennum fremur en merkingarlegum því ekki verður séð að annað orðalagið sé sterkara eða grófara en hitt. Algengast virðist að slíkar samsetningar vísi til lifandi vera ef marka má dæmi sem fundust í MÍM en ekki þó eingöngu því þar eru t.d. líka dæmi um orðin strætódjöfull, bronkítisfjandi og bananahelvíti. Loks er orðaforðinn aukinn með því að taka blótsyrði að láni úr öðrum málum, eins og sést á því að dæmi um nýleg tökuorð úr ensku eru býsna algeng í gögnunum. Þeim fylgir ekki sama bannhelgi í íslensku og í upprunamálinu, nema þá sem blótsyrðum, en erfitt er að meta styrk þeirra í íslensku í samanburði við önnur blótsyrði. 3.3 Orðmyndir og orðflokkar Langflest íslensk blótsyrði eru fallorð, annaðhvort nafnorð eða lýs­ ingarorð, og beygjast sem slík. Nafnorðin eru ýmist með eða án ákveðins greinis þegar þau eru notuð sem blótsyrði. Þau hafa þó ekki alltaf dæmigerða stöðu eða hlutverk nafnorða þegar þau eru notuð sem blótsyrði og í sumum tilvikum má segja að tilteknar orðmyndir hafi fengið sjálfstæða stöðu með endurtúlkun á setningarlegu hlutverki þeirra (sjá nánar í 4. kafla). Það er t.d. eðlilegra að líta á orðmyndina helvíti í setningunni Þetta var helvíti góð bíómynd! sem atviksorð en nafnorð þótt hún sé nafnorð í öðru samhengi – og ævinlega þegar orðið er notað í eiginlegri merkingu. Þótt flestar myndir blótsyrðanna falli inn í beygingarmunstur viðkomandi nafnorða eru dæmi um orðmyndir sem ekki eiga sér neinn stað í þeim, t.d. myndirnar djöfulli, djöfulann, helvítans og helvítins. Þeim bregður öllum fyrir í MÍM þótt dæmin séu ekki mörg, flest um djöfulli (14), en dæmi má einnig finna í öðrum heimildum, bæði í ROH og á vefnum Tímarit.is. Slíkar orðmyndir koma einkum fyrir þar sem ekki er um dæmigerða nafnorðsstöðu að ræða og ætla má að þær beri vott um að tengslin milli blótsyrðanna og samsvarandi nafnorða í eiginlegri merkingu hafi veikst. Oft hefur orðmyndin hlutverk atviksorðs eins og sést í dæmunum í (2). Það fyrra er úr bloggtexta í MÍM en það síðara úr blaðatexta frá 1950 af Tímarit.is. tunga25.indb 21 08.06.2023 15:47:14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.