Orð og tunga - 2023, Side 30
Ásta Svavarsdóttir: Að blóta á íslensku 21
að þau hafa merkingarlegan vinstri haus (sjá t.d. Guðrúnu Kvaran
2005:149) öfugt við þorra samsettra orða í íslensku sem hafa hægri
haus, bæði merkingarlega og formlega. Þessi orð eru sjálf notuð
sem blótsyrði og svara oftast til blótsyrðasambanda eins og fjandans
maðurinn eða andskotans drengurinn. Blæbrigðin hér skapast af form
legum einkennum fremur en merkingarlegum því ekki verður séð
að annað orðalagið sé sterkara eða grófara en hitt. Algengast virðist
að slíkar samsetningar vísi til lifandi vera ef marka má dæmi sem
fundust í MÍM en ekki þó eingöngu því þar eru t.d. líka dæmi um
orðin strætódjöfull, bronkítisfjandi og bananahelvíti.
Loks er orðaforðinn aukinn með því að taka blótsyrði að láni úr
öðrum málum, eins og sést á því að dæmi um nýleg tökuorð úr ensku
eru býsna algeng í gögnunum. Þeim fylgir ekki sama bannhelgi í
íslensku og í upprunamálinu, nema þá sem blótsyrðum, en erfitt er
að meta styrk þeirra í íslensku í samanburði við önnur blótsyrði.
3.3 Orðmyndir og orðflokkar
Langflest íslensk blótsyrði eru fallorð, annaðhvort nafnorð eða lýs
ingarorð, og beygjast sem slík. Nafnorðin eru ýmist með eða án
ákveðins greinis þegar þau eru notuð sem blótsyrði. Þau hafa þó ekki
alltaf dæmigerða stöðu eða hlutverk nafnorða þegar þau eru notuð sem
blótsyrði og í sumum tilvikum má segja að tilteknar orðmyndir hafi
fengið sjálfstæða stöðu með endurtúlkun á setningarlegu hlutverki
þeirra (sjá nánar í 4. kafla). Það er t.d. eðlilegra að líta á orðmyndina
helvíti í setningunni Þetta var helvíti góð bíómynd! sem atviksorð en
nafnorð þótt hún sé nafnorð í öðru samhengi – og ævinlega þegar
orðið er notað í eiginlegri merkingu.
Þótt flestar myndir blótsyrðanna falli inn í beygingarmunstur
viðkomandi nafnorða eru dæmi um orðmyndir sem ekki eiga sér
neinn stað í þeim, t.d. myndirnar djöfulli, djöfulann, helvítans og
helvítins. Þeim bregður öllum fyrir í MÍM þótt dæmin séu ekki mörg,
flest um djöfulli (14), en dæmi má einnig finna í öðrum heimildum,
bæði í ROH og á vefnum Tímarit.is. Slíkar orðmyndir koma einkum
fyrir þar sem ekki er um dæmigerða nafnorðsstöðu að ræða og ætla
má að þær beri vott um að tengslin milli blótsyrðanna og samsvarandi
nafnorða í eiginlegri merkingu hafi veikst. Oft hefur orðmyndin
hlutverk atviksorðs eins og sést í dæmunum í (2). Það fyrra er úr
bloggtexta í MÍM en það síðara úr blaðatexta frá 1950 af Tímarit.is.
tunga25.indb 21 08.06.2023 15:47:14