Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 89
80 Orð og tunga
Sandfeld Jensen (1900) tekur undir hugmynd Schwartz, við hlið
din X komi svo oft fyrir sambönd með du X í sömu merkingu að
eignarfornafn fyrra mynstursins hljóti að samsvara eignarfalli skil
greiningarinnar. Hann telur þó að færa mætti sterkari rök fyrir hug
myndinni um eignarfall skilgreiningarinnar en Schwartz gerir. Hann
bendir á dæmið din skælm/din skälm ‘þrjóturinn þinn’ sem Schwartz
(1899:187) hafði lýst svo: „uttrycket [betäcknar] i sin helhet den
tiltalade med atributet skälmaktighet, eller kanske rättare: en skälm
med angifvande af hvem skälmen i fråga är“ og borið saman við
þriðju persónu segðina den skälmen Karl ‘þrjóturinn hann Karl’. Hér
telur Sandfeld Jensen (1900:23) dönsku varpa skýrara ljósi á hvað sé
á ferðinni en þar væri þetta orðað den skælm til Karl. Það mynstur er
með forsetningunni til (sem stjórnaði einmitt eignarfalli). Mynstrið á
sér samsvaranir víða um lönd, með forsetningunni de í rómönskum
málum (fr. fripon de Charles ‘þrjóturinn hann Charles’) og von í þýsku
(ein Teufel von einem Weibe ‘kvenskratti’). Sandfeld Jensen nefnir ensku
ekki í þessu samhengi en þetta er auðvitað sama mynstur og minnst
var á í 2. kafla, mynstrið sem that idiot of a man er fulltrúi fyrir. Slík
mynstur hafa oftast tvö nafnorð (s.s. idiot og man í síðastnefnda
dæminu). En Sandfeld Jensen segir að í rómönskum málum séu
dæmi um mynstrið með nafnorði og persónufornafni (sp. pobrecitos
de nosotros ‘aumingjarnir okkar’, ‘við aumingjarnir’). Þetta sýni að
segðir eins og dit fjols ‘fíflið þitt’ og det fjols til Peter ‘fíflið hann Peter’,
séu alveg sambærilegar.
Schwartz og Sandfeld Jensen leituðu báðir út fyrir algengasta hlut
verk eignarfalls, þ.e. hið eiginlega eignarfall, genitivus possessivus, sem
er auðvitað tilraunarinnar virði. Niðurstaðan var eignarfall skil grein
ingarinnar, genitivus definitivus eða genitivus appositivus. En spyrja má
hvort þeir hafi kannski leitað langt yfir skammt. Eignarfornöfn hafa
almennt það hlutverk að tilgreina einhvers konar eignarsamband.
Schwartz og Sandfeld Jensen bera din X saman við mynstur sem
þeir telja merkingarlega sambærileg (s.s. du tok, det fjols til Peter) og
greina þau setningafræðilega; du er viðurlag skv. Schwartz, til Peter
hefur skilgreiningarhlutverk (viðurlagshlutverk) skv. Sandfeld Jen
sen. Þessi samanburðarmynstur voru ekki til, a.m.k. ekki svo að vit að
sé, í norrænu. Það skiptir þó ekki máli, samanburðurinn getur verið
forvitnilegur þrátt fyrir það. En úr því að verið er að bera saman við
mynstur upprunnin á yngri málstigum má í þessu sambandi allt eins
(Hrólfs saga kraka 1960:79). Ég þakka Guðrúnu Þórhallsdóttur fyrir að benda mér á
þetta dæmi í Hrólfs sögu.
tunga25.indb 80 08.06.2023 15:47:16