Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 83

Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 83
74 Orð og tunga Aasen (1864:332) nefnir að í norsku sé eignarfornafnið din notað með nafnorðum í samhengi samúðar (fyrir utan að vera notað í skömmum), t.d. í No frys du i Hel, ditt vesle Ting; Gakk heimatter, din Krok.6 Þetta minnir á sum dæmi Grimms úr sænsku og einnig á dæmi á borð við litli kjáninn þinn, þar sem segja má að heldur neikvætt orð sé notað í gælu­ eða vorkunnartóni. Aasen (1864:332) segir sambærilega notkun til með eignarfornafni fyrstu persónu (min eða vår), samhengið er þá sjálfsásakandi eða niðrandi: min Arming; Me, vaare Stakarar; Eg visste inkje betre min Daare. Dæmi með min, bæði sænsk og dönsk, eru nefnd hjá Sandfeld Jensen (1900:21). Í íslensku er til orðalag sem minnir á þetta, vesa­ lingur minn.7 Í kaflanum hafa verið sýnd ýmis dæmi um mynstrið X þinn í ís­ lensku og sambærileg mynstur í öðrum Norðurlandamálum. Mynstr­ in eru ekki bundin við niðrandi samhengi þótt oftast komi þau fyrir í skömmum. Samhengið getur verið ýmiss konar, gælur, vorkunn og jafnvel mesta hrós. Um síðastnefnda samhengið eru auðfundin dæmi í íslensku, þetta virðist sjaldséðara í öðrum norrænum málum.8 Eitt af dæmum Taylors (2012:87–88) í umræðu um setningabundin orðasambönd er mynstur sem sambandið that idiot of a man er fulltrúi fyrir. Þetta samband hefur að geyma neikvætt nafnorð og í mynstrinu eru oftast slík orð; önnur dæmi sem Taylor nefnir um mynstrið eru m.a. that clown of a teacher og that wretched old witch of a woman. En Taylor segir mynstrið einnig koma fyrir í hrósi með jákvæðum orðum þótt það sé sjaldgæfara: that angel of a girl; it’s one blockbuster of a film. Það er því ekki einstakt að mynstur sem alla jafna er notað í niðrandi tali komi einnig fyrir með hrósyrðum. 6 Hann notar orðið velvilje en hjá Cleasby (1874:738) er talað um compassion varðandi þessi dæmi Aasens. 7 Þar er nafnorðið greinislaust, ólíkt dæmum á borð við helvítið þitt. Ef greinir er hafður, vesalingurinn minn, er merkingin önnur því að þá vísar nafnorðið ekki til mælandans heldur þess sem ávarpaður er. 8 Rétt er að taka fram að í norrænum málum eru eignarfornöfn (eignar falls mynd) vissulega notuð með nafnorðum í virðingarávörpum: yðar náð, hennar hátign, hans heilagleiki, d. Deres Majestæt, s. Ers Majestät. Þarna eru ákveðin líkindi við X þinn og sambærileg mynstur í skyldum málum, „eigandi“ og „eign“ fer hér saman. En þetta er þó annað, slík virðingarávörp með eignarfornafni (eignarfallsmynd) eru mjög sérhæfð og eru þar að auki víða til (e. Your Majesty, fr. Votre Majesté), ólíkt X þinn og sambærilegum mynstrum í grannmálunum. Í íslensku er setningafræðilegur munur á virðingarávörpum og X þinn, í síðarnefnda mynstrinu er eignarfornafnið eftirsett og nafnorðið verður að hafa greini. Á líkindi mynstursins X þinn og virðingarávarpa verður aftur minnst í 4. kafla. tunga25.indb 74 08.06.2023 15:47:15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.