Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 61
52 Orð og tunga
(8) a) margir fokka daginn út þar sem líkur eru á að fá tíma
bundna snapvinnu (1981).
b) Svo fór restin [af tímanum] bara í mig þegar ég var að
fokka eitthvað (2002).
Slík dæmi eru þó fá í þeim textum sem skoðaðir voru.
2.3 Merking eldra nafnorðsins
Nafnorðið fokk er í ÍO (2002) merkt sem óformlegt og merkingin sögð
vera „lítilfjörlegt starf, dútl, dund“. Þar er einnig gefið dæmi um
orðasambandið allt í fokki, með skýringunni „í vitleysu, óstandi, allt
í klessu“. Íslensk nútímamálsorðabók greinir á milli tveggja merk inga,
(1) ‘lítilfjörlegt dútl’ með notkunardæmið „þetta er ekki al menni leg
vinna heldur hálfgert fokk“ og (2) ‘leiðindi, vesen’ með notk unar
dæmið „ég er í tómu fokki með ritgerðina“.
Dæmi fundust um nafnorðið frá 1935 og áfram, alls í kringum 100
talsins. Nafnorðið er því eldra í þessari merkingu í þeim textum sem
athugaðir voru en sögnin í merkingunni ‘gaufa, dunda’, sem fyrr
segir. Engin dæmi eru um nafnorðið í áðurnefndum gagnagrunni
íslenskra einkabréfa frá 19. öld. Elsta dæmið sem fannst í blöðum og
tímaritum er eftirfarandi:
(9) Þú vinnur við Alþingi, karlinn. Hvernig líkar þér það fokk?
(1935).
Á undan orðinu er mjög oft herðandi lýsingarorð, oft fremur nei
kvæðrar merkingar, jafnvel blótsyrði: algert, alls konar, annað eins, bara,
einskisvert, gagnslítið, hálfgert, hálfgildings; andskotans, bölvað, djöfulsins,
helvítis. Mörg dæmi eru um slíkt í textunum og undirstrikar það
gildishlaðna og að nokkru leyti neikvæða merkingu nafnorðsins. Það
segir sitt að bæði í Íslenskri nútímamálsorðabók og í norrænu veforða
bókinni ISLEX, helstu orðabókum síðari ára um íslenskt nútíma
mál,12 eru notkunardæmi um orðið einmitt höfð með styrkjandi lýs
ingarorðum af þessu tagi sem undanfara:
12 Reyndar telst það til undantekninga að þessi orð sé að finna í íslenskerlendum
orðabókum. Þannig er hvorugt þeirra í íslenskdanskri orðabók frá 1976 (Widding,
Haraldur Magnússon og Meulengracht Sørensen 1976) né í íslenskenskri orðabók
frá 1989 (Sverrir Hólmarsson, Sanders og Tucker 1989). Sögnin er í íslenskenskri
orðabók frá 1970 og í íslenskfæreyskri orðabók frá 2005, en hvorug bókin hefur
nafnorðið (Arngrímur Sigurðsson 1970; Jón Hilmar Magnússon 2005).
tunga25.indb 52 08.06.2023 15:47:15