Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 97
88 Orð og tunga
á honum/henni virðast vera mjög sjaldgæf. Til að kanna hvað af þessu
væri yfirleitt þekkt voru 15 fullorðnir einstaklingar spurðir hvort þeir
þekktu þessi sambönd eða notuðu þau. Fólkið er fætt á bilinu 1947 til
1981.
Allir þekktu vel helvítið á honum/henni. Tveir þekktu aðeins það
samband og fjórir aðrir aðeins helvítið á honum/henni og skömmin
á honum/henni vel. Þessi tvö skera sig þannig nokkuð úr hópnum.
Enginn þekkti merkikertið á honum/henni og var þetta eina sambandið
sem öllum virtist framandi. Margir í hópi aðspurðra voru á báðum
áttum varðandi afganginn af samböndunum, þeim fannst þau kunn
ug leg, eða a.m.k. ekki ókunnugleg, en þeir töldu sig ekki nota þau.
Þennan hóp sambanda skipa beinið, drjólinn, kvikindið, melurinn, ófétið
og skrattinn á honum/henni. Hvert og eitt þessara sex sambanda var þó
vel þekkt af a.m.k. einum heimildarmanni.
Samböndin virðast samkvæmt þessu vera mjög misjafnlega þekkt.
Helvítið á honum/henni hefur sérstöðu og yfirburðirnir hér koma vel
heim við leitina í Risamálheildinni (2019), sjá (12).
6.4 Aldur og uppruni
Heimildarmennirnir um Norðurlandamál sem getið var í 2. kafla
kann ast ekki við neitt sem minnir á X á þgf í sínum málum og ekkert
svip að virðist vera í orðabókum. Það má því búast við að þetta sé nýj
ung í íslensku. En hversu gömul er nýjungin? Í fornritahluta Risa mál
heildarinnar (2019) má leita í nokkrum fornritum og fornritaflokkum
(Íslendingasögum og þáttum, Heimskringlu, Sturlungu og Land
námu). Engin dæmi fundust um X á honum/henni eða X á þér í því
sam hengi sem hér er til umfjöllunar, niðrandi tal þar sem eigandinn
sam svarar eigninni. Hugsanlega var orðalagið til en rataði ekki í þessi
rit. En minna má á að dæmi um X þinn eru auðfundin í fornu máli.
Elsta dæmi sem fannst við þessa athugun á X á honum/henni er í
sögunni Sturla í Vogum eftir Guðmund G. Hagalín frá 1938, skrattinn á
honum, sjá (14a). Annað nokkuð gamalt, einnig í sögu eftir Guðmund,
er þetta:
(15) Fjandi var hann grimmdarlegur, þessi stóri hundur,
sem kom þarna á móti mér! Ætlaði hann að bíta,
skömmin á honum? (Guðmundur Gíslason Hagalín
1942:76)
Elsta dæmið um helvítið á þér er eldra en þetta, eða frá 19. öld (sjá 5.
tunga25.indb 88 08.06.2023 15:47:16