Orð og tunga - 2023, Page 186

Orð og tunga - 2023, Page 186
Ritdómur 177 hefur þessi orðabók komið út í prenti og á netinu sem Ordbog over det norrøne prosasprog / A Dictionary of Old Norse Prose skammstafað ONP. Í orðabókinni eru um 65.000 uppflettiorð og yfir 800.000 dæmi um orðnotkun og fjöldi orðskýringa bæði á dönsku og ensku. Hér er því um að ræða umfangsmikla orðabók og ítarlegt gagnasafn þar sem öll þekkt ritverk í lausu máli frá tímabilinu hafa verið orðtekin. Öll gögn ONP, orðalistar og dæmasöfn eru aðgengileg á vefslóðinni onp.ku.dk og er hægur leikur þar að fletta upp orðum og leita að dæmum (sjá nánar um ONP hjá Ellerti Þór Jóhannssyni 2022). Þess vegna er nánast óskiljanlegt að höfundur bókar af þessu tagi hafi ekki nýtt sér þessa einstöku rannsóknarheimild sem ONP er. Dæmi um orð sem fjallað er um í meginmáli í Á sporbaug (bls. 107) og á sér eldri uppruna er orðið leðurblaka. Í bókinni er talað um hvernig það tekur fram öðrum orðum sem tíðkuðust á sama tíma um slíkar fljúgandi skepnur eins og orðinu flugmús. Sagt er að þetta sé eitt af fáum dýraheitum sem Jónas hafi búið til. Eins og höfundur segir er orðið leðurblaka skemmtilegt orð og vekur forvitni en það er þó við nánari athugun mun eldra í málinu en frá 19. öld. Við leit í ONP kemur í ljós að elsta dæmið um það er í handritinu AM 226 fol. sem oftast er kennt við Stjórn (sjá Mynd 1). Orðið kemur fyrir í þýðingu á Alexanders sögu þar sem rætt er um leðurblökur í tengslum við ýmsar aðrar furðuskepnur eða eins og segir í textanum: Þá komu villigeltir einkar stórir með freyðanda munni og með þeim flekkóttar steingeitur og hræðilegar gaupur nýbúnar til orrustu, og leðurblökur [leturbreyting undirritaðra] líkar dúfum að vexti, svo margt að þær féllu á andlit og augu og háls mönnum. Þær höfðu tenn svo stórar að þær skemmdu skotvopn manna (Finnur Jónsson 1925:160) (Fært til nútíma­ stafsetningar af undirrituðum.). Mynd 1: Orðmyndin leðurblökur eins og hún birtist í miðaldahandritinu AM 226 fol.3 3 Mynd af AM 226 fol., blaði 145va, sbr. handrit.is. tunga25.indb 177 08.06.2023 15:47:18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.