Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 105
96 Orð og tunga
nokkur reynsla á að vinna við tungumál í ISLEX sem var alls óskylt
hinum norrænu málunum, þ.e. finnsku sem er af annarri málaætt (sjá
Helgu Hilmisdóttur og Ninu Martola 2015; Helgu Hilmisdóttur og
Marjakaisu Matthíasson 2018). En þar sem vandamálin við finnsku
voru af allt öðrum toga en þau sem vörðuðu frönsku var þó lítið hægt
að byggja á þeirri reynslu.
Meginefni þessarar greinar eru nokkrar áskoranir sem snerta
frönsku sérstaklega sem markmál. Skipan greinarinnar er á þessa
leið: Kafli 2 fjallar um íslenska hluta verksins, þ.e. orðaforðann, annað
innihald og aðferðir við orðabókarvinnuna. Kafli 3 fjallar um franska
markmálið og nokkur úrlausnarefni sem varða frönsku. Í 4. kafla
segir frá leit í orðabókinni, og lokaorð og niðurstöður eru í 5. kafla.
2 Orðaforði, efniviður og aðferðir
Orðaforði Lexíu er um 55 þúsund uppflettiorð. Einkum er um að
ræða orð í nútímaíslensku en einnig er að finna ýmis mikilvæg orð úr
eldra máli, svo og fornmálsorð. Val eldri orðaforðans ræðst einkum
af útbreiðslu og tíðni orðanna og hvort nemendur séu líklegir til að
rekast á þau í námi sínu, t.d. í framhaldsskólum. Frá því að byrjað
var á orðabókinni hefur efni hennar stöðugt verið uppfært eftir
þörfum og reglulega hafa bæst við hana ný orð. Mestu viðbæturnar
eiga sér stað á árinu þegar þetta er ritað (2022) en þá bætast við um
5000 uppflettiorð. Sá orðaforði er einkum fenginn úr stóru íslensku
textasafni, Risamálheildinni (2018), sem var búin til hjá SÁM (sjá 2.1).
Orðaforðinn er sá sami og í ISLEX en stöku sinnum hefur þótt
ástæða til að bæta inn íslensku uppflettiorði beinlínis til að kallast
á við frönsku. Þannig hefur orðið smjördeigshorn verið sett inn sem
íslensk samsvörun hins góðkunna franska croissant (sjá Rósu Elínu
Davíðsdóttur 2018).
Efninu í ISLEXorðabókinni hefur áður verið lýst í allítarlegu máli
(Þórdís Úlfarsdóttir 2013) og flest sem varðar íslenska hluta hennar á
líka við um Lexíu, m.a. umfjöllun um margyrt uppflettiorð, upplýsingar
um sérmerkingar og málsnið, meðferð sérnafna, millivísanir og
mynd ir. Hér verður því aðeins sagt frá nokkrum þáttum sem Lexía er
grund völluð á, en að öðru leyti vísast til áðurnefndrar greinar.1
1 Sjá jafnframt greinargerð um ritstjórnarlega þætti Íslenskrar nútímamálsorðabókar
(Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir 2019), sem einnig varða Lexíu.
tunga25.indb 96 08.06.2023 15:47:16