Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 105

Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 105
96 Orð og tunga nokkur reynsla á að vinna við tungumál í ISLEX sem var alls óskylt hinum norrænu málunum, þ.e. finnsku sem er af annarri málaætt (sjá Helgu Hilmisdóttur og Ninu Martola 2015; Helgu Hilmisdóttur og Marjakaisu Matthíasson 2018). En þar sem vandamálin við finnsku voru af allt öðrum toga en þau sem vörðuðu frönsku var þó lítið hægt að byggja á þeirri reynslu. Meginefni þessarar greinar eru nokkrar áskoranir sem snerta frönsku sérstaklega sem markmál. Skipan greinarinnar er á þessa leið: Kafli 2 fjallar um íslenska hluta verksins, þ.e. orðaforðann, annað innihald og aðferðir við orðabókarvinnuna. Kafli 3 fjallar um franska markmálið og nokkur úrlausnarefni sem varða frönsku. Í 4. kafla segir frá leit í orðabókinni, og lokaorð og niðurstöður eru í 5. kafla. 2 Orðaforði, efniviður og aðferðir Orðaforði Lexíu er um 55 þúsund uppflettiorð. Einkum er um að ræða orð í nútímaíslensku en einnig er að finna ýmis mikilvæg orð úr eldra máli, svo og fornmálsorð. Val eldri orðaforðans ræðst einkum af útbreiðslu og tíðni orðanna og hvort nemendur séu líklegir til að rekast á þau í námi sínu, t.d. í framhaldsskólum. Frá því að byrjað var á orðabókinni hefur efni hennar stöðugt verið uppfært eftir þörfum og reglulega hafa bæst við hana ný orð. Mestu viðbæturnar eiga sér stað á árinu þegar þetta er ritað (2022) en þá bætast við um 5000 uppflettiorð. Sá orðaforði er einkum fenginn úr stóru íslensku textasafni, Risamálheildinni (2018), sem var búin til hjá SÁM (sjá 2.1). Orðaforðinn er sá sami og í ISLEX en stöku sinnum hefur þótt ástæða til að bæta inn íslensku uppflettiorði beinlínis til að kallast á við frönsku. Þannig hefur orðið smjördeigshorn verið sett inn sem íslensk samsvörun hins góðkunna franska croissant (sjá Rósu Elínu Davíðsdóttur 2018). Efninu í ISLEX­orðabókinni hefur áður verið lýst í allítarlegu máli (Þórdís Úlfarsdóttir 2013) og flest sem varðar íslenska hluta hennar á líka við um Lexíu, m.a. umfjöllun um margyrt uppflettiorð, upplýsingar um sérmerkingar og málsnið, meðferð sérnafna, millivísanir og mynd ir. Hér verður því aðeins sagt frá nokkrum þáttum sem Lexía er grund völluð á, en að öðru leyti vísast til áðurnefndrar greinar.1 1 Sjá jafnframt greinargerð um ritstjórnarlega þætti Íslenskrar nútímamálsorðabókar (Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir 2019), sem einnig varða Lexíu. tunga25.indb 96 08.06.2023 15:47:16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.