Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 25

Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 25
16 Orð og tunga grundvöllur rannsóknarinnar þótt til séu stærri íslenskar málheildir og textasöfn: Önnur er sú að MÍM er svokölluð „jafnvæg“ málheild sem þýðir að textarnir í henni eru fjölbreyttir og að umfangi og hlutfalli mismunandi textagerða er ætlað að endurspegla raunveruleikann eftir því sem hægt er. Textarnir eru bæði útgefnir og óútgefnir, form­ legir og óformlegir, skáldverk og ýmiss konar nytjatextar og þótt í henni séu aðallega ritaðir textar er þar líka svolítið af talmálsefni sem hefur verið nákvæmlega umritað í texta. Vegna skorts á tiltækum gögnum er þó ljóst að hlutur talmáls er of lítill miðað við vægi þess í daglegri málnotkun. Hin ástæðan er sú að MÍM er nægilega stór til að skila vænu dæmasafni en ekki stærri en svo að hafa má góða yfirsýn yfir leitarniðurstöðurnar. Auk hennar var stuðst við önnur málsöfn, einkum Ritmálssafn Orðabókar Háskólans (ROH), vefsafnið Tímarit.is sem geymir íslensk blöð og tímarit og sögulegt samtalasafn úr skáldverkum frá miðri 19. öld fram til upphafs 20. aldar.2 Í þessi söfn má sækja eldri dæmi um blót og blótsyrði en finna má í MÍM og þau eru einkum höfð til samanburðar við það sem þar er. Í MÍM eru allar orðmyndir málfræðilega markaðar og lemmaðar, þ.e.a.s. greindar eftir málfræðilegum einkennum (orðflokkur, kyn, tala, fall o.s.frv.) og tengdar við tiltekið uppflettiorð (sjá Sigrúnu Helga dóttur o.fl. 2012). Í vefviðmóti MÍM bjóðast fjölbreyttir og sveigjan legir leitarmöguleikar. Leitin getur verið misflókin, hún getur bæði miðast við textastrengi og greiningaratriði og bæði má leita að til tekinni orðmynd og ákveðnu uppflettiorði í öllum sínum myndum. Þá er mögulegt að leita að fleiri en einu orði í einu og einnig að orði eða orðmynd í tilteknu samhengi. Leitin skilar niðurstöðum í formi orðstöðulykils – leitarorðinu ásamt því sem fer næst á undan og eftir því (5‒20 orð hvoru megin) ‒ og auðvelt er að keyra niðurstöðurnar út úr vefkerfinu og vinna með þær. Greining á setningarlegum ein­ kennum blótsyrðanna – stöðu þeirra, hlutverki og textasamhengi – byggist fyrst og fremst á dæmum úr MÍM og öll notkunardæmi sem sýnd eru í greininni eru sótt til hennar nema annað sé tekið fram. 2 Þetta safn er enn í smíðum á vegum höfundar þessarar greinar og hefur enn ekki verið gert aðgengilegt öðrum. Í því eru samtöl úr leikritum, smásögum og skáldsögum og þetta eru því skálduð samtöl þótt ætla megi að höfundar verkanna reyni þar að líkja eftir orðaskiptum eins og þau tíðkuðust í samtíma þeirra. tunga25.indb 16 08.06.2023 15:47:14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.