Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 28

Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 28
Ásta Svavarsdóttir: Að blóta á íslensku 19 þá kemur í ljós að þar birtast merkingarsvið sem blótsyrði í ýms­ um málum eru sótt til. Þar má nefna orð sem vísa til andlegrar eða líkamlegrar fötlunar (þótt nú þyki þau óboðleg til þess), t.d. fáviti, hálfviti, aumingi, fífl o.fl. af því tagi, eða orð sem tengjast óæðri líkams­ pörtum og/eða líkamlegum úrgangi, t.d. karlpungur, skíthæll. Orð sem vísa á einhvern hátt til kynlífs eru þó sérstaklega höfð um konur, t.d. hóra, mellutussa og kunta. Í málnotkun eru slík skammaryrði eða niðrandi orð oft tengd blótsyrðum eins og við munum sjá dæmi um í 4. kafla og þess má geta að slík orð voru talin með í norrænni samanburðarrannsókn sem nefnd var í inngangi greinarinnar. Þar komu m.a. fram mörg dæmi um orðin kúkur, hálfviti, auli, gerpi, hóra og tík í Twitter­færslum á íslensku (Coats 2021:41). Því má bæta við að forliðir eins og skít(a)­ og drullu­ eru líka algengir í skammaryrðum og til áherslu í lýsingarorðum, t.d. fundust nafnorðin skítapakk, skítmenni, skítseyði, drullubesefi og drullusokkur um fólk og lýsingarorðin skít­ hræddur, skítblankur, drullufúll, drulluspældur og skítdrullusæmilegur í MÍM. 3.2 Orðgerð og orðmyndun Íslenski blótsyrðaforðinn er lítill að vöxtum en í tímans rás hafa mál notendur farið ýmsar leiðir til að auka hann. Ný blótsyrði hafa sprottið upp af hljóðfræðilegum tilbrigðum, s.s. anskoti og ass koti sem eru eðlilegar samlögunarmyndir af andskoti en birtast oft sem sérstakar ritmyndir og sú síðarnefnda, myndin asskoti, er t.d. sjálf­ stætt uppflettiorð í Íslenskri orðabók (2002), merkt „vægt blóts yrði“ öfugt við orðið andskoti sem þar er merkt gróft. Notkun sam lög un­ ar myndanna hefur m.ö.o. fengið það hlutverk að draga úr styrk eða bannhelgi orðsins miðað við grunnorðið. Svipuðu hlutverki gegndi smækkunarviðskeytið í orðum eins og djöfsi og ansi (af an(d)skoti) sem hvorugt virðist notað að ráði sem blótsyrði nú á tímum. Í MÍM reyndust engin dæmi um það fyrrnefnda og það er hvorki talið blóts­ yrði í Íslenskri orðabók (2002) né Íslenskri nútímamálsorðabók. Hið síðar­ nefnda er aftur á móti talið „vægt blótsyrði“ í þeim báðum en dæm in í MÍM benda til þess að í nútímamáli sé það lítið notað sem slíkt og þá eingöngu myndin ansans. Önnur mynd orðsins, ansi, er að vísu býsna algeng en hún er nú notuð sem almennt atviksorð með lýs ing arorðum í merkingunni ‘talsvert, frekar, nokkuð’ en ekki sem blóts yrði. Önnur leið til að veikla blótsyrði felst í eins konar skammstöfun á fyrri hluta þeirra. Þannig eru orðin bévaður og béaður leidd af lýsingarorðinu tunga25.indb 19 08.06.2023 15:47:14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.