Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 26
Ásta Svavarsdóttir: Að blóta á íslensku 17
3 Blótsyrði í íslensku
3.1 Orðaforði
Gömul íslensk blótsyrði eiga rætur í trúarlegum orðaforða og byggj
ast fyrst og fremst á fjölmörgum heitum hins vonda og verri staðar í
kristinni trú. Þessi orð eru enn uppistaðan í blóti á íslensku ef marka
má MÍM. Algengustu blótsyrðin sem þar koma fram eru helvíti (673
dæmi), djöfull (407), andskoti (308) og fjandi (258) í einhverri mynd.
Fast á hæla þeim fylgja tvö lýsingarorð, fokking(s) (200), sem er nýlegt
tökuorð úr ensku fucking, og bölvaður (105). Auk þess eru alls 157
dæmi um fokk sem rekja má til enska blótsyrðisins fuck en á sér einnig
eldri sögu í íslensku (Einar Lövdahl Gunnlaugsson 2016, Veturliði
Óskarsson 2017) og því er hæpið að líta á öll dæmi um það sem
blótsyrði eins og síðar verður komið að. Færri dæmi eru um ýmis
önnur blótsyrði: ensku tökublótsyrðin sjitt/shit (78) og damn (18) auk
hefðbundnari íslenskra blótsyrða eins og fjári (51), skratti (22), ári (16),
skrambi (12), þremill (6) o.fl. ásamt lýsingarorðunum bannsettur (20),
helvískur (15), ekkisen(s) (10) og fökkt (6). Það síðastnefnda er komið úr
ensku fucked (sbr. líka áðurnefnd fuck og fucking) og birtist aðallega í
óaðlagaðri enskri mynd. Uppruni hins ógagnsæja lýsingarorðs ekki
sen(s), sem dæmi eru um síðan um miðja 19. öld, er óljós. Guðrún
Kvaran (2001) hefur stungið upp á því að orðið, sem á sér ýmsar birt
ingarmyndir (þ. á m. ekkisin(s), ekki sinn/sen, ekkisinn/sen, sbr. ROH),
gæti verið ummyndun úr danska forliðnum ærke ‘erki’, sem í eldri
dönsku var bæði skeytt framan við niðrandi nafnorð og notað eitt sér
sem lýsingarorð, einkum í efsta stigi ærkeste ‘alversti’ (sbr. sögulegu
dönsku orðabókina ODS). Guðmundur Finnbogason (1927:58) vildi
aftur á móti rekja ekkisen(s) til orðatiltækisins fjandinn ekki sinn sem
hann taldi fela í sér afturköllun á nafni hins vonda. Sum gömul
blótsyrði sem talin eru í eldri skrifum koma varla eða ekki fyrir í
MÍM, t.d. ólukka (1), rækall (2) og grefill (0), svo þau virðast a.m.k. vera
fátíð nú á dögum.
Það er áberandi að íslensk blótsyrði einskorðast ennþá að mestu
leyti við trúarlegan orðaforða þrátt fyrir að samfélagið sé nú að miklu
leyti veraldlegt og áhrif kirkju og kristni mjög takmörkuð miðað
við fyrri tíð. Í ROH, sem geymir notkunardæmi úr heimildum allt
frá miðri 16. öld, eru raunar sárafá dæmi sem sýna notkun þessara
orða sem blótsyrða fyrr en á 19. öld og fyrir þann tíma virðast orðin
fyrst og fremst hafa verið notuð í eiginlegri merkingu um djöfulinn,
tunga25.indb 17 08.06.2023 15:47:14