Orð og tunga - 2023, Blaðsíða 54
Veturliði Óskarsson: Orð koma í orða stað 45
Háskólans og í Íslensku textasafni. Lítils háttar hliðsjón var höfð af dæm
um sem er að finna í Risamálheildinni.
Við leit á Tímarit.is fram til 1. ágúst 2022 komu í ljós um 130
dæmi um eldri sögnina og um 80 um eldra nafnorðið. Elsta dæmi
um sögnina er frá 1850 en elsta dæmi um nafnorðið er frá 1935. Um
165–170 dæmi fundust um yngri sögnina, þá enskættuðu, í aðlöguðu
íslensku formi4 og um 350 dæmi um upphrópunina/nafnorðið.5 Um
100 dæmi komu í ljós um orðmyndina fokking. Í því sem hér fer á eftir
er langmest stuðst við dæmi af Tímarit.is.
Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans (ROH) fundust 13 dæmi um
eldri sögnina, tvö þau elstu frá 17. öld, og sjö um nafnorðið, hið elsta
frá 1948, en engin dæmi um yngri orðin. Mörg dæmin eru þau sömu
og fundust á Tímarit.is.
Í Íslensku textasafni komu í ljós 15 dæmi um eldri sögnina, mörg
þau sömu og í ROH. Um nafnorðið eru átta dæmi, flest þau sömu og
í ROH. Um yngri sögnina komu í ljós 16 dæmi, í samböndunum fokka
eu upp, fokka (upp) í eu, fokkaðu þér, öll nema það fyrsta af bloggsíðum
2001–2006. Um upphrópunina/nafnorðið eru ein 80 dæmi, 45 úr
bloggi 2001–2005, 30 úr tveimur skáldsögum frá 2008 og fimm úr
öðrum ritum frá árunum 2011–2015.
Hér á eftir verður í 2. kafla fjallað um eldri orðin, fokka og fokk,
merkingu þeirra og notkun og í 3. kafla um tökuorðin úr ensku. Í 4.
kafla er samantekt, umræða og lokaorð.
2 Eldri orðin
2.1 Uppruni og elstu dæmi
Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er gamla sögnin fokka að öllum líkind
um tökuorð, þá líklega úr gamalli dönsku eða miðlágþýsku (Ásgeir
Blöndal Magnússon 1989:199). Af sögninni er dregið nafnorðið
fokk. Elstu íslensku dæmin um sögnina í ROH, tvö dæmi frá 17.
4 Þegar orðin eru skrifuð upp á ensku eru þau nær alltaf í ensku samhengi eða í
tilvitnunum úr ensku og skipta takmörkuðu máli fyrir þessa rannsókn (sjá nánar
kafla 3.2).
5 Fjöldi dæma segir reyndar ekki alla söguna; þannig eru a.m.k. 50 dæmi um orð
myndina fokk í tengslum við herferð sem hófst 2015 og kallast „Fokk ofbeldi“ og
gengur m.a. út á sölu ýmiss konar varnings, og 15–20 dæmi eru úr titli bókar sem
heitir Fokk ég er með krabbamein (2019), umræðu um hana eða í tengslum við það
efni.
tunga25.indb 45 08.06.2023 15:47:15