Gátt - 2014, Page 19

Gátt - 2014, Page 19
19 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 borgar búa 26% þeirra sem fá fjárhagsaðstoð í Reykjavík í Breiðholtshverfi. Árið 2012 var fjöldi einstaklinga í Breiðholti sem fékk fjárhagsaðstoð 1.071 en þar af voru 863 með fram- færslustyrk og af þeim 164 einstaklingar með fjárhagsaðstoð allt árið. Aðrir fengu heimildargreiðslur, þ.e. fyrirframgreidda húsaleigu, tannlækningar og/eða námsstyrki. Úrræði verk- efnisins Menntun núna verða kynnt fyrir notendum félags- þjónustunnar auk þess sem leitað verður leiða til að þróa og prófa nýjar leiðir fyrir ákveðna hópa notenda. Tafla 3 sýnir menntun, fjölda og hlutfallslega skiptingu notenda fjárhagsaðstoðar. Þar kemur fram að rúmlega 70% þeirra sem njóta fjárhagsaðstoðar eru einungis með grunn- skólapróf. Ef þessi prósenta er yfirfærð á heildarfjölda þeirra notenda þá má áætla að rúmlega 700 manns hafa einungis lokið grunnskólaprófi. þ A R F A G R e I N I N G Þarfagreining á vegum Menntunar núna fór fram annars vegar með gagnaöflun í tengslum við lýðfræði Breiðholts og hins vegar með gögnum sem aflað var með viðtölum, rýni- hópum, umræðufundum með fulltrúum markhópsins, með ráðgjöfum sem sinna honum og öðrum hagsmunaðilum. Í byrjun verkefnisins vann verkefnisstjórnin eftirfarandi SVÓT-greiningu (styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri) þar sem fram kom að: • styrkleikar væru meðal annars aðgengi að mark- hópum, mögulegri samþættingu á milli skólakerfa, fjölbreyttu framboði á menntun, jákvæðu viðhorfi og fjölmenningarstarfi í hverfinu, • veikleikarnir fælust m.a. í persónulegum aðstæðum fólks, skorti á virðingu fyrir menntun, fordómum og ónógum stuðningi við fólk í námi, • ógnanir fælust meðal annars í að fólk fengist ekki til þátttöku, að upplýsingar skorti og að ekki væru til staðar ferli og leiðir til að mæla og meta árangur, • tækifærin fælust meðal annars í að meta nám frá heimalandi, ná mætti til fólks í þeirra nærumhverfi, tengslum við notendur Þjónustumiðstöðvar og í gegnum Vinnumálastofnun og verkefnisstjórn. Skipulögð var SVÓT-greining meðal 15 ráðgjafa frá Þjónustu- miðstöð Breiðholts þar sem grunnspurningin var „Hvernig getum við stutt notendur til að sækja sér aukna menntun?“ Þar kom meðal annars fram að mikilvægt væri að niður- greiða námskeið og koma til móts við ólíkar þarfir og bak- grunn notenda. Mikilvægt sé að nýta vel tengsl ráðgjafar við notendur þjónustunnar en um leið undirstrika að um ein- stakt tækifæri væri að ræða til að fara aftur í nám eða út á vinnumarkaðinn. Staðið var fyrir þremur rýnifundum með íbúum í Breið- holti: • 7. október – Blandaður hópur. 9 einstaklingar, inn- flytjendur, notendur félagsþjónustu, fólk sem lokið hafði formlegu námi á fullorðinsaldri og fólk sem ekki hafði lokið formlegu námi. • 18. nóvember – Hópur innflytjenda. 8 einstaklingar með annað móðurmál en íslensku, flestir höfðu búið í landinu lengi, höfðu vald á íslensku og voru virkir í samfélagsstarfi. • 27. nóvember – Hópur Íslendinga á vinnumarkaði sem ekki hafði lokið formlegu námi. Séu niðurstöður rýnihópanna teknar saman þá kom fram að lykilatriði væri að nám væri hagnýtt og starfstengt, þ.e. bætti stöðu þátttakenda á vinnumarkaði. Varðandi hindranir kom fram hjá öllum að áhugaleysi væri oftast hindrun. En auk þess kerfislægar hindranir gagnvart þeim sem eru án vinnu, þ.e. mikilvægi þess að framfærslustuðningur og atvinnu- leysisbætur féllu ekki niður við að fara í nám. Kostnaður við námið sem slíkt var sjaldnast hindrun nema ef það hefði í för með sér tekjutap. Allir voru sammála um mikilvægi þess að meta starfsreynslu og fyrra nám til styttingar á náminu og í hópi innflytjenda var íslenskukennsla lykilatriði og sam- félagsfræðsla ýmiss konar en þar kom meðal annars fram að mikilvægt væri að skilgreina betur þjónustu og móttöku Tafla 3 – Menntun nótenda fjárhagsaðstoðar 2012 hjá þjónustumiðstöð breiðholts. Menntun Fjöldi notenda Hlutfall % 1. stig barnaskólastig 48 6,82% 2. stig unglingastig 453 64,35% 3. stig framhaldsskólastig 145 20,60% 4. stig viðbótarstig 34 4,83% 5. stig háskólastig 22 3,13% 6. stig doktorsstig 2 0,28% Samtals 704 100%
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.