Gátt - 2014, Side 31

Gátt - 2014, Side 31
31 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 smiðjum í málmsuðu, handverki og myndlist, sem kenndar hafa verið samkvæmt námskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnu- lífsins. SÍMEY, ásamt fleiri aðilum hlaut styrk úr Sóknaráætlun landshluta til eflingar verk- og tæknimenntun á svæðinu. Sá styrkur var meðal annars nýttur til kaupa á sérhæfðum tækjum til kennslu á fjölbreyttum tækni- og hönnunarnám- skeiðum, sem fljótlega verða í boði hjá SÍMEY. Dæmi um nám sem hefur gengið afar vel hjá SÍMEY er svokallað brúarnám; félagsliða-, stuðningsfulltrúa- og leikskólaliðabrú. Allt eru þetta starfstengdar námsleiðir, sem eru metnar til eininga á framhaldsskólastigi, veita starfsheiti og leiða oft til launa- hækkunar. Þegar kemur að skipulagningu hagnýtra námskeiða sem veita réttindi eða hafa beina tengingu til launahækkunar fer málið að vandast. Það er mál sem kemur inn á borð fjölda aðila á borð við fræðsluaðila, samtök atvinnulífsins, stéttar- félög og atvinnurekendur. Ávinningurinn af því að sækja sér símenntun verður að vera skýr og sýnilegur en oft á tíðum er því ekki að heilsa og ekki á færi fræðsluaðila að breyta því einhliða. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa reynst ákaflega gagn- legar við skipulagningu á framboði námskeiða hjá SÍMEY og dýrmætt að ná með þessum hætti til svo fjölmenns hóps. Hins vegar er ljóst að starfsmenntunarþörf á svæðinu er síbreytileg og ef vel á að vera þarf að vera hægt að fram- kvæma rannsóknir af þessu tagi með reglulegum hætti, auk þess sem niðurstöður rannsóknarinnar gáfu vísbendingar um að ástæða sé til að rannsaka betur hvernig forsvarsmenn fyrirtækja á Eyjafjarðarsvæðinu meta þörf fyrir símenntun og fleira henni tengt. Samstarf allra sem að verkefninu komu gekk vel og verður vonandi haldið áfram með fleiri slík samstarfsverkefni á komandi árum. U M H Ö F U N d A N A Erla Björg Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Hún hefur lokið B.Sc.-prófi í viðskiptafræði og hefur verið viðloðandi fullorðinsfræðsluna síðan 2001. Hjalti Jóhannesson er sérfræðingur og aðstoðarfor- stöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri (RHA). Hann hefur starfað þar frá árslokum 2000 og hefur komið að fjölþættum verkefnum en þó einkum rannsóknum sem tengjast þróun byggðar. Hjalti hefur lokið MA-gráðu í landfræði frá York háskóla í Toronto og starfaði áður sem sérfræðingur á Skipulagsdeild Akureyrarbæjar og þar áður sem framkvæmdastjóri Eyþings – Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Valgeir Magnússon er verkefnastjóri og náms- og starfs- ráðgjafi hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar á Akureyri. Hann hefur lokið B.Ed.-prófi í grunnskólafræðum og er meistaranemi í náms- og starfsráðgjöf, með áherslu á raun- færnimat, við Háskóla Íslands. Hann starfaði áður hjá Vinnu- málastofnun en síðustu ár við verkefnastjórn, kennslu og ráðgjöf innan fullorðinsfræðslunnar. A b S T R A C T SÍMEY, lifelong Learning Centre for Eyjafjörður and the University of Akureyri Research Centre conducted a joint research on demand for vocational education in the Eyjafjörður region. The Directorate of Labour for the North- east Region, the Akureyri Comprehensive College and Ein- ing-Iðja Trade Union were consulted on the project. In Febru- ary 2013 a web survey was sent to 3,120 individuals who had their e-mail address registered at either SÍMEY, the trade unions or several workplaces. Additionally, a survey was sent to 137 managers. The survey addressed to the general public showed that a third does not take part in continuing educa- tion. Three reasons were most often given for scant partici- pation: that one could not afford paying for courses, nothing interesting was being offered in the region, and lack of time to participate. Requests for practical studies were frequent, for example, training to improve competence in the present job. Requests for computer studies were also prominent. Answers regarding course arrangement were interesting as most respondents preferred vocational training but aca- demic studies seem to be in the respondents’ bad books. Short, practical and vocational courses are in demand, espe- cially if they involve some certification or involve pay rise. These findings have already been put to use to change the study offer at SÍMEY. This cooperation has, therefore, proven highly successful.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.