Gátt - 2014, Side 66

Gátt - 2014, Side 66
66 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 leiðbeinendur og kennara í Noregi, á Írlandi, í Norður-Írlandi, Skotlandi, Frakklandi, Slóveníu og Tékkóslóvakíu. Jafn- framt var sagt frá stöðu grunnleikniþjálfunar fyrir fullorðna í þessum löndum. Á námskeiðinu voru helstu niðurstöður PIAAC könnunar- innar einnig kynntar og verkefni Vox um þjálfun grunnleikni á vinnustað. Jafnframt var fjallað um möguleika MOOC – opinna námskeiða á netinu fyrir leiðbeinendur og kennara í fullorðinsfræðslu og bent á skoskan vef sem er vettvangur fyrir fullorðinsfræðsluaðila til að læra hver af öðrum, sjá http://www.i-develop-cld.org.uk/. Meðal þess sem tekið var fyrir á fjórða námskeiðinu voru niðurstöður Alfaráðsins, norræns samstarfsnets um læsi fullorðinna, þar sem lýst er þeirri lágmarkshæfni sem leiðbeinendur innflytjenda með annað móðurmál en norrænt þurfa að búa yfir4. Þá var einnig lögð áhersla á að gerður væri greinarmunur á kennslu innflytjenda sem eru með öllu ólæsir á ritað mál og hinna sem eru læsir á eigin tungu, þar sem ferlið við að ná grunnleikni í lestri er annað en þegar verið er að læra lestur á erlendu tungumáli. U P P L ý S I N G A T Æ K N I S e M M I Ð I L L V I Ð þ j Á L F U N G R U N N L e I K N I Í Noregi hefur upplýsingatækni verið notuð við lestrarkennslu innflytjenda þar sem það getur verið fullorðnum náms- mönnum með litla grunnleikni afar erfitt að eiga að beita penna eða blýanti. Sú aðferð sem notuð hefur verið byggir á Writing to read tækni sem á rætur að rekja til Svíþjóðar. Í þessari aðferð eru bæði notaðar tölvur og spjaldtölvur og hugbúnaðurinn virkar meðal annars þannig að tölvan les orðin upp um leið og þau eru skrifuð og rauðlitar þau orð sem eru rangt stafsett. Með þessu móti eru sjón, heyrn og ritun virkjuð samtímis og það hefur skilað góðum árangri. Einn slíkur hugbúnaður er kynntur á vefslóðinni www.skolstil.se. Á Írlandi hefur NALA boðið upp á fjarþjálfun í grunn- leikni fyrir fullorðna á vefnum www.writeon.ie. Á vefnum er að finna ýmis verkefni sem snúa að þjálfun í ritun, talna- leikni og notkun upplýsingatækni en auk þess er þar að finna verkefni sem eiga að meta námshæfni einstaklinga. Að námi loknu geta þeir sem ljúka þeirri þjálfun sem boðið er upp á fengið staðfestingu á því á formlegan hátt þar sem fram 4 Niðurstöður Alfaráðsins má nálgast á vef NVL, norræns tengslanets um nám fullorðinna, www.nordvux.net. kemur hæfni þeirra á tilteknu sviði og á hvaða þrepi hæfnin er. Ö P P T I L A Ð A Ð S T o Ð A V I Ð V e R K - e F N I d A G L e G S L Í F S Leiðbeinendur innflytjenda í Noregi hafa lagt sig fram um að benda á ýmis farsímaöpp, sem nýtast í daglegu lífi. Þetta eru öpp sem veita til dæmis upplýsingar um veðurspár, nýjustu fréttir eða vörur á tilboði. Þá hefur breska fullorðinsfræðslu- stofnunin NIACE (The National Institute of Adult Continuing Education) þróað app sem fólk getur notað í stærðfræðiverk- efnum daglegs lífs. Appið er hægt að sækja á slóðina http:// www.mathseverywhere.org.uk/ þ j Á L F U N G R U N N L e I K N I Í A T - V I N N U L Í F I N U – e F N I Á V e F V o X VOX hefur gert samning við norska menntamálaráðu- neytið5 um eflingu grunnleikni fullorðinna og felst hlutverk VOX aðallega í þjálfun kennara og leiðbeinenda, ráðgjöf til fræðslu- og símenntunarmiðstöðva og leiðbeininga um hönnun náms í grunnleikniþáttunum. Í tengslum við hönnun náms hefur VOX greint nokkur störf í því skyni að benda á hvernig þau nýtast til að þjálfa grunnleikniþættina læsi, ritun, talnalæsi og upplýsingatækni (sjá http://www.vox.no/ Grunnleggende-ferdigheter/Profiler-for-basisferdigheter/). Vert er einnig að benda á að mikið efni um grunnleikni er aðgengilegt á vef stofnunarinnar www.vox.no, meðal annars sýnishorn af rafrænum prófum í norsku sem öðru máli fyrir fullorðna, sjá http://enovate.no/voxdemo/norsk/. U M H Ö F U N d A N A Sólborg Jónsdóttir er deildarstjóri Tungumála- og fjöl- menningadeildar Mímis-símenntunar. Halla Valgeirsdóttir og Guðfinna Harðardóttir eru sérfræðingar hjá Fræðslu- miðstöð atvinnulífsins. 5 Sjá grein Alberts Einarssonar í þessu riti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.